Já, það er búið að vera heldur lítið að gerast á síðunni að undanförnu. Ég hef bara ekki frá svo mörgu að segja þessa dagana. Nú fer þó að styttast í næstu gesti. Þau koma á föstudaginn og erum við mjööög spennt. Veðurspáin er líka æðisleg.... það er nefnilega búið að vera svona týpískt vorveður fram að þessu.... mikil rigning og ekki mikið meira en 15 - 16 gráður. Nú er þetta að breytast og spáir hvorki meira né minna en 25 gráðum á föstudag og 27 á laugardag. Við ættum því að geta átt góðar stundir á pallinum með tengdó og ömmu og afa Helga :)
Fannar hættir í skólanum í þessari viku. Hann ætlar svo að fara til Íslands með gestunum þegar þeirra heimsókn lýkur. Hann er ansi spenntur og virðist ekkert vera kvíðinn yfir því að fara frá mömmu og pabba :D Við munum líklega sakna hans meira en hann okkar hehe.
Well, ég verð að koma mér í bólið. Skóli á morgun (það var frí í dag... nefnilega þjóðhátíðardagur Svía) og þarf því að koma drengjunum snemma út úr húsi. Læt fylgja með nokkrar sumarmyndir af okkur.... við höfum þó fengið nokkra góða daga ;)
Það þarf auðvitað að vökva mikið þegar það er svona heitt :) .... Fannari finnst alla vega ekkert eins skemmtilegt :)
Fannar hættir í skólanum í þessari viku. Hann ætlar svo að fara til Íslands með gestunum þegar þeirra heimsókn lýkur. Hann er ansi spenntur og virðist ekkert vera kvíðinn yfir því að fara frá mömmu og pabba :D Við munum líklega sakna hans meira en hann okkar hehe.
Well, ég verð að koma mér í bólið. Skóli á morgun (það var frí í dag... nefnilega þjóðhátíðardagur Svía) og þarf því að koma drengjunum snemma út úr húsi. Læt fylgja með nokkrar sumarmyndir af okkur.... við höfum þó fengið nokkra góða daga ;)
Ég og Viktor fylgdumst með á meðan.... Viktor var doldið smeykur við lætin og vildi vera nálægt mömmu sinni :)
Bræðurnir saman að sulla með vatn

Ummæli
KV Munda