Fara í aðalinnihald

ef einhver skildi enn kíkja á síðuna.......

Ég hef verið löt við bloggið undanfarna daga..... eða vikurnar :) Og nenni ég heldur ekki að blogga núna. Ætla svona bara rétt að setja inn örfáar myndir. Á döfinni hjá okkur er húsbílaferðalag en við leggjum í'ann um næstu helgi. Fannar stóri á svo 7 ára afmæli á föstudaginn og reynum við að gera eitthvað skemmtilegt þann daginn. Helgi er auðvitað að vinna. Hann fær nú samt afmælisköku og pakka en afmælisveislan verður að bíða þangað til við komum heim úr ferðalaginu.

Fannar og Helgi fóru í bátsferð með Sigurði Yngva og börnum. Krakkarnir fengu að láta draga sig á tuðru.


Hér er Fannar kominn á tuðruna. Svaka gaman hjá honum :)


Vikor er orðinn svo mikill prílari. Klifrar upp á alla stóla, borð, kassa og hvað eina sem honum dettur í hug.


Viktor sæti að kæla sig í Bandhagen. Hann er nú ekki sami vatnskallinn eins og bróðir sinn og fer mjög varlega í sakirnar.


Viktor og ég að snæða hádegismat á leikvelli í Bandhagen. Hann hafði mestan áhuga á að klifra upp á borð :)


Fannar að klifra. Hann er í nýjum Henson galla sem Erna amma og Hjörtur afi gáfu honum. Hann er svo ánægður með gallann að hann er til í að vera í honum í 30 stiga hita..... geri aðrir betur.


Viktor litli með plástur á enninu. Hann fékk gat á hausinn eftir að hafa dottið á malbikinu hérna fyrir utan. Þetta kostaði ferð út á heilsugæslustöð en sem betur fer þurfti ekki að sauma. Hann fékk 1/2 cm. langan skurð sem nóg var að klemma saman með steri-strip. Ég var mest fegin að hann rak ekki nefið og tennurnar í götuna líka.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þeir eru flottir strákarnir! Biðjum ofsalega vel að heilsa úr rigningunni, Gutti og Magga.
Nafnlaus sagði…
Til hamingju með stóra strákinn ykkar. Styttist í fermingu ;-)
kv Munda og co
Nafnlaus sagði…
Til hamingju með strákinn! :-)

kv. Hjördís & Jónas
Arnar Thor sagði…
Kíki reglulega Sara mín og til lukku með piltinn...kv.

Arnar Thor

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)