Einmanalegt í kotinu
Gestirnir eru farnir Er nú heldur tómlegt hérna hjá okkur. Alveg ferlega gaman að fá heimsókn.... takk fyrir okkur. Rólegheit, mikill góður matur, kaffihús og göngutúrar niðri í bæ einkenndu helgina. Fannar fékk að vera heima í dag svo hann gæti kvatt alla almennilega. Hann er nú orðinn heldur eirðarlaus og vill fá að komast út fljótlega - hjólatúr verður líklega fyrir valinu.
Við breyttum yfir í vetrartíma um helgina og færðum tímann aftur um eina klukkustund. Nú er farið að rökkva hjá okkur fljótlega eftir klukkan fjögur en það er aftur á móti bjart snemma á morgnana. Mér finnst þetta ekkert betra, ég vil frekar hafa bjart fram eftir degi og myrkur á morgnanna.