Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2004
Jóli jóli Ég er á fullu að jólast þessa dagana. Búin að kaupa smáveigis af jólaskrauti og baka piparkökur. Ætla að baka fleiri smákökur á morgunn og grafa upp jólakassann uppi á lofti. Ástæðan er nú sú að það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn og við ætlum að halda smá litlu jól fyrir vini okkar hér. Börnin okkar ætla að gefa hvort öðru eina litla gjöf. Það verður því "väldigt mysigt" hjá okkur á sunnudaginn yfir smákökum og kertaljósi. Það er orðið daglegt brauð að fá Nonna í heimsókn hingað en hann gisti hjá okkur síðast liðna nótt. Aftur var hann á ferð út af vinnunni en hann stoppaði nú bara rétt yfir blánóttina og fór strax aftur í morgunn. Hann sagðist ætla að reyna að koma EKKI aftur næstu helgi... hehe. Akkúrat núna er verið að kynna vinningshafa í sænska idol-inu hérna og verð ég því að þjóta. Góða helgi.
Svooo kalt! Þetta er eiginlega ekki fyndið! Búið að vera í kringum -10 gráður undanfarið og snjóað mikið. Gamla húsið sem við búum í er svo illa einangrað og þó að allir ofnar hjá okkur eru í botni er samt skítkalt inni hjá okkur.... ekki gaman
Heimsókn Nonni , bróðir hans Helga er á leið til okkar. Hann þurfti að fara skyndilega til Finnlands sökum vinnu sinnar og ákvað að rétt kíkja við hjá okkur í bakaleiðinni. Helgi og Fannar eru nú á leið niður í bæ að taka á móti honum. Hlökkum til að fá hann í heimsókn. Best að setja einhverja góða tónlist í geislaspilarann og skella í eina skúffuköku með kaffinu á meðan ég bíð eftir gæjunum.
Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Var að enda við að borða fullt af íslenskum saltfiski með kartöflum, rófum og hamsatólg....... nammi namm.... ógeðslega gott. Æðarnar eru nú allar að stútfyllast af kólesteróli og mun ég byrja að safna bjúg von bráðar.... samt þess virði!
Þá er jólafríið á Íslandi komið á hreint hjá okkur Fannari. Við förum 28. desember og fljúgum aftur heim 16. janúar - langt og gott frí.... hlakka mjög til. Helgi kemur mjög sennilega líka og verður með okkur seinustu vikuna - hann er að reyna að losna við eina næturvakt og ef honum tekst það kemst hann 6. jan. annars ekki fyrr en 8. jan. Fannar er núna í afmælisveislu hjá leikskólavini sínum, William heitir hann. Afmælið er frá kl. 14 til 16 og bara börnum boðið. Hann er orðinn svo duglegur með sænskuna - skilur heilan helling og er hann búinn að fá hrós frá Ingrid fóstru um að hann hafi núna tekið stórt stökk í að gera sig skiljanlegan. Nú er það bara ég sem sit eftir með litla sænskukunnáttu. Ég er núna alvarlega að pæla í að fara á sænskunámskeið. Til eru fullt af námskeiðum sem heita "svenska för invandrare". Ég læri víst litla sænsku bara á því að fara út í búð að versla eða spjalla smá við fóstrurnar á leikskólanum eða hlusta á aerobic-kennarana með skipani...
Aerobic æfing Ég skellti mér í aerobic tíma áðan sem mér finnst alltaf mjög gaman að gera. Fullt af fólki í tímanum og rosa stuð. Eftir að hafa púlað og svitnað yfir ákveðnu samsafni af sporum voru sóttar dýnur og átti að skella sér á magann og gera bakæfingar. Þegar ég og ein önnur ófrísk stelpa sátum bara kyrrar og ætluðum ekki að skella okkur niður á magann kom kennarinn til okkar með tillögu að annarri bakæfingu fyrir okkur sem við gætum gert í staðinn á fjórum fótum..... alveg frábært og gott mál. En!.... Svo átti að snúa sér við og gera kviðæfingar og þá kom hún aftur til okkar. Þá vildi hún segja okkur að við ættum ekki að gera kviðæfingar.... við áttum frekar að halda áfram með bakæfingarnar eða bara hvíla. Mitt litla heilabú fór þá á fullt og ég get bara sagt það að ég man ekki eftir því í mínu námi að ófrískar konur megi ekki gera kviðæfingar... heldur þvert á móti. Ég ákvað því að gera mínar kviðæfingar og hunsa það sem kennarinn sagði, á meðan hin ófríska stelpan gerði áf...
Fannar nældi sér í smá veikindi eftir að gestirnir fóru í byrjun vikunnar. Hann mætti á leikskólann á þriðjudeginum en ég sótti hann aftur fyrir hádegi þar sem hann var frekar slappur og kvartaði undan höfuðverk. Um kvöldið var hann svo kominn með 39,5 og hálsbólgu. Hann er nú allur orðinn hressari - mætti í leikskólann á fimmtudaginn.... sem var hálftómur af börnum sökum veikinda. Í þessum skrifuðu orðum er Helgi minn á leið á vakt - verður að vinna í allan dag og fram á kvöld. Við Fannar ætlum að skella okkur í barnaafmæli á eftir og borða mikið af kökum, drekka kaffi (ég) og borða mikið nammi (Fannar). Jæja esskurnar - lítið annað er nú í fréttum - ha en fortfarande trevlig helg.
Einmanalegt í kotinu Gestirnir eru farnir Er nú heldur tómlegt hérna hjá okkur. Alveg ferlega gaman að fá heimsókn.... takk fyrir okkur. Rólegheit, mikill góður matur, kaffihús og göngutúrar niðri í bæ einkenndu helgina. Fannar fékk að vera heima í dag svo hann gæti kvatt alla almennilega. Hann er nú orðinn heldur eirðarlaus og vill fá að komast út fljótlega - hjólatúr verður líklega fyrir valinu. Við breyttum yfir í vetrartíma um helgina og færðum tímann aftur um eina klukkustund. Nú er farið að rökkva hjá okkur fljótlega eftir klukkan fjögur en það er aftur á móti bjart snemma á morgnana. Mér finnst þetta ekkert betra, ég vil frekar hafa bjart fram eftir degi og myrkur á morgnanna.