Eins og þið flest líklega vitið er litla prinsessan fædd.... lítil snúlla sem hefur fengið nafnið Sandra Ósk. Hún ákvað að drífa sig í heiminn aðfaranótt 3. október. Hún var að flýta sér svo mikið að ljósmóðirin sem tók á móti henni náði ekki einu sinni að skrá mig inn á fæðingardeildina áður en hún fæddist. Þessar ljósmæður verða alltaf jafn hissa hversu fljót þessi börn mín eru að koma í heiminn.....Fannar er rosalega stoltur af systur sinni. Nefnir nokkrum sinnum á dag hversu lítil og sæt honum finnst hún. Viktor aftur á móti hefur verið í smá baráttu um athygli en virðist þó vera farinn að sætta sig við hlutina núna. Hann er samt voða góður við hana og vill endalaust knúsa og kyssa hana.
Allt gengur vel að öðru leyti. Sandra drekkur vel og sefur mikið.... alveg eins og það á að vera þegar maður er svona pínulítill. Hún er rosalega vær og góð.... algjör snúlla :)

Ummæli
til lukku með skvísuna :*
núna fer manni að langa að koma aftur til ykkar í heimsókn ;)
kveðja magga og gutti
Sjáumst í næstu viku!!!
Love u :o*
ég byrja í prófunum 9 des og síðasta prófið mitt er 21 des :/
en við komum alveg pottþétt eftir áramót á kíkja á stóru fjölskylduna ;)
kveðja magga
Kv.
Guðrún
Gaman að sjá myndirnar og tek undir að fallegt er nafnið á fallega stúlku.
Gangi ykkur allt í haginn elskurnar mínar.
Kveðja frá STÓRFJÖLSKYLDUNNI á Flókó.
Væri alveg til í blogg og nýjar myndir af myndarlegu gullmolunum!!
kv Munda, sem á ekkert blogg og því ekki hægt að ýta á mig með það hehe.