Mjög fín helgi er á enda. Á laugardaginn fórum við í göngutúr um Reimersholme sem er ein af litlu eyjunum í Stokkhólmi. Í gær fórum við í göngutúr um hverfið okkar. Við erum aðeins byrjuð að skoða hús sem eru til sölu í hverfinu enda bara eitt ár í flutning. Við erum frekar spennt yfir að fá hús í þessu hverfi enda kunnum við mjög vel við okkur hér. Svo verður Fannar líka byrjaður í skóla og væri best fyrir hann að þurfa ekki að skipta um skóla. Við hittum Åke (hann er leikskólakennari á deildinni hans Fannars) eftir göngutúrinn í gær og buðum honum auðvitað í kaffi. Hann þáði það og sat hjá okkur og drakk tvo kaffibolla - voða gaman. Svo kíkti Katrín við rétt eftir að Åke var farinn. Hún kom með börnin sín tvö, Símon og Philippu. Sem sagt óvenju mikill gestagangur hjá okkur þessa helgina :) Næsta heimsókn frá Íslandi verða Guðlaug systir og mamma.... jibííí. Þær ætla að koma 26. maí. Ég ætla að draga Guðlaugu og Eddu vinkonu með mér á Kent tónleika sem eru 27. maí....... hver veit ne...