Sá stutti átti afmæli í gær. 1 árs drengurinn!! (takk fyrir kveðjuna, Magga og Munda). Hér eru bræðurnir saman rétt áður en allir gestirnir mættu á svæðið. Viktor var lang yngstur í afmælisveislunni en skemmti sér samt konunglega. Var mjög ánægður með alla stóru strákana sem hlupu um allt hús og höfðu mjög hátt :) Veislan heppnaðist sem sagt mjög vel.... bæði börn og fullorðnir ánægðir með daginn. Viktor er nú farinn að labba um allt hús. Mjög montinn :) Hann er núna í 1 árs læknisskoðun með pabba sínum. Verður viktaður og fær svo enn eina sprautuna. Fannar er í fríi þessa vikuna. Það er nefnilega sportlov hjá öllum Stokkhólmurum. Þá fara margir á skíði eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Við ætlum nú bara að flytja! Fáum húsið á miðvikudag. Ætlum að fara nokkrar ferðir með dót í bílnum okkar og erum svo að spá í að leigja sendibíl á föstudag og fram á laugardag. Helgi byjar svo að vinna á sunnudag og verður því gott að vera flutt þá. Well, strákarnir voru að koma heim...