Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2007
Það eru veikindi á heimilinu. Viktor er búinn að vera lasinn síðan á sunnudag. Hann er búinn að vera mjög hás, með geltandi hósta og hita. Í nótt fékk Sandra svo líka hita.... tuskuleg litla skinnið. Það eru tvö íslensk barnaafmæli um helgina... vona að allir verða orðnir frískir þá. Barnaafmælin eru nefnilega stór hluti af félagslífinu okkar hér í Stokkhólmi!! Sorglegt?.... já ég veit. Mamma og pabbi koma í lok næstu viku í smá heimsókn. Mikil spenna ríkir því hér. Það er ansi langt síðan við vorum síðast með næturgesti...... það voru Nonni og Nadja sem komu í byrjun ágúst. Mér finnst það alla vega langur tími! Ég vona nú að Guðlaug og Svenni láti líka sjá sig hér fyrir jól..... hint hint!! Svo koma tengdó líka einhvern tímann á þessu ári..... veltur á því hvenær Nadja ætlar að koma tvíburunum í heiminn.... vonandi seinna en fyrr!! Já og svo er Addi að spá í að vera með okkur um áramótin.... vona að hann láti verða af því :) Best að hætta þessu blaðri um ekki neitt....
Ég var ekki búin að nefna að Sandra varð eins árs þann 3. okt. Kannski týpiskt með þriðja barn :o/ Við erum ekki einu sinni búin að halda upp á afmælið. Það stendur nú til en það hefur bara ekki gefist tækifæri til þess enn. Sandra fékk þó pakka á afmælisdaginn.... og reyndar Viktor og Fannar líka... í tilefni dagsins :) Viktor er hér að aðstoða systur sína. Honum fannst hún heldur róleg yfir pökkunum. Það er alltaf eitthvað heillandi við þessa uppþvottavél :) Fannar er þó hættur að sýna henni áhuga en Viktor vill ólmur aðstoða við að tæma hana. Sandra er bara fyrir hehe :) Kjarri og Sveina voru í Stokkhólmi um síðustu helgi. Helgi fór með strákana niður í bæ að hitta þau þegar við Sandra vorum í sundi. Þeir fóru með strætó og lest. Ég hitti þau svo í bænum eftir sundið. Það var hrikalega gaman að hitta þau og enn skemmtilegra hvað þau gátu eytt miklum tíma með okkur. Við borðuðum saman tvö kvöld og nutum félagsskaps þeirra langt fram eftir nóttu bæði kvöldin. Halloween er e...
Nú eru meira en þrjár vikur síðan gifsið var tekið og Viktor er enn haltur. Hann er ekki farinn að hlaupa enn, en það styttist i það. Þetta hefur tekið miklu lengri tíma en við áttum von á. Við héldum eiginlega að hann myndi labba út af spítalanum hehe!! Alla fyrstu vikuna gekk hann ekki neitt.... en svo fóru hlutirnir smám saman að gerast. Núna er litli maðurinn heima með ælupest. Ældi helling í gær en hefur ekkert ælt í nótt eða í dag...... vona að þetta sé búið. Kjarri og Sveina koma til Stokkhólms á morgun. Við ætlum að reyna að hitta þau eitthvað. Við erum bara svo rosa bisí þessa dagana. Komið að okkur að þrífa leikskólann aftur.... ég fór í gær.... það var ekkert sérstaklega gaman! Hrikalega þreytt í skrokknum eftir puðið. Þurfum að þrífa aftur á morgun og svo um helgina. Fannar fer í tennis á föstudaginn.... var ég kannski ekki búin að segja frá því? Hann er sem sagt byrjður að æfa tennis einu sinni í viku og er mjög ánægður. Ég og Sandra byrjum á nýju námskeiði í...