Fara í aðalinnihald

smá rapport

Já, það er búið að vera heldur lítið að gerast á síðunni að undanförnu. Ég hef bara ekki frá svo mörgu að segja þessa dagana. Nú fer þó að styttast í næstu gesti. Þau koma á föstudaginn og erum við mjööög spennt. Veðurspáin er líka æðisleg.... það er nefnilega búið að vera svona týpískt vorveður fram að þessu.... mikil rigning og ekki mikið meira en 15 - 16 gráður. Nú er þetta að breytast og spáir hvorki meira né minna en 25 gráðum á föstudag og 27 á laugardag. Við ættum því að geta átt góðar stundir á pallinum með tengdó og ömmu og afa Helga :)

Fannar hættir í skólanum í þessari viku. Hann ætlar svo að fara til Íslands með gestunum þegar þeirra heimsókn lýkur. Hann er ansi spenntur og virðist ekkert vera kvíðinn yfir því að fara frá mömmu og pabba :D Við munum líklega sakna hans meira en hann okkar hehe.

Well, ég verð að koma mér í bólið. Skóli á morgun (það var frí í dag... nefnilega þjóðhátíðardagur Svía) og þarf því að koma drengjunum snemma út úr húsi. Læt fylgja með nokkrar sumarmyndir af okkur.... við höfum þó fengið nokkra góða daga ;)


Helgi að slá grasið


Ég og Viktor fylgdumst með á meðan.... Viktor var doldið smeykur við lætin og vildi vera nálægt mömmu sinni :)


Bræðurnir saman að sulla með vatn


Það þarf auðvitað að vökva mikið þegar það er svona heitt :) .... Fannari finnst alla vega ekkert eins skemmtilegt :)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Góða skemmtun með gestunum og þúsund þakkir fyrir hjálpina um daginn.
KV Munda

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)