drengur fæddur Þá er ég aftur mætt við tölvuna.... ekki jafn mikill tími til þess þessa dagana. Fyrir ykkur sem ekki nú þegar vitið nýjustu fréttirnar, þá kom lítill drengur í heiminn aðfaranótt laugardags 26. febrúar. Lítli snúðurinn hefur fengið nafnið Viktor Snær og er voða fallegur að mati foreldra sinna :) Allt gengur vel.... hann drekkur eins og herforingi og er strax farinn að þyngjast. Fannar, stóri bróðir, er rosa stoltur og nefnir reglulega hvað honum finnst sá litli vera sætur. Hann er svo duglegur.... alveg hættur að koma upp í til okkar á nóttunni og virðist alveg sáttur við það. Við fengum þær fréttir á leikskólanum í dag að það hefði komið heimsókn frá Örby skola og að það væri búið að setja Fannar í bekk með fimm öðrum strákum sem hann þekkir af leikskólanum. Mér finnst mjög skrítin tilhugsun að litli.... stóri (!) strákurinn minn sé að byrja í skóla í haust. Fyrstu gestirnir frá Íslandi koma eftir viku. Jamm - tengdamamma og Nonni koma á föstudaginn í næstu viku. ...