Fannar er farinn til Íslands. Gestirnir fóru í gær og tóku hann með sér. Það er því voðalega tómlegt hjá okkur núna. Ég efast ekki um að það verður dekrað mikið við hann þar til ég kem og sæki hann í lok júní. Gestirnir, tengdó og amma og afi Helga, fengu alveg súperdaga hérna hjá okkur. Hitinn fór ekki undir 30 stig og heiðskýrt allan tímann. Þau fóru öll sólbrún... og kannski smá sólbrennd heim :) Þökkum við þeim fyrir alveg frábæra samveru. Helgi er í fríi út þessa viku þannig að við erum bara að dóla okkur saman dessa dagana. Ég ætla að nýta mér tækifærið og fara í klippingu... hef ekki farið síðan fyrir jól!! Best að ljúka þessu með nokkrum myndum.... góða nótt.
Ég og Viktor á góðri stundu.
Þau útskrifuðust öll með gula rós og bók með helstu afrekum skólaársins.
Strákarnir að kæla sig í hitanum :)
Allir saman síðasta kvöldið. Grilluðum æðislega góðan kjúkling.... klikkar ekki :)

Ummæli
Flottar myndir. Aldrei að vita nema Hreiðar hitti á Fannar hér í Kef.
kv Munda
við gutti skelltum okkur í sund með Fannar í gær og hann skemmti sér alveg konunglega.... gutti þurfti að fara mjög margar ferðir í rennibrautina, hahaha :)
váá, viktor er bara alveg eins og egill á myndinni þar sem þeir eru að busla bræðurnir ;)
Kveðja Magga
kveðja Magga