Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2005

klukk!

Já - klukk er nýjasta bloggæðið þessa dagana.... og hefur nú Arnar klukkað mig!! Það þýðir að ég þarf að koma með 5 gagnlausar staðreyndir um sjálfan mig. Eehhh ok best að byrja: Ég hef ekki farið á djammið í 1,5 ár.... vá hvað það er langt síðan! Ég er með æði fyrir ristuðu brauði með hnetusmjöri og rabbarbarasultu...... já ég veit – ekki alveg það hollasta en ógeðslega gott!! Úra- og skóbúðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér - því miður eru þetta ekki vörur sem maður kaupir sér vikulega hehe. Ég var að fá mér gymstick og ætla nú að vera ógeðslega dugleg að æfa heima í stofu :) Ég er að fara á Coldplay í byrjun nóvember..... jibííííí. Jæja þá er þetta búið! Til að klukka nú einhvern líka þá klukka ég systur mína og mág . Guðlaug og Svenni.... kannski þið hafið eitthvað ennþá gagnslausara að segja en ég :)
þessi mynd er sérstaklega fyrir tengdó - Viktor í gömlum fötum af pabba sínum
Já - ég er doldið líkur pabba mínum :)
flottir gæjar
Viktor ákvað sem snöggvast að setjast bara upp.... var á maganum nokkrum sekúndum áður :)
Viktor gerir þetta nokkuð oft!!
Helgi, afi, amma og Edda í góðum gír :)
Nú erum við aftur orðin ein í kotinu. Heldur var það nú tómlegt eftir að amma og afi fóru. Það var rosalega gaman að fá þau í heimsókn og eins og alltaf líður tíminn svo óskaplega hratt þannig að mér fannst þau rétt vera komin þegar þau voru aftur farin. Á sunnudagskvöldið heimsóttu Siggi frændi og Kiddi okkur. Þeir voru hérna í Stokkhólmi til að vinna í nýja disknum sem Hjálmar eru að gefa út í október. Ferlega gaman að þeir skildu gefa sér tíma til að kíkja á okkur. Við fengum meira að segja að sjá þáttinn sem Hjálmar komu fram í á laugardagskvöldið - hljómsveit kvöldsins á RÚV - en þeir voru með hann á dvd. Rosalega flott tónlist og munum við pottþétt kaupa diskinn :oD Annars er nú ósköp lítið að frétta af okkur. Viktor skríður hér um allt. Ég fór í dag og keypti leikgrind svo ég get sett hann einhvers staðar niður án þess að ég hafi áhyggjur af stigum, rafmagnssnúrum o.fl. Ekki var þetta nú vandamálið á Eggertsgötunni þegar Fannar var lítill..... kosturinn við að búa í lí...

tími fyrir blogg

Jæja elskurnar.... búin að sakna mín? Við erum búin að hafa það rosa gott undanfarna daga. Amma og afi í heimsókn. Það er sko ekkert stress á gömlu hjónunum.... ég hef meiri áhyggjur yfir að þeim leiðist heldur en að ég sé að keyra þau út :) Þau skelltu sér áðan með strætó í Farsta Centrum, það er frekar leiðinlegt veður í dag og því tilvalið að eyða deginum í verslunarmiðstöð hehe. Um helgina fórum við niður í miðbæ og löbbuðum rosa hring. Þau þurfa eiginlega að fara þangað aftur því þau náðu náttúrulega ekki að sjá nema smá brot af borginni. Við höfum svo verið nokkuð dugleg að spila á kvöldin.... búin að taka kana tvisvar..... ægilegt stuð. Fyrsta tönnin hans Viktors er komin. Hann bítur og nagar allt sem hann kemst í drengurinn. Svo er hann aðeins að byrja að skríða.... samt doldið erfitt því parketið er nú svo sleipt :) Hann rýkur af stað í hvert skipti sem hann kemur auga á rafmangsnúru!!!!...... annað hvort með því að toga sig áfram á höndunum (sem virðist nú vera aðein...

fótbolti skróbolti

Fannar byrjaði í fótbolta í síðustu viku. Hann var mjög feiminn og vildi ekki vera með í byrjun.... eftir að hafa svo fengið hann inn á völlinn vildi hann helst ekki fara heim :) Nú er hann búinn að fá fótboltaskó, legghlífar, fótboltasokka og fótboltabuxur. Hann er svo ánægður með þetta að hann myndi sofa í þessu öllu saman ef hann fengi að ráða hehe. Í morgun var svo fótboltamót í tilefni Örby-dagsins. Þetta var ægilega gaman.... Fannar var reyndar ansi passífur á vellinum og sást vel að í hans liði voru margir byrjendur... þeir sem sagt töpuðu leiknum hehe :) Við erum engu að síður mjög stoltir foreldrar að eiga svona flottan strák. Nú er Svante í heimsókn hjá honum og þeir eru að hamast á fullu. Búnir að fá skúffuköku í kaffinu og svo ætlar Svante líka að borða kvöldmat með okkur. Nú fer að styttast í næstu gesti.... amma og afi koma til okkar á fimmtudag. Okkur hlakkar auðvitað mikið til að fá þau til okkar. Það getur meira að segja verið að Guðlaug og Svenni komi líka m...