Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2007

30 ára!!

Jamm og já.... í dag á ég afmæli. Hvorki meira né minna en 30 ára (úff!). Mér finnst þetta með skrítnari afmælum.... orðin eitthvað svo gömul! Svo getur maður ekki einu sinni haldið ærlegt partý í tilefni dagsins, þar sem maður er á kafi í börnum og uppeldi hehe ;) Búin að fá fullt af kveðjum í dag... takk kærlega allir saman. Í dag get ég varla gengið. Það er þó ekki sökum aldurs heldur vegna þess að ég fór í leikfimi í gær (ekki nema að þessi hái aldur geri það að verkum að líkaminn bregst við eins og hann gerir?). Tröppur er minn versti óvinur og ekki er betra að setjast niður og standa upp. Bæti þetta upp með Pizza Hut í kvöld og kóki (er alveg hætt að drekka gos nema við sérstök tilefni ;) Ætli maður reyni svo ekki við nýja æfingu á morgun ef ég kemst fram úr rúminu í fyrramálið (þá orðin 30 ára + 1 dagur!)

myndasyrpa

Well, nú finnst mér kominn tími til að setja inn nokkrar myndir af börnunum :) Það er ekkert nýtt að frétta af okkur fjölskyldunni svo þið fáið bara myndir. Njótið vel. Sandra Ósk í fangi móður sinnar á gamlárskvöld (í nýja kjólnum frá langömmu og langafa). Viktor Snær að borða ís á gamlárskvöld Systkinin öll saman Viktor Snær að kubba. Hann er mjög duglegur að dunda sér EF maður nennir að sitja hjá honum ;) Sandra Ósk orðin ansi dugleg að lyfta höfðinu :) Viktor Snær vill alltaf fá að vera með Söndru Hér er t.d. gott dæmi um það. Hann vill líka vera litla barnið (sem hann auðvitað er líka.... bara ekki svooona lítill :)

Gleðilegt nýtt ár

Jiii hvað maður er eitthvað lélegur við þetta!! GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG GOTT NÝTT ÁR :) Við erum búin að hafa það rosa gott. Æðislegt að fá mömmu, pabba, Guðlaugu og Svenna í heimsókn.... og auðvitað mjööög tómlegt þegar þau fóru öll 30. des. Áramótin eyddum við með vinum okkar hér í Stokkhólmi. Mjög flott partý í Älvsjö. Tveir risa kalkúnar, forréttur og eftirréttur.... allt saman hrikalega flott og gott, mikill glamúr yfir öllu saman. Við gáfumst þó snemma upp og drifum okkur heim með krakkaskarann strax eftir miðnætti. Viktor og Sandra voru þá enn vakandi.... komum heim, háttuðum Viktor og Söndru og lögðumst í sófann og horfðum á hringadrottinssögu með Fannari. Honum fannst það æði og var mjög stoltur yfir því hversu lengi hann fékk að vaka ;) (og svo er nú gott að fá smá "quality time" með mömmu og pabba). Nú er rútínan að byrja aftur. Viktor fór á leikskólann í dag og Fannar fær að fara á fritid á morgun (skólinn byrjar ekki fyrr enn 8. jan. hjá honum). Við eigum e...