Fara í aðalinnihald

jólin koma bráðum :)

Sit í eldhúsinu og sötra jólaglögg umkringd brakandi heitum smákökum. Við erum búin að vera að baka í allan dag... orðin vel þreytt í fótunum ;) Skelltum í tvær tegundir, þvílík vinna!! Um síðustu helgi bökuðum við Fannar piparkökur og skreyttum.... mjög gaman. Samt kom jólaskapið ekki fyrr en í dag. Við kveiktum á rás 2 í tölvunni og heyrðum fyrstu jólalögin og þá bara small það... jólin koma eftir tvær vikur jibííí. Hef ekki hlakkað svona mikið til jólanna lengi. Mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma... er þvílíkt spennt :)

Búið að vera ansi strembinn tími að undanförnu. Viktor litli er búinn að vera svo mikið veikur. Frá því ég skrifaði síðast er hann búinn að fá niðurgang (hef aldrei á ævinni skipt á svona mörgun kúkableium á einum sólarhring) og eyrnabólgu. Hann er núna nýbúinn með vikuskammt af sýklalyfjum. Ég vona að þetta fari nú að taka enda. Sandra nældi sér líka í annað kvef fyrir viku síðan. Ég fór þá með hana í reglulegt eftirlit til læknis og kom þá í ljós að hljóðhimnan í báðum eyrum var inndregin. Helgi er svo búinn að fylgjast með henni og sem betur fer virðist hún ekki ætla að fá eyrnabólgu.

Það verður nóg að gera í skólanum/leikskólanum hjá strákunum í vikunni. Það er Lucia á miðvikudaginn og verður því luciuhátið hjá þeim báðum. Á þriðjudaginn hjá Fannari og á miðvikudaginn hjá Viktori. Þeir ætla báðir að vera jólasveinar :) Á morgun er svo jólaskemmtun á leikskólanum hans Viktors og boðið verður upp á glögg og piparkökur.

Af mér er það að frétta að ég gerði heiðarlega tilraun til að fara út á lífið um helgina. Sandra er núna vön að fara að sofa klukkan tíu á kvöldin og sefur hún yfirleitt alla nóttina. Á föstudagskvöldið ætlaði ég því að hitta stelpurnar niðri í bæ eftir tíu. Það fór ekki betur en svo að Helgi hringdi í mig um hálf eitt. Þá var Sandra enn vakandi og orðin svöng (hún hefur fundið á sér að ég var að fara eitthvað!). NB. hún hefur hvorki viljað taka pela né snuddu. Þetta endaði með því að ég varð að fara heim fyrr en ég ætlaði. Helgi náði að staupa ofaní hana smá brjóstamjólk. Hún var því sofnuð þegar ég kom heim... en þegar ég vakti hana var hún alveg til í að fá sér sopa. Mikið rosalega er maður eitthvað ómissandi þessa dagana!

Ætlaði að enda þetta með nokkrum myndum en bloggerinn er eitthvað leiðinlegur núna. Kveð því í bili og set inn myndir seinna.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Æðislega langt og skemmtilegt blogg! Vona að veikindin séu liðin hjá... það verða allavega allir að vera hressir eftir tæpar 2 vikur!!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!