Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2006
Sumarfríið búið í bili.... Helgi byrjaði að vinna á sunnudaginn síðasta. Í síðustu frívikunni hittum við Mårten og Maju og litlu tvíburana þeirra. Þau komu og fengu kaffi og vöfflur hjá okkur og svo grilluðum við saman um kvöldið. Mjög notalegt. Þetta var á þriðjudeginum. Á fimmtudeginum fórum við síðan öll saman til Trosa - lítill bær ca. 60 km. sunnan við Stokkhólm. Röltum um bæinn, fórum á kaffihús og fengum okkur svo hádegismat saman.... og svo aftur á kaffihús :) Svona eiga frí að vera. Sumarveðrið er alltaf jafn gott. Ekki gott fyrir bændur þó. Það hefur rignt svo lítið að uppskera er að þorna upp og beljurnar fá lítið gott að bíta. Ég kvarta nú samt ekki.... og vökva bara þennan litla grasblett sem við höfum með glöðu geði :) Maja, Mårten og Hedda litla í mat hjá okkur.... gott veður eins og vanalega þannig að við borðuðum auðvitað úti :) Allur hópurinn í göngutúr um Trosa Feðgarnir að skoða bátana í Trosa Viktor (sem tekur ekki snuddu sjálfur!) fannst mjög gaman að ta...
Enn sem komið er hefur sumarfríið verið æðislegt. Það er svo hrikalega heitt hjá okkur að maður nennir varla að gera neitt. Við erum nú samt búin að gera eitthvað smá. Í gær tókum við ferju út í skerjagarðinn. Eyjan sem við fórum á heitir Sandhamn og er alveg æðislegur staður. Það er lítill bær á þessari eyju með æðislega flottum litlum húsum... mér leið eins og ég væri stödd í Astrid Lindgrens sögu :) Þar er einnig lítil baðströnd og auðvitað skelltum við okkur aðeins á hana.... enda alltaf mikil þörf á kælingu. Helgi fer aftur að vinna eftir rúma viku og ætlum við að nýta tímann þangað til og gera eitthvað meira skemmtilegt hér á Stokkhólmssvæðinu. Í dag fórum við að skoða húsbíl sem við erum búin að taka á leigu. Eftir að hafa skoðað bílinn er ég bara orðin mjög spennt. Við ætlum að fara í viku 33..... já ég veit..... mjööög sænskt :) Það er sem sagt 12. - 19. ágúst. Búin að lofa Fannari að við munum heimsækja Legoland og stöndum við auðvitað við það :) Helgi er á Depech...