Helgi MJÖG hissa! Það var líf og fjör á heimili okkar um helgina. Raggi, Munda, Guðrún og Steini voru í heimsókn hjá okkur - frábærir gestir alveg hreint. Við komum Helga heldur betur á óvart en hann átti bara von á Ragga og Mundu.... Helgi hefur gert mér þennan grikk áður þegar pabbi kom "óvænt" í heimsókn í haust, þannig að það var kominn tími fyrir hann að fá að kenna á því ;) Hann varð líka ekkert smá hissa kallinn.... tók hann nokkra tíma að ná sér eftir "áfallið" hehe. "Munda!! Þú verður að senda mér myndina sem þú tókst af Helga þegar hann sá hjónakornin". Annars reyndum við auðvitað að gefa gestunum góðan mat (sem ég held að hafi bara tekist mjög vel) og miðbærinn var náttúrulega skoðaður vel. Ég er nú samt ekki ánægð með frammistöðu stúlknanna í búðunum en þær kvörtuðu undan áfengisleysi sem hefði þurft að koma þeim af stað í þeim efnunum. Þær verða bara að koma aftur seinna og gera aðra tilraun. Nú er orðið ansi stutt í að krílið komi í h...