Jæja jæja jæja!! Heill mánuður og rúmlega það síðan síðast. Samt ekki mikið búið að gerast... nema kannski að mamma og pabbi eru komin og farin og við kvöddum tengdó í dag. Það gengur verulega hægt að byrja að leita að vinnu. Á voðalega erfitt með að klára ferilskrána. Finn mér alltaf eitthvað annað að gera í staðinn :/
Það er orðin jólalegt hjá okkur núna. Búin að hengja upp nokkur jólaljós, aðventukransinn er kominn á stofuborðið og búin að baka tvær sortir. Við skreyttum meira að segja piparkökur með tengdó um helgina... mjög gaman.
Fannar er búinn að fara í fyrstu skautaferðina með skólanum. Við keyptum á hann nýja skauta enda var hann búinn að nota þá gömlu í tvö ár. Hann er rosa kátur með skautana og var svo spenntur daginn fyrir ferðina að hann gat varla sofið. Núna á fimmtudaginn fara krakkarnir á jólamarkað í Gamla Stan.... ekki síður spennandi :)
Sandra er algjör hetja á leikskólanum. Gengur alveg hrikalega vel. Það gengur meira að segja betur að kveðja Viktor á leikskólanum eftir að hún byrjaði. Eins og er eru allir frískir.... 7-9-13... bara kvef í litlu krökkunum (hvenær er það ekki hehe!!?).
Þá ætla ég að slútta þessu að sinni. Næst skal ég setja inn myndir af liðinu. Bless í bili :)
Það er orðin jólalegt hjá okkur núna. Búin að hengja upp nokkur jólaljós, aðventukransinn er kominn á stofuborðið og búin að baka tvær sortir. Við skreyttum meira að segja piparkökur með tengdó um helgina... mjög gaman.
Fannar er búinn að fara í fyrstu skautaferðina með skólanum. Við keyptum á hann nýja skauta enda var hann búinn að nota þá gömlu í tvö ár. Hann er rosa kátur með skautana og var svo spenntur daginn fyrir ferðina að hann gat varla sofið. Núna á fimmtudaginn fara krakkarnir á jólamarkað í Gamla Stan.... ekki síður spennandi :)
Sandra er algjör hetja á leikskólanum. Gengur alveg hrikalega vel. Það gengur meira að segja betur að kveðja Viktor á leikskólanum eftir að hún byrjaði. Eins og er eru allir frískir.... 7-9-13... bara kvef í litlu krökkunum (hvenær er það ekki hehe!!?).
Þá ætla ég að slútta þessu að sinni. Næst skal ég setja inn myndir af liðinu. Bless í bili :)
Ummæli
Þú ert tveim sortum á undan mér kona!!! Kannski Jói Fel hjálpi mér bara???
kv Munda