Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2007

Jólin

Jólin okkar hafa verið sannkölluð pestarjól. Öll börnin voru lasin. Sandra og Viktor með gubbupest og Fannar með hita og slappur (kom reyndar í ljós seinna að hann var með streptococca-sýkingu í hálsi). Á aðfangadag var Sandra hætt að gubba en komin með niðurgang og eyrnabólgu. Viktor var aftur farinn að æla eftir smá hlé og Fannar var þreyttur og slappur. Á milli bleiuskiptinga og ælupoka gátum við Helgi þó eldað virkilega góðan jólamat.... en það var víst bara við tvö sem smökkuðum á honum því matarlistin var engin hjá krökkunum. Viktor litli með ælupokann við matarborðið.... litla skinnið vildi sitja með okkur til að byrja með en lagði sig svo eftir forréttinn. Hann náði sem betur fer að sofna aðeins og vöktu við hann ekki fyrr en við vorum búin að opna pakkana.... þá var hann orðinn hressari og vildi opna sína pakka. Sandra litla var hress og kát enda byrjuð að fá sýklalyf og verkjastillandi. Fannar var svo spenntur að hann harkaði af sér slappleikann. Eftir pakkana var h...
Jæja jæja jæja!! Heill mánuður og rúmlega það síðan síðast. Samt ekki mikið búið að gerast... nema kannski að mamma og pabbi eru komin og farin og við kvöddum tengdó í dag. Það gengur verulega hægt að byrja að leita að vinnu. Á voðalega erfitt með að klára ferilskrána. Finn mér alltaf eitthvað annað að gera í staðinn :/ Það er orðin jólalegt hjá okkur núna. Búin að hengja upp nokkur jólaljós, aðventukransinn er kominn á stofuborðið og búin að baka tvær sortir. Við skreyttum meira að segja piparkökur með tengdó um helgina... mjög gaman. Fannar er búinn að fara í fyrstu skautaferðina með skólanum. Við keyptum á hann nýja skauta enda var hann búinn að nota þá gömlu í tvö ár. Hann er rosa kátur með skautana og var svo spenntur daginn fyrir ferðina að hann gat varla sofið. Núna á fimmtudaginn fara krakkarnir á jólamarkað í Gamla Stan.... ekki síður spennandi :) Sandra er algjör hetja á leikskólanum. Gengur alveg hrikalega vel. Það gengur meira að segja betur að kveðja Viktor á le...