Enda ansi langt síðan síðast ;) Við erum búin að fara í húsbílaferðalag til Danmerkur. Heimsóttum þar Billund og Legoland. Þetta var skemmtilegt ferðalag... reyndar mjög mikill akstur þannig að ef við gerum þetta aftur tökum við tvær vikur í ferðalagið. Hápunktur ferðarinnar var auðvitað Legoland og var Fannar mest spenntur af okkur öllum. Hann hljóp á milli stærstu rússíbanana á meðan Viktor var sáttur við að vera bara á dubloleiksvæðinu :) Á heimleiðinni fengum við kaffi og íslenska snúða hjá Arnari Thor í Odense (já... danskt bakarí sem bakar ekta íslenska snúða!). Við gistum alls sex nætur í bílnum á fjórum mismunandi stöðum. Það væri gaman að fara aftur í svona ferðalag en gefa sér lengri tíma og stoppa lengur á hverjum stað..... sértaklega þegar maður er með lítinn grísling eins og Viktor með í för.
Fannar byrjaði í nýja skólanum á mánudaginn. Hann er svaka ánægður. Búinn að kynnast nýjum vinum (sem hann man ekki enn hvað heita hehe) og hlakkar alltaf til næsta skóladags. Hann ætlar að halda afmælisveislu næsta sunnudag og er ég að koma mér í bakstursgírinn þessa stundina. Að venju verður þetta íslenskt afmæli með íslenkum börnum og foreldrum þeirra. Það verður gaman að hitta alla vinina aftur eftir sumarfrí.
Viktor er búinn að fá pláss á leikskóla. Reyndar erum við búin að fá pláss á tveimur. Við þurfum því að fara að velja. Annar leikskólinn er rekinn af kommúnunni og er nokkuð langt frá okkur. Þar fær Viktor bara 15 klst. á viku þar sem ég er heimavið. Hinn leikskólinn er miklu nær okkur og nálægt skólanum hans Fannars. Og einn stór plús er að Viktor fær fulla vistun þar. Þetta er aftur á móti svokallaður "föräldracooperativ" leikskóli sem þýðir að foreldrarnir sjá um rekstur leikskólans. Það fylgir því smá aukavinna að taka því plássi. Ég hugsa samt að ef okkur líst vel á hann að þá tökum við því plássi frekar.
Well well, það er verið að kalla á mig í kaffi. Bless í bili.
Fannar byrjaði í nýja skólanum á mánudaginn. Hann er svaka ánægður. Búinn að kynnast nýjum vinum (sem hann man ekki enn hvað heita hehe) og hlakkar alltaf til næsta skóladags. Hann ætlar að halda afmælisveislu næsta sunnudag og er ég að koma mér í bakstursgírinn þessa stundina. Að venju verður þetta íslenskt afmæli með íslenkum börnum og foreldrum þeirra. Það verður gaman að hitta alla vinina aftur eftir sumarfrí.
Viktor er búinn að fá pláss á leikskóla. Reyndar erum við búin að fá pláss á tveimur. Við þurfum því að fara að velja. Annar leikskólinn er rekinn af kommúnunni og er nokkuð langt frá okkur. Þar fær Viktor bara 15 klst. á viku þar sem ég er heimavið. Hinn leikskólinn er miklu nær okkur og nálægt skólanum hans Fannars. Og einn stór plús er að Viktor fær fulla vistun þar. Þetta er aftur á móti svokallaður "föräldracooperativ" leikskóli sem þýðir að foreldrarnir sjá um rekstur leikskólans. Það fylgir því smá aukavinna að taka því plássi. Ég hugsa samt að ef okkur líst vel á hann að þá tökum við því plássi frekar.
Well well, það er verið að kalla á mig í kaffi. Bless í bili.
Ummæli
Gott að Fannar er spenntur í nýja skólanum - hann er líka svo skemmtilegur að hann á eftir að eignast fullt af vinum.
Við förum út eftir viku og ég veit ekki hvað á eftir að geta beðið lengi með að keyra til ykkar...
Knús, knús,
litla systir.