Hlakka mikið til að fara á morgun. Það er búið að fara vel um Fannar á Íslandi en maður er nú farinn að sakna hans doldið mikið. Nú þarf ég að draga fram flíspeysuna og síðbuxurnar ;) sem eru vel falin ofaní skúffu. Ég geri ráð fyrir að vera mest í bústaðnum hjá mömmu og pabba í Þrastarskógi. Fólk er velkomið að koma þangað og heimsækja mig :)
Við erum aðeins búin að skoða húsbíla til að leigja í sumar. Sumarfríið hans Helga skiptist í tvennt.... þrjár vikur núna og þrjár vikur í ágúst. Við erum ekki alveg búin að ákveða í hvoru fríinu við förum. Skiptir í raun ekki svo miklu máli en það eru þó fleiri bílar á lausu í ágúst.
Hér eru svo að lokum nokkrar myndir af sumrinu hjá okkur hér í Svíþjóð. Sjáumst á Íslandi.
Á Skansen á 17. júní. Viktor átti að fara að sofa en eins og sjá má var hann ekki á því sjálfur... og reynir að gægjast út um teppið :)
Við erum aðeins búin að skoða húsbíla til að leigja í sumar. Sumarfríið hans Helga skiptist í tvennt.... þrjár vikur núna og þrjár vikur í ágúst. Við erum ekki alveg búin að ákveða í hvoru fríinu við förum. Skiptir í raun ekki svo miklu máli en það eru þó fleiri bílar á lausu í ágúst.
Hér eru svo að lokum nokkrar myndir af sumrinu hjá okkur hér í Svíþjóð. Sjáumst á Íslandi.

Ummæli
g
Ég neitaði nú að pakka regngallanum... ætla bara að vera inni ef... ég meina ÞEGAR það rignir ;)