Fara í aðalinnihald
Fannar er farinn til Íslands. Gestirnir fóru í gær og tóku hann með sér. Það er því voðalega tómlegt hjá okkur núna. Ég efast ekki um að það verður dekrað mikið við hann þar til ég kem og sæki hann í lok júní. Gestirnir, tengdó og amma og afi Helga, fengu alveg súperdaga hérna hjá okkur. Hitinn fór ekki undir 30 stig og heiðskýrt allan tímann. Þau fóru öll sólbrún... og kannski smá sólbrennd heim :) Þökkum við þeim fyrir alveg frábæra samveru. Helgi er í fríi út þessa viku þannig að við erum bara að dóla okkur saman dessa dagana. Ég ætla að nýta mér tækifærið og fara í klippingu... hef ekki farið síðan fyrir jól!! Best að ljúka þessu með nokkrum myndum.... góða nótt.


Útskrift í Örbyskola.
Þau útskrifuðust öll með gula rós og bók með helstu afrekum skólaársins.



Strákarnir að kæla sig í hitanum :)


Allir saman síðasta kvöldið. Grilluðum æðislega góðan kjúkling.... klikkar ekki :)


Ég og Viktor á góðri stundu.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gaman að þið fenguð gott veður með gestunum.
Flottar myndir. Aldrei að vita nema Hreiðar hitti á Fannar hér í Kef.
kv Munda
Guðlaug sagði…
Æðislegar myndir, elsku systir! Það er aldeilis að kúlan stækkar ;) Hlakka ofsalega til að sjá þig í lok mánaðarins, hitti Fannar líklega á morgun eða hinn...
Nafnlaus sagði…
Vá ekkert smá sæt kúla :D

við gutti skelltum okkur í sund með Fannar í gær og hann skemmti sér alveg konunglega.... gutti þurfti að fara mjög margar ferðir í rennibrautina, hahaha :)

váá, viktor er bara alveg eins og egill á myndinni þar sem þeir eru að busla bræðurnir ;)

Kveðja Magga
Sara sagði…
Já vá, Fannar er alveg óstöðvandi og þreytist seint í rennibrautunum. En hva... lögregluþjónninn hefur nú haft gott þrek í það... heheh ;)
Nafnlaus sagði…
haha, lögregluþjóninn skemmti sér konunglega ;) viðurkenndi einnig að það var alveg jafn skemmtilegt að fara í rennibrautina núna og þegar hann var lítill gutti, hehe ;)

kveðja Magga

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)