Sit við tölvuna med kaffibollann. Mætti halda að ég væri Helgi… en þar sem hann er ekki heima fæ ég tækifæri til að komast að tölvunni ;)
Jólin búin og allir frídagar liðnir. Nú er bara að koma sér i rútínuna aftur - skóli, vinna og frístundir. Búið að vera erfitt að snúa sólarhringnum við aftur og verið ansi þreytt í vinnunni. Ekki sofnað fyrr en hálf eitt og vaknað hálf sjö! Ætti þó að takast í næstu viku þar sem það verður fyrsta heila vinnuvikan eftir hátíðarnar.
Sandra ætlar að byrja að æfa fótbolta. Fyrsta æfingin er á morgun. Hún er búin að suða um að byrja að æfa eftir að Viktor byrjaði í haust en þá var ég búin að skrá hana í dans. Nú er dansinn búinn og tækifæri til að prufa fótboltann. Svo byrja þau bæði (Viktor og Sandra) í sundskóla á mánudaginn.
Nú er allt klárt fyrir skíðaferðalagið okkar til Idre fjäll. Förum í sportlovinu, í lok febrúar. Búin að skrá litlu krakkana i skíðaskóla… og líka sjálfa mig! Hef aldrei verið neitt sérstaklega góð á skíðum en alltaf langað til að læra meira og verða betri. Ég hlakka því mikið til að fá smá kennslu og mun fara í þrjú skipti, þrjá fyrstu dagana sem við erum þar.
Elsku mamma mín átti afmæli í gær. Að því tilefni fór ég að leita í gegnum myndasafnið að mynd af kellu til að setja inn hér. Fann ég þá þessa fínu mynd af okkur öllum saman frá því í sumar :)
Sandra ætlar að byrja að æfa fótbolta. Fyrsta æfingin er á morgun. Hún er búin að suða um að byrja að æfa eftir að Viktor byrjaði í haust en þá var ég búin að skrá hana í dans. Nú er dansinn búinn og tækifæri til að prufa fótboltann. Svo byrja þau bæði (Viktor og Sandra) í sundskóla á mánudaginn.
Nú er allt klárt fyrir skíðaferðalagið okkar til Idre fjäll. Förum í sportlovinu, í lok febrúar. Búin að skrá litlu krakkana i skíðaskóla… og líka sjálfa mig! Hef aldrei verið neitt sérstaklega góð á skíðum en alltaf langað til að læra meira og verða betri. Ég hlakka því mikið til að fá smá kennslu og mun fara í þrjú skipti, þrjá fyrstu dagana sem við erum þar.
Elsku mamma mín átti afmæli í gær. Að því tilefni fór ég að leita í gegnum myndasafnið að mynd af kellu til að setja inn hér. Fann ég þá þessa fínu mynd af okkur öllum saman frá því í sumar :)
Til hamingju með afmælið elsku mamma
Ummæli
Fín mynd af okkur þarna ... skemmtileg ferð.
Knús og kveðja,
mamma