Er nánast búin að gefast upp á þessu bloggi. Hef hvorki tíma né orku þessa dagana. Ég lofaði nú samt elsku litlu systir að setja inn nokkrar myndir og bað hún sérstaklega um mynd af Viktori á 2ja ára afmælisdeginum. Gerðu svo vel sys :)
Viktor tveggja ára.... hann var mest hissa yfir afmælissöngnum (hér er einmitt verið að syngja hástöfum fyrir hann og Helgi að koma með kökuna :)
Sandra er búin að fá sinn eigin tripp trapp stól.... mikið stuð að fá að sitja til borðs með okkur hinum :)
Jólaskapið komið
Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn.
Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Ummæli
kv Munda
p.s. 55 dagar!!
Gutti og Magga :-)
Styttist í London, verður gott, gaman og endurnærandi að hittast þar.
Guðrún