Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2005

myndir

Viktor Snær í rólegheitum með pabba sínum
sætir bræður 

týndur fiskur

Við erum að passa fiska fyrir fólkið sem á húsið. Þetta er lítið og ljótt búr með fjórum fiskum (þeir voru reyndar fleiri þegar við fluttum inn). Nú er einn fiskurinn horfinn.... er það hægt??? Alveg furðulegt!! Annars vil ég óska öllum gleðilegra páska.... og nú er Viktor vaknaður..... svangur... og skilur ekki hvað orðið þolinmæði þýðir ;o) Bless í bili.

vorið komið?

Um helgina festist bíllinn okkar í innkeyrslunni!! Það var búið að vera svo svakalega kalt að það var þvílíkur klaki í innkeyrslunni og þar að auki er innkeyrslan í brekku. Það var meira að segja svo slæmt að bíllinn rann á bílskúrshurðina.... sama hvað við ýttum og spóluðum. Þessu var reddað með sjóðandi heitu vatni og á endanum náðum við bílnum upp úr innkeyrslunni. En nú er vorið komið.... segja veðurfræðingarnir alla vega :) Það spáir 5 - 10 stiga hita út vikuna. Snjórinn verður því allur farinn þegar mamma og pabbi koma í næstu viku. Ég er hin ánægðasta yfir þessum veðrabreytingum :oD

hjálmar

Í síðustu viku (á fimmtudaginn) skellti ég mér á tónleika. Ég fór að hlusta á íslensku reggae hljómsveitina Hjálmar sem voru að spila á veitinga- og skemmtistað við Stureplan. Ég skildi því Helga eftir heima með strákana tvo og pela með brjóstamjólk, skellti mér í lestina og fór niður í bæ.... meira að segja alein! Jamm, það komst enginn með mér þannig að ég fór bara ein..... ykkur finnst það kannski ekkert merkilegt en það finnst mér! Ég er nefnilega ekki svona týpa sem fer ein í bíó og svoleiðis. Ekki það að það sé eitthvað að því.... hef bara aldrei langað til þess hehe :) Tónleikarnir voru náttúrulega frábærir... bjóst eiginlega ekki við öðru.... og fékk ég meira að segja tækifæri til að heilsa örsnöggt upp á Sigga frænda sem er í hljómsveitinni. Ef þið fáið tækifæri til að sjá þá spila mæli ég eindregið með því að þið drífið ykkur :)

myndir af litla manninum :)

Svoooo friðsæll :)
Búið að stilla Viktori Snæ upp fyrir myndatöku - er maður ekki flottur? 

loksins smá blogg

Nú er litli maðurinn sofandi og ætla ég því að nota tækifærið og blogga smá. Helgi er nú byrjaður að vinna aftur og ég sé því um báða strákana á morgnana. Fannar er náttúrulega svo stór og duglegur þannig að þetta er ekkert vandamál.... maður er bara doldið þreyttur á morgnana þegar maður þarf að rífa sig á fætur enda fer litli guttinn ekki alltaf snemma að sofa :) Viktor Snær var í viktun í morgun og hefur hann þyngst um meira en 400 gr. og er orðinn 54 cm. Duglegur að drekka drengurinn! Tengdamamma og Nonni voru hjá okkur um síðustu helgi. Erna fékk Viktor í fangið við hvert tækifæri :) Þetta var stutt og róleg heimsókn og lítið gert af týpískum túristahlutum. Eftir tvær vikur fáum við svo heimsókn af foreldrum mínum - gaman gaman :) Það er ennþá voðalega mikill vetur hérna... ég er orðin ansi þreytt á kuldanum og snjónum. Hlakka mikið til að það fari að vora - vonandi ekki svo langt í það.
sænsk heimsókn Í dag fór Viktor Snær út í vagninn sinn í fyrsta skipti. Ekki eins rosalega kalt í dag og ég farin að lengja eftir að komast aðeins út. Við fórum öll fjögur og hittum Svante og pabba hans, Fredrik. Við hittum þá við eina brekku í hverfinu og strákarnir voru með sleðana sína... það er rosalegt stökkbretti í þessari brekku ( sbr. mynd á blogginu hans Helga ) og keyra þeir alveg steinkaldir yfir það. Eftir að búið var að púla í brekkunni bauð Fredrik okkur heim í kaffi og kanelbollur og þáðum við það auðvitað. Foreldrar Marks - sem er líka með Fannari á leikskólanum - voru líka í heimsókn svo þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Ég reyni náttúrulega að blaðra eitthvað en ég finn að það er stundum doldið erfitt að hanga með í samræðunum ef ég missi einbeitinguna í smá stund. Skondið hvernig maður getur skilið svo mikið en eiga svo í erfiðleikum með að tjá sig og koma orðunum frá sér..... doldið pirrandi!! Viktor Snær gerir lítið annað en að drekka, sofa og kúka :) Hann he...
Fannar Már að passa litla bróðir 
Viktor Snær í baði.... og líkar bara vel :) 
drengur fæddur Þá er ég aftur mætt við tölvuna.... ekki jafn mikill tími til þess þessa dagana. Fyrir ykkur sem ekki nú þegar vitið nýjustu fréttirnar, þá kom lítill drengur í heiminn aðfaranótt laugardags 26. febrúar. Lítli snúðurinn hefur fengið nafnið Viktor Snær og er voða fallegur að mati foreldra sinna :) Allt gengur vel.... hann drekkur eins og herforingi og er strax farinn að þyngjast. Fannar, stóri bróðir, er rosa stoltur og nefnir reglulega hvað honum finnst sá litli vera sætur. Hann er svo duglegur.... alveg hættur að koma upp í til okkar á nóttunni og virðist alveg sáttur við það. Við fengum þær fréttir á leikskólanum í dag að það hefði komið heimsókn frá Örby skola og að það væri búið að setja Fannar í bekk með fimm öðrum strákum sem hann þekkir af leikskólanum. Mér finnst mjög skrítin tilhugsun að litli.... stóri (!) strákurinn minn sé að byrja í skóla í haust. Fyrstu gestirnir frá Íslandi koma eftir viku. Jamm - tengdamamma og Nonni koma á föstudaginn í næstu viku. ...