Sit ein í eldhúsinu. Strákarnir báðir farnir að sofa og Helgi skellti sér á karateæfingu. Fórum í sónar í dag. Allt í hinu besta lagi.... mjög fegin. Maður gerir sér grein fyrir því að það er ekkert sjálfgefið að allt sé í lagi.... maður heyrir auðvitað oftar slæmu sögurnar og þá er auðvelt að ímynda sér hið versta.... any way. Við fengum meira að segja að vita kynið..... eeeen ég ætla nú ekki að auglýsa það hér á netinu ;)
Seinni partinn var fótboltaleikur hjá Fannari. Hann stóð sig voða vel. Hann er þó ekki mikill "fighter" og leggur yfirleitt ekki í mikla baráttu um boltann. Þar að auki virðist hann ekki alveg vera með á hreinu út á hvað þetta gengur allt saman. Á það (ansi oft) til að gleyma sér og hafa meiri áhuga á að veifa til okkar Helga. Er stundum eins og í eigin heimi.... bara að sparka í mölina og horfa út í loftið.... á meðan hinir strákarnir hlaupa á fullu eftir boltanum hehe :) Doldið fyndið að fylgjast með þessu en honum þykir þetta rosalega gaman og er þetta því allt af hinu góða.
Á morgun fer Fannar svo að heimsækja nýja skólann sinn. Hann byrjar þar í haust og heitir skólinn Utsäljeskolan. Hann er mjög spenntur og er ég fegin því. Vonandi tekur hann þessu jafn vel í haust þegar skólinn byrjar.
Mamma og pabbi koma á föstudaginn. Við erum ægilega spennt yfir því auðvitað. Fannar er farinn að tala um að hann ætli að fara í hjólatúr með afa sínum og sýna honum hverfið. Svo ætlar hann líka að sýna honum tvö mótorhjól sem tveir karlar í götunni eiga. Honum finnst alltaf jafn merkilegt að sjá flott farartæki.... og skilur ekkert í því að ég hafi engan áhuga á þessu :D Núna eru einmitt mótorhjól, skellinöðrur og vespur mest áhugaverðar. En auðvitað hrópar hann upp yfir sig ef hann sér flottan "kagga" eða porsche og svoleiðis ;)
Seinni partinn var fótboltaleikur hjá Fannari. Hann stóð sig voða vel. Hann er þó ekki mikill "fighter" og leggur yfirleitt ekki í mikla baráttu um boltann. Þar að auki virðist hann ekki alveg vera með á hreinu út á hvað þetta gengur allt saman. Á það (ansi oft) til að gleyma sér og hafa meiri áhuga á að veifa til okkar Helga. Er stundum eins og í eigin heimi.... bara að sparka í mölina og horfa út í loftið.... á meðan hinir strákarnir hlaupa á fullu eftir boltanum hehe :) Doldið fyndið að fylgjast með þessu en honum þykir þetta rosalega gaman og er þetta því allt af hinu góða.
Á morgun fer Fannar svo að heimsækja nýja skólann sinn. Hann byrjar þar í haust og heitir skólinn Utsäljeskolan. Hann er mjög spenntur og er ég fegin því. Vonandi tekur hann þessu jafn vel í haust þegar skólinn byrjar.
Mamma og pabbi koma á föstudaginn. Við erum ægilega spennt yfir því auðvitað. Fannar er farinn að tala um að hann ætli að fara í hjólatúr með afa sínum og sýna honum hverfið. Svo ætlar hann líka að sýna honum tvö mótorhjól sem tveir karlar í götunni eiga. Honum finnst alltaf jafn merkilegt að sjá flott farartæki.... og skilur ekkert í því að ég hafi engan áhuga á þessu :D Núna eru einmitt mótorhjól, skellinöðrur og vespur mest áhugaverðar. En auðvitað hrópar hann upp yfir sig ef hann sér flottan "kagga" eða porsche og svoleiðis ;)
Ummæli
Það er líka pínu bíladella hér hjá Hreiðari, hann sá blæjubíl um daginn, Steinunn sá nú ekki hvað var hagkvæmt við að eiga svona bíl. Það vantaði á hann þakið!!! Skynsöm stúlka.
kv Munda
Love, litla sys - verdandi módursystir í 3. sinn ;o)