Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2005
Erum komin til Reykjavíkur og höfum það ósköp gott. Komum hingað á þorláksmessu.... rétt eftir að ég var búin að æla í klósettið hjá tengdó :o/ Jamm, fékk smá snert af ælupest en það stóð sem betur fer mjög stutt yfir og var ég orðin góð á aðfangadag. Strákarnir hafa það mjög gott. Fannar ofsa kátur með allar jólagjafirnar... Viktor líka ánægður þó pappírinn hefði alveg nægt honum hehe ;) Í gær, jóladag, var jólaboð hjá Helgu og Bjössa (amma og afi Helga). Síðasta jólaboðið sem þau halda þar sem þau eru nú búin að selja húsið sitt. Boðið var upp á hangikjöt og uppstúf - klikkar ekki :) Í dag fórum við svo í göngutúr í Laugardalinn... kíktum meira að segja við í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við komum vel blaut en hress til baka :) Og nú er komin góð lykt í íbúðina hjá mömmu og pabba... hangikjötið komið í pottinn og von er á Gunnu ömmu og Hrein afa í mat. Kveð í bili :o*
Þá er maður kominn á klakann :) Alveg hreint frábært. Gistum í Keflavík í nótt og verðum einhverjar nætur í viðbót. Förum í bæinn einhvern tímann fyrir aðfangadag. Ef einhver vill ná í okkur þá erum við með gamla gsm númerið hans Helga: 699 0432 . Ég er ekki komin með íslenskt númer í gsm-inn minn enn og er því bara með sænska númerið... ætla þó að redda því bráðlega og set þá nýja númerið inn á síðuna.
Fannar fékk inniskó í skóinn í morgun. Fannar: Mamma, þessir inniskór eru til í H&M. Þetta eru inniskórnir sem þú vildir ekki kaupa! Ég: Já, ætli jólasveinninn hafi farið í H&M og keypt þá þar? Fannar: Já, jólasveinninn er nefnilega bara maður sem klæðir sig í jólasveinaföt. Á Íslandi eru 13 menn sem klæða sig í jólasveinaföt en hér er bara einn.
Sit ein í stofunni. Fannar og Viktor báðir sofnaðir.... og örugglega Helgi líka. Hann fór upp með Fannari fyrir tæpum klukkutíma - ætlaði að lesa smá fyrir hann! Ekkert í sjónvarpinu... mér leiðist.... Viktor er sko ekkert betri af kvefinu.... komið í hálsinn líka og horframleiðslan er í hámarki. Hann er þó hress og kátur og klínir hori í allt sem hann kemur við :) Stefnum á annan verslunarleiðangur á morgun.... ekkert stórvægilegt.... bara að klára restar fyrir Íslandsferð eftir viku (híhí). Eigum reyndar eftir að kaupa jólaföt á drengina en það ætti svo sem að vera fljótgert. Ææææ ég nenni þessu ekki.... kominn tími til að vekja Helga og sökkva sér í sófann yfir einhverju góðu sjónvarpsefni... kannski einhver dvd ?

smá blaður

Viktor orðinn kvefaður aftur.... vona að það verði ekkert meira en það! Eins gott að allir séu hraustir næstu tvær vikurnar ;) Við erum komin vel á veg með jólainkaupin. Við fórum um helgina, öll fjölskyldan, og dressuðum Helga aðeins upp. Loksins fékk ég hann með mér..... kominn tími til. Hann gaf mér samt þau skilyrði að hann ætlaði EKKI að vera lengi að þessu og EKKI fara í margar búðir! Ég skil ekki hvers vegna honum finnst þetta svona leiðinlegt ;) Það vantar núna bara jólaföt á drengina og örfáar jólagjafir. Um helgina erum við búin að bjóða Mårten og Maju í mat. Við ætlum að elda bleikju sem tengdó færðu okkur í sumar. Uppskriftin er ekki enn ákveðin en ég geri ráð fyrir að veraldarvefurinn geti hjálpað okkur eitthvað þar hehe. Við vorum fyrir löngu búin að ákveða að bjóða þeim í bleikjuna og loksins létum við verða af því. Þau koma með litlu tvíburana sína með sér, ég hef ekki enn séð þau.... bara þriggja mánaða kríli :) Í lokin vil ég óska Guðrúnu, Vigni og Bjarka Þó...

kaffi

Ég tók kaffiprófið rétt í þessu. Rakst á þetta próf hjá Maríu Júlíu. Nokkuð skondið þar sem ég vel mér alltaf latte þegar ég er á kaffihúsi :) Samkvæmt kaffiprófinu er ég Latte! og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk. Hvernig kaffi ert þú eiginlega ? Latte! Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli. Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

fyrir Guðlaugu

Myndin var tekin á 1. í aðventu. Við vorum komin í mikið jólaskap - borðuðum heimabakaðar piparkökur og drukkum jólaglögg (þ.e. ég og Helgi ;)

brrrr

Það voru "bara" 11 mínus gráður í morgun þegar við löbbuðum í skólann. Þó óskaplega fallegt úti. Allt á kafi í snjó og mjög jólalegt :) 2 1/2 vika í jólafrí og Íslandsför :) Bekkurinn hans Fannars fer nú alla miðvikudaga á skauta - fóru í fyrsta skipti í gær. Það er rosa mikil skautahefð hér. Fannar fór í fyrsta skipti á skauta með leikskólanum sínum fyrir ári síðan - hann hefur því farið ansi oft á skauta síðan hann flutti hingað. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð drenginn á skautum (*roðn*) en hann segist sjálfur ekki detta mikið. Felix hefur nú tekist að klóra Viktor tvisvar sinnum. Það kemur mér reyndar mjög á óvart að Viktor hafi ekki verið klóraður fyrr... og meir! Kötturinn ótrúlega þolinmóður. Viktor eltir kattargreyið út um all hús og rífur í hann og lemur. Og þetta hefur ekkert breyst þó að kötturinn sé búinn að meiða hann tvisvar! Við erum nú að bíða eftir tveimur tönnum í efri góm hjá Viktori. Orðið ansi stutt í þær. Á sama tíma er Fannar með tvæ...