Fara í aðalinnihald

ein ég sit og sauma....

Sit ein í eldhúsinu. Strákarnir báðir farnir að sofa og Helgi skellti sér á karateæfingu. Fórum í sónar í dag. Allt í hinu besta lagi.... mjög fegin. Maður gerir sér grein fyrir því að það er ekkert sjálfgefið að allt sé í lagi.... maður heyrir auðvitað oftar slæmu sögurnar og þá er auðvelt að ímynda sér hið versta.... any way. Við fengum meira að segja að vita kynið..... eeeen ég ætla nú ekki að auglýsa það hér á netinu ;)

Seinni partinn var fótboltaleikur hjá Fannari. Hann stóð sig voða vel. Hann er þó ekki mikill "fighter" og leggur yfirleitt ekki í mikla baráttu um boltann. Þar að auki virðist hann ekki alveg vera með á hreinu út á hvað þetta gengur allt saman. Á það (ansi oft) til að gleyma sér og hafa meiri áhuga á að veifa til okkar Helga. Er stundum eins og í eigin heimi.... bara að sparka í mölina og horfa út í loftið.... á meðan hinir strákarnir hlaupa á fullu eftir boltanum hehe :) Doldið fyndið að fylgjast með þessu en honum þykir þetta rosalega gaman og er þetta því allt af hinu góða.

Á morgun fer Fannar svo að heimsækja nýja skólann sinn. Hann byrjar þar í haust og heitir skólinn Utsäljeskolan. Hann er mjög spenntur og er ég fegin því. Vonandi tekur hann þessu jafn vel í haust þegar skólinn byrjar.

Mamma og pabbi koma á föstudaginn. Við erum ægilega spennt yfir því auðvitað. Fannar er farinn að tala um að hann ætli að fara í hjólatúr með afa sínum og sýna honum hverfið. Svo ætlar hann líka að sýna honum tvö mótorhjól sem tveir karlar í götunni eiga. Honum finnst alltaf jafn merkilegt að sjá flott farartæki.... og skilur ekkert í því að ég hafi engan áhuga á þessu :D Núna eru einmitt mótorhjól, skellinöðrur og vespur mest áhugaverðar. En auðvitað hrópar hann upp yfir sig ef hann sér flottan "kagga" eða porsche og svoleiðis ;)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flott að heyra að vel gekk í sónar, alltaf léttir þegar það er búið.
Það er líka pínu bíladella hér hjá Hreiðari, hann sá blæjubíl um daginn, Steinunn sá nú ekki hvað var hagkvæmt við að eiga svona bíl. Það vantaði á hann þakið!!! Skynsöm stúlka.
kv Munda
Guðlaug sagði…
Hahaha! Fannar er bara thokkalega líkur henni mømmu sinni... alveg í eigin heimi stundum - og sérstaklega kannski yfir sjónvarpinu! Hehe :oD Thid erud algjørar dúllur!!

Love, litla sys - verdandi módursystir í 3. sinn ;o)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)