
Viktor er nú farinn að labba um allt hús. Mjög montinn :) Hann er núna í 1 árs læknisskoðun með pabba sínum. Verður viktaður og fær svo enn eina sprautuna. Fannar er í fríi þessa vikuna. Það er nefnilega sportlov hjá öllum Stokkhólmurum. Þá fara margir á skíði eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Við ætlum nú bara að flytja! Fáum húsið á miðvikudag. Ætlum að fara nokkrar ferðir með dót í bílnum okkar og erum svo að spá í að leigja sendibíl á föstudag og fram á laugardag. Helgi byjar svo að vinna á sunnudag og verður því gott að vera flutt þá.
Well, strákarnir voru að koma heim. Ælta að heilsa upp á þá og sjá hve þungur sá litli er orðinn.
Kveð í bili.
Ummæli
Vonandi hefur læknisheimsóknin gengið vel.
Gangi ykkur vel í flutningunum.
kv Munda
Gangi ykkur ofsalega vel í flutningunum. Knús,
litla sys :-*
Gangi ykkur vel að flytja, verður gaman að koma í nýja húsið (vonandi sem fyrst)!!
g