Hef verið ansi löt við bloggið. Ég er komin í smá tölvuvinnu (sem er reyndar alveg að verða búin) og fer því að pikka það inn þegar ég sest við tölvuna. En jæja..... allt gengur vel. Guðlaug og Svenni eru búin að heimsækja okkur og í dag kvöddum við Ernu tengdamömmu og Björn, afa Helga.
Viktor er kátur á leikskólanum og sömuleiðis Fannar í skólanum sínum. Sandra hefur þyngst um 1 kg. og lengst um 4 cm. Hún dafnar því vel. Best að enda þetta með nokkrum myndum af fjölskyldunni.
Viktor er kátur á leikskólanum og sömuleiðis Fannar í skólanum sínum. Sandra hefur þyngst um 1 kg. og lengst um 4 cm. Hún dafnar því vel. Best að enda þetta með nokkrum myndum af fjölskyldunni.
Ummæli
Gutti
Myndarbörn og, ja ágætir foreldrar ;-)
Hér er sko engin snjór ennþá.... Hreiðar og Steinunn voru samt viss um að hann myndi mæta á 1. vetrardag. Allt tekið frekar bókstaflega.
kv Munda og co