mæðraskoðun, gestir og afmæli
Var að koma úr mæðraskoðun... allt í góðu lagi eins og vanalega. Nú fer heldur betur að styttast í þetta - bara tvær vikur eftir af fullri meðgöngu. Ég er líka aðeins farin að þreytast og finn virkilega fyrir því þegar ég er að puða eitthvað við heimilisstörfin eða þegar ég fer á æfingar. Það eru allir svo ákveðnir yfir því að þetta verði strákur þannig að þetta verður örugglega stelpa hehe.... við erum alla vega komin með hugmyndir að bæði stráka nafni og stelpu nafni :)
Raggi og Munda koma á morgun. Munda ætlar ekki að láta sér leiðast hérna... búin að vera að skoða túristaferðir og leiksýningar á netinu. Ég held að Guðrún öfundi Mundu doldið fyrir þessa heimsókn.... alla vega ekki hægt að sjá annað á commentunum undanfarið hehe ;) ... Þau hjónakornin - Guðrún og Steini - verða bara að koma til okkar í sumar. Líka miklu betra að fá að sjá sænska sumarið hérna ;)
Mótorhjólatöffarinn hann pabbi minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku pabbi. Og Gutti - bróðir hans Helga - á líka afmæli í dag... til hamingju með daginn Gutti
Ummæli
Öfunda R & M ekkert svakalega mikið, er bara gráti næst :(, við stefnum að sjálfsögðu að því að koma sem fyrst ekki spurning. Ágætt að láta Mundu taka þetta út áður en við mætum. Það er allavegana ljóst að þau eru að fara úr vetrarríkinu á Ísl í VETURINN í Sverige; spáin hjá ykkur er ansi cool, brrrr.
Góða skemmtun um helgina ;)
G.
KV Munda