Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2005
dúlla :oD 
Á fullu að spjalla við pabba sinn 

jafnréttisverðlaun

Leikskólinn hans Fannars vann einhver jafnréttisverðlaun vegna þess að svo margir karlmenn vinna þar. Á deildinni hans Fannars eru tveir karlmenn og ein kona. Mér finnst þetta mjög jákvætt - á hverjum morgni þegar Fannar mætir á leikskólann stekkur hann upp um hálsinn á Åke og byður góðan daginn - algjör dúlla :) Út af þessum jafnréttisverðlaunum er sænska sjónvarpið með upptökur á leikskólanum þessa dagana og verða Johan og Åke í aðalhlutverki. Verið er að mynda fyrir þátt sem heitir "Om barn" og á að sýna þetta í sjónvarpinu í haust. Hér er svo æðislegt veður dag eftir dag. 10-15 gráður og á morgun spáir meira að segja 15-20 Mér finnst svo æðislegt að fylgjast með gróðrinum.... allur að springa út. Hef í rauninni aldrei upplifað árstíðirnar svona sterkt áður.... hef líklega bara aldrei pælt mikið í þessu (eða kannski það að maður hefur alltaf verið í prófum á þessum tíma). Ég prófaði vespuna í gær. Ég var nú bara skíthrædd á þessu trillitæki. Helgi var einhvern veginn al...

göngutúrar og gestagangur

Mjög fín helgi er á enda. Á laugardaginn fórum við í göngutúr um Reimersholme sem er ein af litlu eyjunum í Stokkhólmi. Í gær fórum við í göngutúr um hverfið okkar. Við erum aðeins byrjuð að skoða hús sem eru til sölu í hverfinu enda bara eitt ár í flutning. Við erum frekar spennt yfir að fá hús í þessu hverfi enda kunnum við mjög vel við okkur hér. Svo verður Fannar líka byrjaður í skóla og væri best fyrir hann að þurfa ekki að skipta um skóla. Við hittum Åke (hann er leikskólakennari á deildinni hans Fannars) eftir göngutúrinn í gær og buðum honum auðvitað í kaffi. Hann þáði það og sat hjá okkur og drakk tvo kaffibolla - voða gaman. Svo kíkti Katrín við rétt eftir að Åke var farinn. Hún kom með börnin sín tvö, Símon og Philippu. Sem sagt óvenju mikill gestagangur hjá okkur þessa helgina :) Næsta heimsókn frá Íslandi verða Guðlaug systir og mamma.... jibííí. Þær ætla að koma 26. maí. Ég ætla að draga Guðlaugu og Eddu vinkonu með mér á Kent tónleika sem eru 27. maí....... hver veit ne...
Viktor Snær í góðum gír heima 
Sara, Viktor Snær og Fannar Már á Reimersholme 
Viktor í vagninum sínum á Reimersholme 
Helgi og Fannar í göngutúr á Reimersholme 

læknisskoðun

Viktor Snær hitti barnalækninn í morgun. Læknirinn sagði að hann væri rosa flottur og allt í besta lagi. Hann er orðinn 5650 gr. og 7 vikna gamall. Fannar fór á Naturhistoriska museet með leikskólanum í morgun. Hann fékk með sér nesti... en það finnst honum alltaf voða mikið sport. Svo sagði hann við mig í morgun að hann vonaði að það myndi ekki kvikna aftur í safninu (en brunakerfið fór í gang síðast þegar við heimsóttum þetta safn)..... ég fullvissaði hann um að það væru ansi litlar líkur á því :) Annars er voða lítið að frétta af þessu heimili eins og er. Allt gengur bara sinn vanagang.
Svona er maður farinn að brosa fallega 
Þá erum við búin að fá vespuna í hendurnar..... sóttum hana í gær. Fannar er auðvitað mjög kátur með þessi kaup og er hann sérstaklega ánægður með að það fylgdi lítill hjálmur með hjólinu sem passar á hann :) Aðalmálið er nú samt það að nú mun það ekki taka Helga klukkutíma að komast í og úr vinnu. Í gær fengum við upplýsingar frá Örby skola.... Fannar byrjar í skólanum 18. ágúst og verður í 20 manna bekk. Þau eru sjö í bekknum hans sem koma frá Vi som växer þannig að hann þekkir ansi marga sem eru með honum í bekk. Þar að auki verður líka strákur sem heitir Simon með honum í bekk. Þessi strákur á íslenska mömmu og búa þau hérna rétt hjá okkur. Við hittum mömmu hans á skólafundi í byrjun febrúar og erum við reyndar að fara í kaffi til þeirra á morgun.... ekki verra fyrir strákana að kynnast soldið áður en skólinn byrjar :) Annars er Fannar að fara í afmæli til Svante á eftir og Helgi mun sofa hluta af deginum þar sem hann var á næturvakt í nótt.... þannig að við Viktor verðum því...

vespan!

Vespan sem Helgi mun bráðlega svífa um göturnar á
Enn ein bræðra-myndin ;oD 
Fannar og Svante að borða hádegismat og ræða málin :) 

laugardagur

Svante er búinn að vera í heimsókn hjá Fannari í dag. Þeir voru báðir rosa spenntir yfir þessari heimsókn og er auðvitað búið að vera æðislega gaman hjá þeim í dag. Helgi búinn að fara með þeim út að hjóla, þeir búnir að hlaupa um allt hús í einhverjum ærslaleik og borða sig stútfulla af pönnukökum sem Helgi minn bakaði. Helgi fór að skoða vespu í gær. Við erum nefnilega búin að ákveða að fjárfesta í einni slíkri - aðallega af því að það er þægilegasti ferðamátinn fyrir Helga að komast í og úr vinnu. Þetta er lítil vespa sem kemst bara upp í 30-40 km./klst. og má maður þar af leiðandi keyra hana á hjólastígunum og losna þannig við alla bílatraffíkina. Svo þarf maður ekki heldur að borga bílastæði :) ......... og góðu fréttirnar eru þær að þá fæ ég alltaf að hafa bílinn híhí :oD
Vorið er svo sannarlega komið til okkar :) Nú er gróðurinn allur að taka við sér eftir veturinn og er ekki langt þangað til það fer að springa út lauf á trjánum. Þetta finnst mér afar skemmtilegur tími ársins. Mamma og pabbi voru hjá okkur í síðustu viku... voru í heila fimm daga. Við nutum þess í botn að fá þau til okkar og eins og alltaf líður tíminn svo hratt þegar það er gaman :) Annars voru nú mest rólegheit yfir okkur en ég náði þó að fara með þau tvisvar í stærstu IKEA verslun í heimi hehe. Viktor Snær dafnar vel - í síðustu viku fórum við í viktun með hann og hann var þá orðinn 4890 gr. og 57 cm. (þá orðinn 5 vikna). Hann er byrjaður að brosa til okkar og er eitthvað að reyna að byrja að hjala. Stutt blogg að þessu sinni - má ekki láta Fannar "stóra" bíða á leikskólanum... bless í bili.