Jólin okkar hafa verið sannkölluð pestarjól. Öll börnin voru lasin. Sandra og Viktor með gubbupest og Fannar með hita og slappur (kom reyndar í ljós seinna að hann var með streptococca-sýkingu í hálsi). Á aðfangadag var Sandra hætt að gubba en komin með niðurgang og eyrnabólgu. Viktor var aftur farinn að æla eftir smá hlé og Fannar var þreyttur og slappur. Á milli bleiuskiptinga og ælupoka gátum við Helgi þó eldað virkilega góðan jólamat.... en það var víst bara við tvö sem smökkuðum á honum því matarlistin var engin hjá krökkunum. Viktor litli með ælupokann við matarborðið.... litla skinnið vildi sitja með okkur til að byrja með en lagði sig svo eftir forréttinn. Hann náði sem betur fer að sofna aðeins og vöktu við hann ekki fyrr en við vorum búin að opna pakkana.... þá var hann orðinn hressari og vildi opna sína pakka. Sandra litla var hress og kát enda byrjuð að fá sýklalyf og verkjastillandi. Fannar var svo spenntur að hann harkaði af sér slappleikann. Eftir pakkana var h...