Já - klukk er nýjasta bloggæðið þessa dagana.... og hefur nú Arnar klukkað mig!! Það þýðir að ég þarf að koma með 5 gagnlausar staðreyndir um sjálfan mig. Eehhh ok best að byrja: Ég hef ekki farið á djammið í 1,5 ár.... vá hvað það er langt síðan! Ég er með æði fyrir ristuðu brauði með hnetusmjöri og rabbarbarasultu...... já ég veit – ekki alveg það hollasta en ógeðslega gott!! Úra- og skóbúðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér - því miður eru þetta ekki vörur sem maður kaupir sér vikulega hehe. Ég var að fá mér gymstick og ætla nú að vera ógeðslega dugleg að æfa heima í stofu :) Ég er að fara á Coldplay í byrjun nóvember..... jibííííí. Jæja þá er þetta búið! Til að klukka nú einhvern líka þá klukka ég systur mína og mág . Guðlaug og Svenni.... kannski þið hafið eitthvað ennþá gagnslausara að segja en ég :)