Vá hvað tíminn flýgur.... sumarið næstum á enda og haustið á næsta leyti. Það þýðir að ég þarf að fara að leyta mér að vinnu fljótlega.... nei ég er nefnilega ekkert byrjuð á því enn!
Sumarfríinu eyddum við bæði hér og á Íslandi. Hrikalega gaman að koma til Íslands en líka mikil vinna með þessi litlu kríli. Því miður náðum við ekki að hitta alla sem við vildum.... tvær vikur nægðu bara ekki til þess :(
Sandra litla er nú orðin 10 mánaða. Það er stutt þangað til að litla skvísan byrjar að labba. Hún er farin að standa án stuðnings og hefur tekið eitt skref milli okkar Helga. Hún er búin að fá leikskólapláss í nóvember, auðvitað á sama leikskóla og Viktor er á.
Það nýjasta að frétta af Viktori er að við erum að reyna að venja hann af bleiu. Það gengur misvel. Gengur rosa vel á leikskólanum þar sem hann pissar alltaf í koppinn og er þurr allan daginn. Heima pissar hann aldrei í koppinn... bara í nærbuxurnar!! Hið furðulegasta mál. Áðan þegar við vorum nýkomin heim af leikskólanum fór hann beint á koppinn en ekkert kom.... 10 mínútum seinna úti á grasbletti pissaði hann í nærbuxurnar!
Fannar er nýorðinn 8 ára (11. ágúst). Stór strákur. Við héldum upp á afmælið hans á afmælisdaginn. Fengum frábært veður, vorum úti á palli allt afmælið og krakkarnir léku sér úti um alla lóð. Nonni (bróðir hans Helga) og Nadja komu í heimsókn á fimmtudaginn og voru líka í afmælinu.
Nú er Sandra orðin akút þreytt og enginn friður lengur til að sitja við tölvuna... kveð því í bili.
Sumarfríinu eyddum við bæði hér og á Íslandi. Hrikalega gaman að koma til Íslands en líka mikil vinna með þessi litlu kríli. Því miður náðum við ekki að hitta alla sem við vildum.... tvær vikur nægðu bara ekki til þess :(
Sandra litla er nú orðin 10 mánaða. Það er stutt þangað til að litla skvísan byrjar að labba. Hún er farin að standa án stuðnings og hefur tekið eitt skref milli okkar Helga. Hún er búin að fá leikskólapláss í nóvember, auðvitað á sama leikskóla og Viktor er á.
Það nýjasta að frétta af Viktori er að við erum að reyna að venja hann af bleiu. Það gengur misvel. Gengur rosa vel á leikskólanum þar sem hann pissar alltaf í koppinn og er þurr allan daginn. Heima pissar hann aldrei í koppinn... bara í nærbuxurnar!! Hið furðulegasta mál. Áðan þegar við vorum nýkomin heim af leikskólanum fór hann beint á koppinn en ekkert kom.... 10 mínútum seinna úti á grasbletti pissaði hann í nærbuxurnar!
Fannar er nýorðinn 8 ára (11. ágúst). Stór strákur. Við héldum upp á afmælið hans á afmælisdaginn. Fengum frábært veður, vorum úti á palli allt afmælið og krakkarnir léku sér úti um alla lóð. Nonni (bróðir hans Helga) og Nadja komu í heimsókn á fimmtudaginn og voru líka í afmælinu.
Nú er Sandra orðin akút þreytt og enginn friður lengur til að sitja við tölvuna... kveð því í bili.
Ummæli
Love,
litla sys