Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2006
Sá stutti átti afmæli í gær. 1 árs drengurinn!! (takk fyrir kveðjuna, Magga og Munda). Hér eru bræðurnir saman rétt áður en allir gestirnir mættu á svæðið. Viktor var lang yngstur í afmælisveislunni en skemmti sér samt konunglega. Var mjög ánægður með alla stóru strákana sem hlupu um allt hús og höfðu mjög hátt :) Veislan heppnaðist sem sagt mjög vel.... bæði börn og fullorðnir ánægðir með daginn. Viktor er nú farinn að labba um allt hús. Mjög montinn :) Hann er núna í 1 árs læknisskoðun með pabba sínum. Verður viktaður og fær svo enn eina sprautuna. Fannar er í fríi þessa vikuna. Það er nefnilega sportlov hjá öllum Stokkhólmurum. Þá fara margir á skíði eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Við ætlum nú bara að flytja! Fáum húsið á miðvikudag. Ætlum að fara nokkrar ferðir með dót í bílnum okkar og erum svo að spá í að leigja sendibíl á föstudag og fram á laugardag. Helgi byjar svo að vinna á sunnudag og verður því gott að vera flutt þá. Well, strákarnir voru að koma heim...
Héðan er allt gott að frétta. Ég er aðeins byrjuð að setja niður í kassa. Verð bara að passa mig að setja ekki of mikið niður strax, þar sem við ætlum að halda upp á 1 árs afmæli Viktor hér áður en við flytjum. Er bara orðin svo svakalega spennt að komast í nýja húsið :) Helgi er að machjóast niðri í bílskúr þessa stundina. Hann ákvað að skipta sjálfur um bremsur á bílnum. Hann stendur sig eins og hetja..... finnst mér alla vega ;) Er að fara á þorrablót íslendingafélagsins annað kvöld. Góð stemning í hópnum og hlakka ég bara mikið til að fara. Helgi ætlar að vera heima hjá strákunum á meðan. Hann og Fannar ætla að "lördagsmysa" ...... og það felur í sér dvd mynd, nammi og snakk. Annars er það að frétta af Viktori að hann er byrjaður að taka nokkur skref. Þetta er að gerast nokkuð hratt þessa dagana og er hann rígmontinn yfir þessu drengurinn. Fannar var svo að missa fjórðu tönnina í kvöld. Hann er því orðinn ansi tannlaus og lofa ég að setja inn mynd af honum mjög...

nokkrar myndir

Á róló. Viktor fékk að róla smá. Fannst voða gaman fyrst en varð fljótt leiður á því. Fannar á leið í skólann. Hann er búinn að missa eina framtönn í efri góm og er önnur alveg á leið að detta. Mér finnst hann voða sætur svona tannlaus ;) Viktor að leika sér með stofupúðana.... nýjasta leikfangið :) Guðlaug ekkert smá hissa þegar hún opnaði dyrnar og þar stóð ég.... híhí :) Mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni. Við systurnar að snæða hádegismat í verslunarmiðstöð í Köben.