Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2006

allir farnir

Þá erum við aftur orðin ein í kotinu. Gutti og Magga fóru í morgun og mamma og pabbi á mánudaginn. Það verður alltaf svo tómlegt hérna þegar gestir eru nýfarnir. Mamma og pabbi einbeittu sér að litlu strákunum á meðan þau voru hér. Þau voru meira að segja svo heppin að sjá Fannar keppa í fótbolta. Auðvitað var líka horft á júróvisíon og fengum við íslenskt nammi með til að gera kvöldið enn skemmtilegra :) Eitt fannst mér áberandi við keppnina í ár.... það var púað svo mikið.... sérstaklega ef Grikkir fengu ekki "nógu" mörg stig! Svo var líka púað yfir Litháenska laginu (það var nú líka ömurlegt en samt....) og svo má nú ekki gleyma Silvíu Nótt. Ekki finnst mér þetta íþróttamannslegt!!! Any way...... Fannar náði ekki að halda sér vakandi yfir alla keppnina en hann varð virkilega kátur daginn eftir þegar hann fékk að vita hverjir sigurvegararnir voru.... enda mikill Lordi aðdáandi :) Gutti og Magga voru að koma til Stokkhólms í fyrsta skipti og notuðu því tímann í að sk...

ein ég sit og sauma....

Sit ein í eldhúsinu. Strákarnir báðir farnir að sofa og Helgi skellti sér á karateæfingu. Fórum í sónar í dag. Allt í hinu besta lagi.... mjög fegin. Maður gerir sér grein fyrir því að það er ekkert sjálfgefið að allt sé í lagi.... maður heyrir auðvitað oftar slæmu sögurnar og þá er auðvelt að ímynda sér hið versta.... any way. Við fengum meira að segja að vita kynið..... eeeen ég ætla nú ekki að auglýsa það hér á netinu ;) Seinni partinn var fótboltaleikur hjá Fannari. Hann stóð sig voða vel. Hann er þó ekki mikill "fighter" og leggur yfirleitt ekki í mikla baráttu um boltann. Þar að auki virðist hann ekki alveg vera með á hreinu út á hvað þetta gengur allt saman. Á það (ansi oft) til að gleyma sér og hafa meiri áhuga á að veifa til okkar Helga. Er stundum eins og í eigin heimi.... bara að sparka í mölina og horfa út í loftið.... á meðan hinir strákarnir hlaupa á fullu eftir boltanum hehe :) Doldið fyndið að fylgjast með þessu en honum þykir þetta rosalega gaman og er þetta ...
Viktor í sandkassanum heima Bræðurnir að leika sér saman Viktor í sólinni Viktor er farinn að klifra upp á allt.... eða a.m.k. farinn að reyna það :) Hér er hann mjög stoltur yfir afreki dagsins Svo er hann líka farinn að klifra ofaní hluti.... mjög gaman :)

steikjandi hiti

Það er svo mikil bongóblíða hér í Stokkhólmi núna. Sumarið er komið með stæl. Við keyptum heilan lambaskrokk hjá Íslandsfisk (kemur til okkar eftir mánuð). Það verður því nóg um íslensk lambakjöt á grillinu okkar í sumarblíðunni..... mmmm. Bara tvær vikur í pabba og mömmu. Gutti og Magga taka svo strax við gestahlutverkinu þegar þau fara heim. Æðislegt að gestavertíðin er byrjuð híhí :D Ég er mikið farin að hlakka til sumarfrísins. Við erum að spá í að leigja húsbíl/hjólhýsi og keyra jafnvel yfir til Danmerkur. Nennum ekki að fara með tjaldið enda mikið mál með eins árs gutta og ólétta konu í för ;) Jamm, nú ætla ég að einbeita mér að því að sleikja upp sólina, svona síðustu mínúturnar áður en Viktor vaknar af hádegislúrnum.