Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2013

Torres

Í gær fengum við heimsókn af ugglunni Torres. Torres fer í heimsókn til allra barnanna í bekknum. Börnin eiga svo að taka mynd af Torres ásamt einhverju sem hefur breyst með tímanum. Viktor valdi þetta alveg sjálfur :) Sent from Yahoo Mail on Android

Krakkarnir föndra

Sent from Yahoo Mail on Android

Lús!

Já, þá erum við búin að prófa það! Við erum búin að eyða öllu laugardagskvöldinu í að rífa af rúmum og þvo þvott. Þvo okkur með lúsasjampói og greiða okkur med lusagreiđu. Ég er búin að vera að skoða í hárið á Söndru undanfarna daga af því að það gengur lús í skólanum. Og í kvöld fann ég nokkrar!! Ég hafði líka tekið eftir að hún var að klóra sér ansi mikið í hársvörðinn. Hingað til höfum við alveg sloppið við þennan viðbjóð... en ekki í þetta skipti. Nú vona ég að þetta er búið. Þurfum "bara" að greiða okkur með lúsagreiđu annan hvern dag í tvær vikur!! ...

Vuhúú!

Ég fékk vinnuna :-D

Viktor á lokahátíð fótboltans og Sandra tannlaus

Sent from Yahoo Mail on Android

Atvinna

Nú er ég búin að vinna í þrjá mánuði í grunnskólanum, Tomtbergaskolan. Þetta er ekki alveg skemmtilegasta vinnan sem ég hef unnið…. þó betra en að sitja heima og gera ekki neitt. Ekki bætir úr að vinnumórallinn er ekki alveg hinn besti og sjéffinn hefur ekki bein í nefinu til að takast á við það. Ég er ráðin í skólanum út þessa önn og er ég búin að fá að vita að strákurinn sem ég er að leysa af kemur tilbaka eftir áramót. Ég mun því ekki fá framlengt… og hef svo sem ekki mikinn áhuga á því :-/ Hvað um það. Hver veit nema þetta allt taki enda fyrr en mig grunaði. Á mánudaginn er ég að fara í atvinnuviðtal á Karolinska sjúkrahúsinu í Solna. Yfirmaður Helga (og einhverjir fleiri yfirmenn hingað og þangað) er búinn að toga í einhverja spotta svo ég eigi möguleika að fá vinnu á Karolinska þrátt fyrir 12 mánaða regluna. Þannig að á mánudaginn er ég að fara að hitta einn yfirmann sjúkraþjálfunardeildarinnar á KS (sem ég, by the way, hef unnið með áður en þá var hún ekki yfirmaður). Kemur...