Þá erum við aftur orðin ein í kotinu. Gutti og Magga fóru í morgun og mamma og pabbi á mánudaginn. Það verður alltaf svo tómlegt hérna þegar gestir eru nýfarnir. Mamma og pabbi einbeittu sér að litlu strákunum á meðan þau voru hér. Þau voru meira að segja svo heppin að sjá Fannar keppa í fótbolta. Auðvitað var líka horft á júróvisíon og fengum við íslenskt nammi með til að gera kvöldið enn skemmtilegra :) Eitt fannst mér áberandi við keppnina í ár.... það var púað svo mikið.... sérstaklega ef Grikkir fengu ekki "nógu" mörg stig! Svo var líka púað yfir Litháenska laginu (það var nú líka ömurlegt en samt....) og svo má nú ekki gleyma Silvíu Nótt. Ekki finnst mér þetta íþróttamannslegt!!! Any way...... Fannar náði ekki að halda sér vakandi yfir alla keppnina en hann varð virkilega kátur daginn eftir þegar hann fékk að vita hverjir sigurvegararnir voru.... enda mikill Lordi aðdáandi :) Gutti og Magga voru að koma til Stokkhólms í fyrsta skipti og notuðu því tímann í að sk...