Fara í aðalinnihald

jólin koma bráðum :)

Sit í eldhúsinu og sötra jólaglögg umkringd brakandi heitum smákökum. Við erum búin að vera að baka í allan dag... orðin vel þreytt í fótunum ;) Skelltum í tvær tegundir, þvílík vinna!! Um síðustu helgi bökuðum við Fannar piparkökur og skreyttum.... mjög gaman. Samt kom jólaskapið ekki fyrr en í dag. Við kveiktum á rás 2 í tölvunni og heyrðum fyrstu jólalögin og þá bara small það... jólin koma eftir tvær vikur jibííí. Hef ekki hlakkað svona mikið til jólanna lengi. Mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma... er þvílíkt spennt :)

Búið að vera ansi strembinn tími að undanförnu. Viktor litli er búinn að vera svo mikið veikur. Frá því ég skrifaði síðast er hann búinn að fá niðurgang (hef aldrei á ævinni skipt á svona mörgun kúkableium á einum sólarhring) og eyrnabólgu. Hann er núna nýbúinn með vikuskammt af sýklalyfjum. Ég vona að þetta fari nú að taka enda. Sandra nældi sér líka í annað kvef fyrir viku síðan. Ég fór þá með hana í reglulegt eftirlit til læknis og kom þá í ljós að hljóðhimnan í báðum eyrum var inndregin. Helgi er svo búinn að fylgjast með henni og sem betur fer virðist hún ekki ætla að fá eyrnabólgu.

Það verður nóg að gera í skólanum/leikskólanum hjá strákunum í vikunni. Það er Lucia á miðvikudaginn og verður því luciuhátið hjá þeim báðum. Á þriðjudaginn hjá Fannari og á miðvikudaginn hjá Viktori. Þeir ætla báðir að vera jólasveinar :) Á morgun er svo jólaskemmtun á leikskólanum hans Viktors og boðið verður upp á glögg og piparkökur.

Af mér er það að frétta að ég gerði heiðarlega tilraun til að fara út á lífið um helgina. Sandra er núna vön að fara að sofa klukkan tíu á kvöldin og sefur hún yfirleitt alla nóttina. Á föstudagskvöldið ætlaði ég því að hitta stelpurnar niðri í bæ eftir tíu. Það fór ekki betur en svo að Helgi hringdi í mig um hálf eitt. Þá var Sandra enn vakandi og orðin svöng (hún hefur fundið á sér að ég var að fara eitthvað!). NB. hún hefur hvorki viljað taka pela né snuddu. Þetta endaði með því að ég varð að fara heim fyrr en ég ætlaði. Helgi náði að staupa ofaní hana smá brjóstamjólk. Hún var því sofnuð þegar ég kom heim... en þegar ég vakti hana var hún alveg til í að fá sér sopa. Mikið rosalega er maður eitthvað ómissandi þessa dagana!

Ætlaði að enda þetta með nokkrum myndum en bloggerinn er eitthvað leiðinlegur núna. Kveð því í bili og set inn myndir seinna.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Æðislega langt og skemmtilegt blogg! Vona að veikindin séu liðin hjá... það verða allavega allir að vera hressir eftir tæpar 2 vikur!!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)