Fara í aðalinnihald
Eins og þið flest líklega vitið er litla prinsessan fædd.... lítil snúlla sem hefur fengið nafnið Sandra Ósk. Hún ákvað að drífa sig í heiminn aðfaranótt 3. október. Hún var að flýta sér svo mikið að ljósmóðirin sem tók á móti henni náði ekki einu sinni að skrá mig inn á fæðingardeildina áður en hún fæddist. Þessar ljósmæður verða alltaf jafn hissa hversu fljót þessi börn mín eru að koma í heiminn.....

Fannar er rosalega stoltur af systur sinni. Nefnir nokkrum sinnum á dag hversu lítil og sæt honum finnst hún. Viktor aftur á móti hefur verið í smá baráttu um athygli en virðist þó vera farinn að sætta sig við hlutina núna. Hann er samt voða góður við hana og vill endalaust knúsa og kyssa hana.

Allt gengur vel að öðru leyti. Sandra drekkur vel og sefur mikið.... alveg eins og það á að vera þegar maður er svona pínulítill. Hún er rosalega vær og góð.... algjör snúlla :)

Fyrsta baðið - 6 daga gömul

Ummæli

Nafnlaus sagði…
mikið ofsalega er hún sæt ;) og mjög fallegt nafn og svona sæta stelpu ;)

til lukku með skvísuna :*

núna fer manni að langa að koma aftur til ykkar í heimsókn ;)

kveðja magga og gutti
Guðlaug sagði…
Krúsimýslurnar mínar! Ohhh, hvað ég hlakka til að hitta litlu hálfnöfnuna mína - ekki seinna vænna ;o)

Sjáumst í næstu viku!!!

Love u :o*
Sara sagði…
Takk Magga :) Þið verðið bara að fara að drífa ykkur aftur í heimsókn. Þið komið bara og verslið jólagjafirnar í leiðinni.... alveg tilvalið :)
Nafnlaus sagði…
össs það væri nú ekki leiðinlegt en því miður ekki hægt :(
ég byrja í prófunum 9 des og síðasta prófið mitt er 21 des :/

en við komum alveg pottþétt eftir áramót á kíkja á stóru fjölskylduna ;)

kveðja magga
Nafnlaus sagði…
Hún er æðisleg :) og svei mér þá ef ekki glittir í ættarsvipinn á baðmyndinni. Þú ert greinilega fæddi í þetta hlutverk Sara; fer þér bæði vel að vera með kúluna og svo er ekkert mál fyrir þig að koma börnunum í heiminn :). Stolt af þér.
Kv.
Guðrún
Gróa sagði…
Elsku STÓRA fjölskylda.
Gaman að sjá myndirnar og tek undir að fallegt er nafnið á fallega stúlku.
Gangi ykkur allt í haginn elskurnar mínar.

Kveðja frá STÓRFJÖLSKYLDUNNI á Flókó.
Nafnlaus sagði…
Hæhæ
Væri alveg til í blogg og nýjar myndir af myndarlegu gullmolunum!!
kv Munda, sem á ekkert blogg og því ekki hægt að ýta á mig með það hehe.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)