Það eru veikindi á heimilinu. Viktor er búinn að vera lasinn síðan á sunnudag. Hann er búinn að vera mjög hás, með geltandi hósta og hita. Í nótt fékk Sandra svo líka hita.... tuskuleg litla skinnið. Það eru tvö íslensk barnaafmæli um helgina... vona að allir verða orðnir frískir þá. Barnaafmælin eru nefnilega stór hluti af félagslífinu okkar hér í Stokkhólmi!! Sorglegt?.... já ég veit. Mamma og pabbi koma í lok næstu viku í smá heimsókn. Mikil spenna ríkir því hér. Það er ansi langt síðan við vorum síðast með næturgesti...... það voru Nonni og Nadja sem komu í byrjun ágúst. Mér finnst það alla vega langur tími! Ég vona nú að Guðlaug og Svenni láti líka sjá sig hér fyrir jól..... hint hint!! Svo koma tengdó líka einhvern tímann á þessu ári..... veltur á því hvenær Nadja ætlar að koma tvíburunum í heiminn.... vonandi seinna en fyrr!! Já og svo er Addi að spá í að vera með okkur um áramótin.... vona að hann láti verða af því :) Best að hætta þessu blaðri um ekki neitt....