Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2006
Viktor að príla.... doldið hættulegt þannig að ég er viðbúin að grípa hann :) Húsbíllinn.... kvöldið áður en við lögðum af stað Í ferjunni milli Varberg og Grenaa Viktor að leggja á borð í húsbílnum... komin til Billund Fannar að skoða kort af Legolandi.... hann er að ákveða í hvaða tæki hann ætlar að fara í Bræðurnir saman í bílnum Komin heim úr ferðalaginu. Viktor sýnir farartækjum jafn mikinn áhuga og bróðir sinn. Segir bíbí (= bíll, mótorhjól, flugvél o.s.frv.) nokkrum sinnum á dag :) Fannar mjög upptekin við að taka upp afmælispakka. Við náðum því miður ekki að taka margar myndir í afmælisveislunni því myndavélin bilaði.... og er enn biluð! Ég ætla að setja inn fleiri myndir úr ferðalaginu okkar á myndasíðuna.... svona þegar ég nenni ;)

margt gerst síðan síðast

Enda ansi langt síðan síðast ;) Við erum búin að fara í húsbílaferðalag til Danmerkur. Heimsóttum þar Billund og Legoland. Þetta var skemmtilegt ferðalag... reyndar mjög mikill akstur þannig að ef við gerum þetta aftur tökum við tvær vikur í ferðalagið. Hápunktur ferðarinnar var auðvitað Legoland og var Fannar mest spenntur af okkur öllum. Hann hljóp á milli stærstu rússíbanana á meðan Viktor var sáttur við að vera bara á dubloleiksvæðinu :) Á heimleiðinni fengum við kaffi og íslenska snúða hjá Arnari Thor í Odense (já... danskt bakarí sem bakar ekta íslenska snúða!). Við gistum alls sex nætur í bílnum á fjórum mismunandi stöðum. Það væri gaman að fara aftur í svona ferðalag en gefa sér lengri tíma og stoppa lengur á hverjum stað..... sértaklega þegar maður er með lítinn grísling eins og Viktor með í för. Fannar byrjaði í nýja skólanum á mánudaginn. Hann er svaka ánægður. Búinn að kynnast nýjum vinum (sem hann man ekki enn hvað heita hehe) og hlakkar alltaf til næsta skóladag...

ef einhver skildi enn kíkja á síðuna.......

Ég hef verið löt við bloggið undanfarna daga..... eða vikurnar :) Og nenni ég heldur ekki að blogga núna. Ætla svona bara rétt að setja inn örfáar myndir. Á döfinni hjá okkur er húsbílaferðalag en við leggjum í'ann um næstu helgi. Fannar stóri á svo 7 ára afmæli á föstudaginn og reynum við að gera eitthvað skemmtilegt þann daginn. Helgi er auðvitað að vinna. Hann fær nú samt afmælisköku og pakka en afmælisveislan verður að bíða þangað til við komum heim úr ferðalaginu. Fannar og Helgi fóru í bátsferð með Sigurði Yngva og börnum. Krakkarnir fengu að láta draga sig á tuðru. Hér er Fannar kominn á tuðruna. Svaka gaman hjá honum :) Vikor er orðinn svo mikill prílari. Klifrar upp á alla stóla, borð, kassa og hvað eina sem honum dettur í hug. Viktor sæti að kæla sig í Bandhagen. Hann er nú ekki sami vatnskallinn eins og bróðir sinn og fer mjög varlega í sakirnar. Viktor og ég að snæða hádegismat á leikvelli í Bandhagen. Hann hafði mestan áhuga á að klifra upp á borð :) Fannar...