Alveg ótrúlegt hvað ég er dugleg við þetta núna. Það hjálpar að sjá að maður hefur enn trygga lesendur ;)
Þessi helgi er afmælishelgin ógurlega. Afmæli í gær í Uppsala og afmæli í dag í Stokkhólmi. Málin breyttust þó snögglega í gær þegar Viktor litli datt í afmælinu. Hann var að hoppa og leika sér úti á pallinum hjá Siggu. Snéri upp á fótinn og datt ofan á hann. Litli snúðurinn var alveg óhugganlegur lengi á eftir þannig að við ákváðum að fara með hann upp á bráðamótttökuna í Uppsala. Helgi fór með hann og við Sandra og Fannar vorum eftir í afmælinu. Við fengum svo far með Guðrúnu aftur til Stokkhólms eftir afmælið en Viktor og Helgi voru enn á spítalanum í Uppsala. Þeir feðgar komu ekki heim fyrr en um 23 leytið í gærkvöldi.... þá var Viktor kominn í gifs upp í nára. Litla dúllan mín er nefnilega fótbrotinn!! Hann þarf að vera í gifsi í 4-6 vikur, má ekki stíga í fótinn í 2 vikur og þá má taka efri hlutann af gifsinu af. Hann er búinn að vera ótrúlega duglegur. Hann segist vera með stóran plástur á fætinum :) Sem betur fer er hann ekki með mikla verki núna og hann steinsvaf í alla nótt.
Okkur líður sem sagt vel núna eftir áfallið. Viktor fer ekki í afmæli í dag en Fannar og Sandra fá að fara :) Ég skal setja inn myndir af Viktornum fljótlega, en þangað til... bless bless.
Þessi helgi er afmælishelgin ógurlega. Afmæli í gær í Uppsala og afmæli í dag í Stokkhólmi. Málin breyttust þó snögglega í gær þegar Viktor litli datt í afmælinu. Hann var að hoppa og leika sér úti á pallinum hjá Siggu. Snéri upp á fótinn og datt ofan á hann. Litli snúðurinn var alveg óhugganlegur lengi á eftir þannig að við ákváðum að fara með hann upp á bráðamótttökuna í Uppsala. Helgi fór með hann og við Sandra og Fannar vorum eftir í afmælinu. Við fengum svo far með Guðrúnu aftur til Stokkhólms eftir afmælið en Viktor og Helgi voru enn á spítalanum í Uppsala. Þeir feðgar komu ekki heim fyrr en um 23 leytið í gærkvöldi.... þá var Viktor kominn í gifs upp í nára. Litla dúllan mín er nefnilega fótbrotinn!! Hann þarf að vera í gifsi í 4-6 vikur, má ekki stíga í fótinn í 2 vikur og þá má taka efri hlutann af gifsinu af. Hann er búinn að vera ótrúlega duglegur. Hann segist vera með stóran plástur á fætinum :) Sem betur fer er hann ekki með mikla verki núna og hann steinsvaf í alla nótt.
Okkur líður sem sagt vel núna eftir áfallið. Viktor fer ekki í afmæli í dag en Fannar og Sandra fá að fara :) Ég skal setja inn myndir af Viktornum fljótlega, en þangað til... bless bless.
Ummæli
Love,
litla sys
Fæ svona nettan hroll þegar ég hugsa um beinbrot.
Baráttukveðja frá Köben
Jói
kv Munda