Nú er heimilislífið farið að falla í hefðbundna rútínu. Helgi kominn á fullt í vinnunni, Fannar byrjaði í skólanum á mánudaginn og Viktor fer á leikskólann. Viktor er hættur með bleiu... gekk ótrúlega hratt og vel. Hann hefur verið þurr á morgnana líka en við látum hann samt enn sofa með bleiu til öryggis.
Við fórum í skottúr til Finnlands síðustu helgi. Tókum ferju á föstudagskvöldið, sigldum alla nóttina, eyddum laugardeginum í múmíndalnum og sigldum svo til baka um kvöldið. Vorum komin aftur til Stokkhólms snemma á sunnudagsmorgun. Mjög skemmtileg ferð en líka frekar erfið... við sváfum ekki mikið þessa helgi. Þurftum að vakna klukkan 5 á laugardagsmorgni og 5.30 á sunnudeginum. Notuðum því sunnudaginn til að skiptast á að sofa :) Við fórum í þessa ferð með leikskólanum hans Viktors. Það var ein mamman sem tók það að sér að skipuleggja allt saman..... gott framtak :)
Við Sandra byrjum aftur í ungbarnasundi á morgun. Hlakka mikið til. Litla snúllan er svo dugleg i vatninu og nýtur sín í botn.
Best að enda þetta með smá myndaseríu :)
Við fórum í skottúr til Finnlands síðustu helgi. Tókum ferju á föstudagskvöldið, sigldum alla nóttina, eyddum laugardeginum í múmíndalnum og sigldum svo til baka um kvöldið. Vorum komin aftur til Stokkhólms snemma á sunnudagsmorgun. Mjög skemmtileg ferð en líka frekar erfið... við sváfum ekki mikið þessa helgi. Þurftum að vakna klukkan 5 á laugardagsmorgni og 5.30 á sunnudeginum. Notuðum því sunnudaginn til að skiptast á að sofa :) Við fórum í þessa ferð með leikskólanum hans Viktors. Það var ein mamman sem tók það að sér að skipuleggja allt saman..... gott framtak :)
Við Sandra byrjum aftur í ungbarnasundi á morgun. Hlakka mikið til. Litla snúllan er svo dugleg i vatninu og nýtur sín í botn.
Best að enda þetta með smá myndaseríu :)
Ummæli
Love,
litla sys
Gott að heyra að allt gengur vel.
Bestu kveðjur til allra.
Gróa.
Kíkti við. Gaman að sjá að allir braggist vel.
Bið að heilsa frá Horsens.
kv, Friðrik og family