Fara í aðalinnihald
Vá hvað tíminn flýgur.... sumarið næstum á enda og haustið á næsta leyti. Það þýðir að ég þarf að fara að leyta mér að vinnu fljótlega.... nei ég er nefnilega ekkert byrjuð á því enn!
Sumarfríinu eyddum við bæði hér og á Íslandi. Hrikalega gaman að koma til Íslands en líka mikil vinna með þessi litlu kríli. Því miður náðum við ekki að hitta alla sem við vildum.... tvær vikur nægðu bara ekki til þess :(
Sandra litla er nú orðin 10 mánaða. Það er stutt þangað til að litla skvísan byrjar að labba. Hún er farin að standa án stuðnings og hefur tekið eitt skref milli okkar Helga. Hún er búin að fá leikskólapláss í nóvember, auðvitað á sama leikskóla og Viktor er á.
Það nýjasta að frétta af Viktori er að við erum að reyna að venja hann af bleiu. Það gengur misvel. Gengur rosa vel á leikskólanum þar sem hann pissar alltaf í koppinn og er þurr allan daginn. Heima pissar hann aldrei í koppinn... bara í nærbuxurnar!! Hið furðulegasta mál. Áðan þegar við vorum nýkomin heim af leikskólanum fór hann beint á koppinn en ekkert kom.... 10 mínútum seinna úti á grasbletti pissaði hann í nærbuxurnar!
Fannar er nýorðinn 8 ára (11. ágúst). Stór strákur. Við héldum upp á afmælið hans á afmælisdaginn. Fengum frábært veður, vorum úti á palli allt afmælið og krakkarnir léku sér úti um alla lóð. Nonni (bróðir hans Helga) og Nadja komu í heimsókn á fimmtudaginn og voru líka í afmælinu.

Nú er Sandra orðin akút þreytt og enginn friður lengur til að sitja við tölvuna... kveð því í bili.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Góða ferð til Finnlands! Og góða skemmtun í Múmíndalnum ;)

Love,
litla sys

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)