Fara í aðalinnihald

margt gerst síðan síðast

Enda ansi langt síðan síðast ;) Við erum búin að fara í húsbílaferðalag til Danmerkur. Heimsóttum þar Billund og Legoland. Þetta var skemmtilegt ferðalag... reyndar mjög mikill akstur þannig að ef við gerum þetta aftur tökum við tvær vikur í ferðalagið. Hápunktur ferðarinnar var auðvitað Legoland og var Fannar mest spenntur af okkur öllum. Hann hljóp á milli stærstu rússíbanana á meðan Viktor var sáttur við að vera bara á dubloleiksvæðinu :) Á heimleiðinni fengum við kaffi og íslenska snúða hjá Arnari Thor í Odense (já... danskt bakarí sem bakar ekta íslenska snúða!). Við gistum alls sex nætur í bílnum á fjórum mismunandi stöðum. Það væri gaman að fara aftur í svona ferðalag en gefa sér lengri tíma og stoppa lengur á hverjum stað..... sértaklega þegar maður er með lítinn grísling eins og Viktor með í för.

Fannar byrjaði í nýja skólanum á mánudaginn. Hann er svaka ánægður. Búinn að kynnast nýjum vinum (sem hann man ekki enn hvað heita hehe) og hlakkar alltaf til næsta skóladags. Hann ætlar að halda afmælisveislu næsta sunnudag og er ég að koma mér í bakstursgírinn þessa stundina. Að venju verður þetta íslenskt afmæli með íslenkum börnum og foreldrum þeirra. Það verður gaman að hitta alla vinina aftur eftir sumarfrí.

Viktor er búinn að fá pláss á leikskóla. Reyndar erum við búin að fá pláss á tveimur. Við þurfum því að fara að velja. Annar leikskólinn er rekinn af kommúnunni og er nokkuð langt frá okkur. Þar fær Viktor bara 15 klst. á viku þar sem ég er heimavið. Hinn leikskólinn er miklu nær okkur og nálægt skólanum hans Fannars. Og einn stór plús er að Viktor fær fulla vistun þar. Þetta er aftur á móti svokallaður "föräldracooperativ" leikskóli sem þýðir að foreldrarnir sjá um rekstur leikskólans. Það fylgir því smá aukavinna að taka því plássi. Ég hugsa samt að ef okkur líst vel á hann að þá tökum við því plássi frekar.

Well well, það er verið að kalla á mig í kaffi. Bless í bili.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Til hamingju með leikskólaplássið! Það verður fínt fyrir þig, með þessa stóru bumbu, að fá meiri tíma fyrir sjálfa þig áður en bumbubúinn kemur :) Og tala nú ekki um þegar hann er mættur!!!

Gott að Fannar er spenntur í nýja skólanum - hann er líka svo skemmtilegur að hann á eftir að eignast fullt af vinum.

Við förum út eftir viku og ég veit ekki hvað á eftir að geta beðið lengi með að keyra til ykkar...

Knús, knús,
litla systir.
Sara sagði…
Já veriði ekkert að bíða neitt of lengi ;) Ég treysti því að ég fái að hitta ykkur sem allra fyrst!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)