Ég hef verið löt við bloggið undanfarna daga..... eða vikurnar :) Og nenni ég heldur ekki að blogga núna. Ætla svona bara rétt að setja inn örfáar myndir. Á döfinni hjá okkur er húsbílaferðalag en við leggjum í'ann um næstu helgi. Fannar stóri á svo 7 ára afmæli á föstudaginn og reynum við að gera eitthvað skemmtilegt þann daginn. Helgi er auðvitað að vinna. Hann fær nú samt afmælisköku og pakka en afmælisveislan verður að bíða þangað til við komum heim úr ferðalaginu.
Fannar og Helgi fóru í bátsferð með Sigurði Yngva og börnum. Krakkarnir fengu að láta draga sig á tuðru.
Vikor er orðinn svo mikill prílari. Klifrar upp á alla stóla, borð, kassa og hvað eina sem honum dettur í hug.
Viktor sæti að kæla sig í Bandhagen. Hann er nú ekki sami vatnskallinn eins og bróðir sinn og fer mjög varlega í sakirnar.
Viktor og ég að snæða hádegismat á leikvelli í Bandhagen. Hann hafði mestan áhuga á að klifra upp á borð :)
Fannar að klifra. Hann er í nýjum Henson galla sem Erna amma og Hjörtur afi gáfu honum. Hann er svo ánægður með gallann að hann er til í að vera í honum í 30 stiga hita..... geri aðrir betur.
Viktor litli með plástur á enninu. Hann fékk gat á hausinn eftir að hafa dottið á malbikinu hérna fyrir utan. Þetta kostaði ferð út á heilsugæslustöð en sem betur fer þurfti ekki að sauma. Hann fékk 1/2 cm. langan skurð sem nóg var að klemma saman með steri-strip. Ég var mest fegin að hann rak ekki nefið og tennurnar í götuna líka.






Ummæli
kv Munda og co
kv. Hjördís & Jónas
Arnar Thor