Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2006
Þá er ég komin í rigninguna og rokið ;) Er núna í bústaðnum.... æðislega notalegt. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég lenti var að loka íslenska símakortinu mínu!! Alveg óvart sko... ég var búin að gleyma pin númerinu og reyndi þrisvar og búmm kortinu lokað. Ég er því með sænska númerið núna en ætla jafnvel að athuga hvort ég geti ekki reddað einhverju sem heitir puk númer til að opna hitt kortið. Fannar í sveitinni Fannar vildi endilega að þessi færi á netið :) Nýkomin í bústaðinn, Guðlaug og Svenni komu líka

Ísland á morgun

Hlakka mikið til að fara á morgun. Það er búið að fara vel um Fannar á Íslandi en maður er nú farinn að sakna hans doldið mikið. Nú þarf ég að draga fram flíspeysuna og síðbuxurnar ;) sem eru vel falin ofaní skúffu. Ég geri ráð fyrir að vera mest í bústaðnum hjá mömmu og pabba í Þrastarskógi. Fólk er velkomið að koma þangað og heimsækja mig :) Við erum aðeins búin að skoða húsbíla til að leigja í sumar. Sumarfríið hans Helga skiptist í tvennt.... þrjár vikur núna og þrjár vikur í ágúst. Við erum ekki alveg búin að ákveða í hvoru fríinu við förum. Skiptir í raun ekki svo miklu máli en það eru þó fleiri bílar á lausu í ágúst. Hér eru svo að lokum nokkrar myndir af sumrinu hjá okkur hér í Svíþjóð. Sjáumst á Íslandi. Þessi bambi kíkti í heimsókn til okkar og fylgdumst við með honum út um eldhúsgluggann Á Skansen á 17. júní. Viktor átti að fara að sofa en eins og sjá má var hann ekki á því sjálfur... og reynir að gægjast út um teppið :) Viktor að máta sólgleraugun hans Fannars Í hitanum á p...
Fannar er farinn til Íslands. Gestirnir fóru í gær og tóku hann með sér. Það er því voðalega tómlegt hjá okkur núna. Ég efast ekki um að það verður dekrað mikið við hann þar til ég kem og sæki hann í lok júní. Gestirnir, tengdó og amma og afi Helga, fengu alveg súperdaga hérna hjá okkur. Hitinn fór ekki undir 30 stig og heiðskýrt allan tímann. Þau fóru öll sólbrún... og kannski smá sólbrennd heim :) Þökkum við þeim fyrir alveg frábæra samveru. Helgi er í fríi út þessa viku þannig að við erum bara að dóla okkur saman dessa dagana. Ég ætla að nýta mér tækifærið og fara í klippingu... hef ekki farið síðan fyrir jól!! Best að ljúka þessu með nokkrum myndum.... góða nótt. Útskrift í Örbyskola. Þau útskrifuðust öll með gula rós og bók með helstu afrekum skólaársins. Strákarnir að kæla sig í hitanum :) Allir saman síðasta kvöldið. Grilluðum æðislega góðan kjúkling.... klikkar ekki :) Ég og Viktor á góðri stundu.

smá rapport

Já, það er búið að vera heldur lítið að gerast á síðunni að undanförnu. Ég hef bara ekki frá svo mörgu að segja þessa dagana. Nú fer þó að styttast í næstu gesti. Þau koma á föstudaginn og erum við mjööög spennt. Veðurspáin er líka æðisleg.... það er nefnilega búið að vera svona týpískt vorveður fram að þessu.... mikil rigning og ekki mikið meira en 15 - 16 gráður. Nú er þetta að breytast og spáir hvorki meira né minna en 25 gráðum á föstudag og 27 á laugardag. Við ættum því að geta átt góðar stundir á pallinum með tengdó og ömmu og afa Helga :) Fannar hættir í skólanum í þessari viku. Hann ætlar svo að fara til Íslands með gestunum þegar þeirra heimsókn lýkur. Hann er ansi spenntur og virðist ekkert vera kvíðinn yfir því að fara frá mömmu og pabba :D Við munum líklega sakna hans meira en hann okkar hehe. Well, ég verð að koma mér í bólið. Skóli á morgun (það var frí í dag... nefnilega þjóðhátíðardagur Svía) og þarf því að koma drengjunum snemma út úr húsi. Læt fylgja með nok...