Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2006

hér koma myndirnar :)

Viktor litli jólasveinn :) Fannar að baka piparkökur ..... og svo að skreyta þær Sandra Ósk verður líka að fá að vera með :)

jólin koma bráðum :)

Sit í eldhúsinu og sötra jólaglögg umkringd brakandi heitum smákökum. Við erum búin að vera að baka í allan dag... orðin vel þreytt í fótunum ;) Skelltum í tvær tegundir, þvílík vinna!! Um síðustu helgi bökuðum við Fannar piparkökur og skreyttum.... mjög gaman. Samt kom jólaskapið ekki fyrr en í dag. Við kveiktum á rás 2 í tölvunni og heyrðum fyrstu jólalögin og þá bara small það... jólin koma eftir tvær vikur jibííí. Hef ekki hlakkað svona mikið til jólanna lengi. Mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma... er þvílíkt spennt :) Búið að vera ansi strembinn tími að undanförnu. Viktor litli er búinn að vera svo mikið veikur. Frá því ég skrifaði síðast er hann búinn að fá niðurgang (hef aldrei á ævinni skipt á svona mörgun kúkableium á einum sólarhring) og eyrnabólgu. Hann er núna nýbúinn með vikuskammt af sýklalyfjum. Ég vona að þetta fari nú að taka enda. Sandra nældi sér líka í annað kvef fyrir viku síðan. Ég fór þá með hana í reglulegt eftirlit til læknis og kom þá í ljós að ...