Já, þá erum við búin að prófa það! Við erum búin að eyða öllu laugardagskvöldinu í að rífa af rúmum og þvo þvott. Þvo okkur með lúsasjampói og greiða okkur med lusagreiđu. Ég er búin að vera að skoða í hárið á Söndru undanfarna daga af því að það gengur lús í skólanum. Og í kvöld fann ég nokkrar!! Ég hafði líka tekið eftir að hún var að klóra sér ansi mikið í hársvörðinn. Hingað til höfum við alveg sloppið við þennan viðbjóð... en ekki í þetta skipti. Nú vona ég að þetta er búið. Þurfum "bara" að greiða okkur með lúsagreiđu annan hvern dag í tvær vikur!! |
Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum
Ummæli
Veit ekki hvernig ég myndi bregðast við, hata pöddur.
kv Munda