Fara í aðalinnihald

margt gerst síðan síðast

Enda ansi langt síðan síðast ;) Við erum búin að fara í húsbílaferðalag til Danmerkur. Heimsóttum þar Billund og Legoland. Þetta var skemmtilegt ferðalag... reyndar mjög mikill akstur þannig að ef við gerum þetta aftur tökum við tvær vikur í ferðalagið. Hápunktur ferðarinnar var auðvitað Legoland og var Fannar mest spenntur af okkur öllum. Hann hljóp á milli stærstu rússíbanana á meðan Viktor var sáttur við að vera bara á dubloleiksvæðinu :) Á heimleiðinni fengum við kaffi og íslenska snúða hjá Arnari Thor í Odense (já... danskt bakarí sem bakar ekta íslenska snúða!). Við gistum alls sex nætur í bílnum á fjórum mismunandi stöðum. Það væri gaman að fara aftur í svona ferðalag en gefa sér lengri tíma og stoppa lengur á hverjum stað..... sértaklega þegar maður er með lítinn grísling eins og Viktor með í för.

Fannar byrjaði í nýja skólanum á mánudaginn. Hann er svaka ánægður. Búinn að kynnast nýjum vinum (sem hann man ekki enn hvað heita hehe) og hlakkar alltaf til næsta skóladags. Hann ætlar að halda afmælisveislu næsta sunnudag og er ég að koma mér í bakstursgírinn þessa stundina. Að venju verður þetta íslenskt afmæli með íslenkum börnum og foreldrum þeirra. Það verður gaman að hitta alla vinina aftur eftir sumarfrí.

Viktor er búinn að fá pláss á leikskóla. Reyndar erum við búin að fá pláss á tveimur. Við þurfum því að fara að velja. Annar leikskólinn er rekinn af kommúnunni og er nokkuð langt frá okkur. Þar fær Viktor bara 15 klst. á viku þar sem ég er heimavið. Hinn leikskólinn er miklu nær okkur og nálægt skólanum hans Fannars. Og einn stór plús er að Viktor fær fulla vistun þar. Þetta er aftur á móti svokallaður "föräldracooperativ" leikskóli sem þýðir að foreldrarnir sjá um rekstur leikskólans. Það fylgir því smá aukavinna að taka því plássi. Ég hugsa samt að ef okkur líst vel á hann að þá tökum við því plássi frekar.

Well well, það er verið að kalla á mig í kaffi. Bless í bili.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Til hamingju með leikskólaplássið! Það verður fínt fyrir þig, með þessa stóru bumbu, að fá meiri tíma fyrir sjálfa þig áður en bumbubúinn kemur :) Og tala nú ekki um þegar hann er mættur!!!

Gott að Fannar er spenntur í nýja skólanum - hann er líka svo skemmtilegur að hann á eftir að eignast fullt af vinum.

Við förum út eftir viku og ég veit ekki hvað á eftir að geta beðið lengi með að keyra til ykkar...

Knús, knús,
litla systir.
Sara sagði…
Já veriði ekkert að bíða neitt of lengi ;) Ég treysti því að ég fái að hitta ykkur sem allra fyrst!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!