Jamm og já.... í dag á ég afmæli. Hvorki meira né minna en 30 ára (úff!). Mér finnst þetta með skrítnari afmælum.... orðin eitthvað svo gömul! Svo getur maður ekki einu sinni haldið ærlegt partý í tilefni dagsins, þar sem maður er á kafi í börnum og uppeldi hehe ;) Búin að fá fullt af kveðjum í dag... takk kærlega allir saman. Í dag get ég varla gengið. Það er þó ekki sökum aldurs heldur vegna þess að ég fór í leikfimi í gær (ekki nema að þessi hái aldur geri það að verkum að líkaminn bregst við eins og hann gerir?). Tröppur er minn versti óvinur og ekki er betra að setjast niður og standa upp. Bæti þetta upp með Pizza Hut í kvöld og kóki (er alveg hætt að drekka gos nema við sérstök tilefni ;) Ætli maður reyni svo ekki við nýja æfingu á morgun ef ég kemst fram úr rúminu í fyrramálið (þá orðin 30 ára + 1 dagur!)