Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2005
"bestu" myndir helgarinnar! Já - það kom Helga mjög á óvart þegar Steini og Guðrún birtust óvænt :)
Guðrún og Steini... það er nú ansi mikill hjónasvipur með þeim híhí 
Gretta helgarinnar.... nei annars gretta ársins!! 
Helgi MJÖG hissa! Það var líf og fjör á heimili okkar um helgina. Raggi, Munda, Guðrún og Steini voru í heimsókn hjá okkur - frábærir gestir alveg hreint. Við komum Helga heldur betur á óvart en hann átti bara von á Ragga og Mundu.... Helgi hefur gert mér þennan grikk áður þegar pabbi kom "óvænt" í heimsókn í haust, þannig að það var kominn tími fyrir hann að fá að kenna á því ;) Hann varð líka ekkert smá hissa kallinn.... tók hann nokkra tíma að ná sér eftir "áfallið" hehe. "Munda!! Þú verður að senda mér myndina sem þú tókst af Helga þegar hann sá hjónakornin". Annars reyndum við auðvitað að gefa gestunum góðan mat (sem ég held að hafi bara tekist mjög vel) og miðbærinn var náttúrulega skoðaður vel. Ég er nú samt ekki ánægð með frammistöðu stúlknanna í búðunum en þær kvörtuðu undan áfengisleysi sem hefði þurft að koma þeim af stað í þeim efnunum. Þær verða bara að koma aftur seinna og gera aðra tilraun. Nú er orðið ansi stutt í að krílið komi í h...
mæðraskoðun, gestir og afmæli Var að koma úr mæðraskoðun... allt í góðu lagi eins og vanalega. Nú fer heldur betur að styttast í þetta - bara tvær vikur eftir af fullri meðgöngu. Ég er líka aðeins farin að þreytast og finn virkilega fyrir því þegar ég er að puða eitthvað við heimilisstörfin eða þegar ég fer á æfingar. Það eru allir svo ákveðnir yfir því að þetta verði strákur þannig að þetta verður örugglega stelpa hehe.... við erum alla vega komin með hugmyndir að bæði stráka nafni og stelpu nafni :) Raggi og Munda koma á morgun. Munda ætlar ekki að láta sér leiðast hérna... búin að vera að skoða túristaferðir og leiksýningar á netinu. Ég held að Guðrún öfundi Mundu doldið fyrir þessa heimsókn.... alla vega ekki hægt að sjá annað á commentunum undanfarið hehe ;) ... Þau hjónakornin - Guðrún og Steini - verða bara að koma til okkar í sumar. Líka miklu betra að fá að sjá sænska sumarið hérna ;) Mótorhjólatöffarinn hann pabbi minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku pabbi. Og ...
Fannar sæti
Nýji bíllinn í innkeyrslunni.... reyndar orðinn doldið skítugur :o) 
helgarfréttir Það snjóar og snjóar og snjóar hjá okkur núna. Kominn meira en ökkladjúpur snjór hér úti og kominn tími til að fara út og moka. Við ætluðum að rúnta niður í bæ í dag en ég veit ekki hvort það verður að því. Helgi ætlaði að sýna mér leiðina á T-centralen svo ég gæti nú sótt gestina okkar á fimmtudaginn.... ég rata nefnilega ekkert í miðbænum! Ferðinni er alla vega heitið í barnaafmæli á eftir til Kötlu sem varð fjögurra ára sl. mánudag. Þar munum við hitta flesta vini okkar og örugglega eiga góðan dag. Í gær fóru Helgi og Fannar Már á stúfana og redduðu eldivið til að bæta kyndinguna í húsinu. Þeir fóru vígbúnir nýrri sög og exi (Fannar mjög kátur með þessi verkfæri ;) og keyrðu að litlum skógi þar sem mörg tré höfðu fallið í miklu óveðri sem var hér í byrjun janúar. Við vorum ekki alveg viss um hvort þetta væri leyfilegt.... við vorum alla vega viss um að ef þetta væri ekki leyfilegt þá myndi einhver koma og láta þá vita.... Svíarnir eru nefnilega MJÖG afskiptasamir þ...
Eiginlega er bara ekkert að frétta af þessu heimili. Grenjandi rigning núna og ekkert gaman að vera á einhverjum þvælingi. Ég fór nú samt í IKEA í byrjun vikunnar og fyllti þar einn góðan innkaupavagn af dóti.... aðallega ungbarnadóti hehe. Keypti nú líka smá dót handa Fannari svo hann fái nú eitthvað líka :) Nú er bara ein vika í að PP-meðlimirnir Guðmunda og Ragnar láti sjá sig á heimili okkar. Við erum mikið að pæla í því hvað við eigum að gefa þessu matarklúbbsfólki okkar að borða.... við verðum nú að standa okkur í eldhúsinu - þvílík pressa ;o) Annars á Guðrún Karitas - viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, húsmóðir, kvensnift og PP-meðlimur afmæli í dag. Óska ég henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.
helgin Edda vinkona var hjá okkur í mat á föstudaginn. Hún gisti meira að segja hjá okkur þannig að fyrripart laugardags fór í að skvísast aðeins í Farsta Centrum með henni. Við fjölskyldan droppuðum svo inn hjá Guðrúnu og Jóa og fengum lánaðan barnavagn og barnarúm.... nú get ég farið að dunda mér við að reyna að koma rúminu saman.... án leiðbeininga - hmmmm!!! Nú eigum við bara eftir að kaupa barnabílstól fyrir litla krílið og þá ætti allt að vera tilbúið. Í gær horfði ég á þátt í sjónvarpinu þar sem fylgst var með þremur ófrískum pörum. Í þættinum var sem sagt komið að fæðingu þessara þriggja barna og fékk ég vægast sagt hroll við tilhugsunina!! Úff - hlakka til þegar það verður afstaðið.... Í gær kíktum við á Naturhistoriska riksmuseet . Við vorum rétt búin að skoða einn smá sal þegar allt í einu hljómaði í hátalarakerfinu að allir ættu að yfirgefa bygginguna því eldur væri laus í húsinu. Við héldum fyrst að þetta væri hluti af sýningunni þar sem við vorum rétt að stíga inn í sýn...
Víkingurinn Fannar Már á Þjóðminjasafninu í Reykjavík 
góða helgi Loksins fær Helgi minn vaktafrí yfir helgi - ekki gerst síðan við komum aftur frá Íslandi! Það leit nú illa út í gær þar sem vantaði á næturvakt í nótt og voru góðar líkur á að hann þyrfti að vinna...... en sem betur fer hefur því verið reddað. Eftir tvær vikur koma fyrstu gestir okkar á þessu ári í heimsókn. Ég hef áreiðanlegar fréttir um að Munda sé löngu byrjuð að telja niður.... hún þarf líklega að komast í gott frí frá heimilinu enda orðið ansi langt síðan hún fór í húsmæðraorlof kellan Aftur á móti bætti hún við sig einu ári í gær og óska ég henni auðvitað innilega til hamingju með það
Nýr bíll = æðislegt Það er svooo ljúft að vera komin á bíl. Ég er að kynnast götum borgarinnar upp á nýtt ;) Ég villtist í fyrsta skipti í gær.... var á leið til Eddu vinkonu og keyrði beint í gegnum gatnamót þar sem ég átti víst að taka hægri beygju. Komst þó heim til hennar heil á húfi á ekki svo löngum tíma hehe. Fyrsta IKEA ferðin var tekin á nýja bílnum um helgina. Keyptum kommóðu og skiptiborð. Ég sat svo sveitt yfir IKEA leiðbeiningum í gær.... svo stolt af sjálfum mér að hafa komið þessum hlutum saman. Fannar fer á skauta með leikskólanum sínum í dag. Hann var ekkert smá spenntur.... á reyndar allt of stóra skauta en við redduðum því með extra þykkum sokkum. Hann er alltaf jafn kátur á leikskólanum en aftur á móti er hegðun hans heima fyrir aðeins að breytast. Hann hangir í okkur öllum stundum og á mjög erfitt með að gleyma sér í einhverjum leik eins og hann var svo vanur. Við höldum að það sé vegna komu nýja barnsins enda erum við farin að undirbúa ýmislegt og hann finnu...