Gifsið verður tekið á mánudaginn. Við Helgi erum orðin mjööög spennt.... líklega spenntari en Viktor ;) Bæklunarlæknir á Karolinska skoðaði röntgenmyndirnar og ákvað að stytta tímann um viku. Viktor hefur aftur á móti þurft að hafa gifsið upp í nára allan tímann. Alla þessa viku hefur hann þó mátt stíga í fótinn og hann er nú farinn að labba um allt. Það varð þvílíkur munur á drengnum eftir að hann mátti setja þyngd á fótinn. Í síðustu viku var hann mjög leiður.... sérstaklega á leikskólanum. Núna labbar hann um allt með staurfótinn og er kátur og hress, finnst skemmtilegt á leikskólanum. Sandra er búin að fatta að það er betra að labba en skríða. Hún er alltaf jafn róleg og sæt. Hún er svo mikil stelpa.... lítur ekki við öllum bílunum sem eru til á heimilinu og rogast í staðinn um allt með dúkkur. Hún byrjar að dansa um leið og hún heyrir tónlist :) Þetta er svo nýtt fyrir okkur Helga. Strákarnir eru alveg á hinum endanum. Gaman að þessu :) Þessi mynd er tekin af snúllunni í Finnlandi...