Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2007
Gifsið verður tekið á mánudaginn. Við Helgi erum orðin mjööög spennt.... líklega spenntari en Viktor ;) Bæklunarlæknir á Karolinska skoðaði röntgenmyndirnar og ákvað að stytta tímann um viku. Viktor hefur aftur á móti þurft að hafa gifsið upp í nára allan tímann. Alla þessa viku hefur hann þó mátt stíga í fótinn og hann er nú farinn að labba um allt. Það varð þvílíkur munur á drengnum eftir að hann mátti setja þyngd á fótinn. Í síðustu viku var hann mjög leiður.... sérstaklega á leikskólanum. Núna labbar hann um allt með staurfótinn og er kátur og hress, finnst skemmtilegt á leikskólanum. Sandra er búin að fatta að það er betra að labba en skríða. Hún er alltaf jafn róleg og sæt. Hún er svo mikil stelpa.... lítur ekki við öllum bílunum sem eru til á heimilinu og rogast í staðinn um allt með dúkkur. Hún byrjar að dansa um leið og hún heyrir tónlist :) Þetta er svo nýtt fyrir okkur Helga. Strákarnir eru alveg á hinum endanum. Gaman að þessu :) Þessi mynd er tekin af snúllunni í Finnlandi...
Hér fáið þið loksins myndir af fótbrotna karlinum Þessar myndir voru teknar fyrsta daginn Bræðurnir að horfa á barnaefni með sitt hvorn pezkarlinn :) Hlutirnir ganga bara nokkuð vel. Viktor aðlagast gifsinu vel. Hann skríður um allt á rassinum og sveiflar fætinum fram og tilbaka. Það þarf að minna hann á að hann fær ekki að stíga í fótinn því stundum vill hann standa upp. Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn á leikskólann. Við erum núna búin að plana að hann fari aftur á leikskólann á mánudaginn. Það ætti að ganga vel... það þarf bara að passa að gifsið blotni ekki og að Viktor stigi ekki í fótinn. Sandra situr í tröppunni. Hún labbar út um allt þessa dagana. Er ansi völt en er á fullu að æfa sig.... sbr. videó-ið að neðan.
Alveg ótrúlegt hvað ég er dugleg við þetta núna. Það hjálpar að sjá að maður hefur enn trygga lesendur ;) Þessi helgi er afmælishelgin ógurlega. Afmæli í gær í Uppsala og afmæli í dag í Stokkhólmi. Málin breyttust þó snögglega í gær þegar Viktor litli datt í afmælinu. Hann var að hoppa og leika sér úti á pallinum hjá Siggu . Snéri upp á fótinn og datt ofan á hann. Litli snúðurinn var alveg óhugganlegur lengi á eftir þannig að við ákváðum að fara með hann upp á bráðamótttökuna í Uppsala. Helgi fór með hann og við Sandra og Fannar vorum eftir í afmælinu. Við fengum svo far með Guðrúnu aftur til Stokkhólms eftir afmælið en Viktor og Helgi voru enn á spítalanum í Uppsala. Þeir feðgar komu ekki heim fyrr en um 23 leytið í gærkvöldi.... þá var Viktor kominn í gifs upp í nára. Litla dúllan mín er nefnilega fótbrotinn!! Hann þarf að vera í gifsi í 4-6 vikur, má ekki stíga í fótinn í 2 vikur og þá má taka efri hlutann af gifsinu af. Hann er búinn að vera ótrúlega duglegur. Hann seg...