Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2004
Komin til Íslands Alveg æðislegt. Við erum í rólegheitum hjá mömmu og pabba núna. Í gær náðum við að kíkja við hjá tengdó, Maju ömmu og Júlla afa og Gunnu ömmu og Hreina afa. Við vorum því doldið þreytt í gær eftir ferðalagið og heimsóknirnar :) Ég ætla svo að hitta menntaskólavinkonurnar í kvöld... ekki er nú mikið annað planað hjá okkur Fannari - látum það bara ráðast hvað við gerum. Fannar fékk nokkrar síðbúnar jólagjafir í gær og er hann búinn að vera á fullu að leika sér með nýja dótið. Legó og Playmó klikkar ekki ;) Well - þar til næst......
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Íslensku jólin okkar hér í Svíþjóð hafa verið alveg frábær. Æðislegur matur - auðvitað íslenskur - og rólegheit með eindæmum. Fannar fékk fyrstu Harry Potter myndina í skóinn frá jólasveininum og hann er búinn að vera með algjört Harry Potter æði þessi jól..... vill helst fá að horfa á myndina einu sinni á dag! Um daginn fékk hann nefnilega þriðju myndina frá Nonna frænda sínum og þá byrjaði þetta allt saman. Nú eru bara tveir dagar þangað til við Fannar höldum heim til Íslands í smá frí. Helgi fer að vinna aftur á morgun og verður nóg að gera hjá honum alveg þangað til við komum aftur tilbaka. Hann tekur 6 vaktir á spítalanum á meðan við verðum að heiman!! Ég er nú orðin ansi spennt fyrir ferðalagið - búin að finna til flugmiðana og pæla í öllu því sem við þurfum að pakka..... bara verst hvað mér finnst leiðinlegt að pakka!! Dreg það alveg fram á síðustu stundu. Þar til næst - hafið það gott.
Hvít jól Þvílíkur kuldi var í morgunn þegar við vöknuðum. 14 gráðu frost... brrrrr. Það spáir svo snjóstormi á morgunn þannig að það eru góðar líkur á að við fáum hvít jól hér í Svíþjóð. Svíinn er frekar stressaður yfir að þessi mikla snjókoma eigi eftir að trufla jólatraffíkina. Sigurður og Sunna fara til Íslands á morgunn og ætla að lána okkur bílinn sinn á meðan þau eru þar. Það mun koma sér vel þar sem matarinnkaupin eru eftir á þessu heimili og ekki gaman að gera þau strætóandi í snjóstormi! Fannar er kominn í jólafrí frá leikskólanum og nú er mikill jólaspenningur að koma yfir hann. Åke bað okkur að koma með kort heim frá Íslandi svo að hinir krakkarnir gætu fengið að sjá hvernig Ísland liti út. Að sjálfsögðu munum við gera það. Gaman að því hvað þau sýna Íslandi mikinn áhuga :)
Fem dagar kvar Við erum búin að vera dugleg að undirbúa jólin. Alveg næstum því búin að versla jólagjafir og í dag fórum við og dressuðum litla manninn upp.... algjör töffari drengurinn. Við eigum í vændum mjög rólega jólahátíð.... flestir vina okkar hér fara heim til Íslands. Gæti hugsanlega verið að við kíkjum á jólaball hjá Íslendingafélaginu á annan í jólum.... ef við nennum hehe. Við erum meira að segja búin að kaupa 1000 pússla púsluspil sem verður dundað við að setja saman yfir jólin. Sem sagt bara rólegheit. Ég er farin að finna að nú þarf ég aðeins að slaka á í æfingunum. Farin að fá aukna samdrætti þegar ég er í palla- og aerobiktímunum. Kannski ekki skrítið þar sem ég er nú gengin 29 vikur!! Mér finnst nú mjög leiðinlegt að þurfa að hætta í tímunum en maður verður nú að láta skynsemina ráða. Bara mjög fegin að hafa verið svona frísk fram að þessu. Ætli ég kíki ekki bara í vatnsleikfimina með eldri kellunum í staðinn.... enda mjög góður æfingamáti. Í gærkvöldi kom...
Gleðilega Lúsíuhátíð Gestirnir farnir og við aftur orðin ein í kotinu. Alveg frábærir þrír dagar sem við fengum með tengdó. Við fórum og skoðuðum Astrid Lindgrens barnsjukhus, skoðuðum miðbæinn, kíktum inn í nokkrar verslanir (... bara til að hita okkur hehe) og fórum á sænskt jólahlaðborð. Nonni kom meira að segja líka (old news!) og borðaði með okkur jólahlaðborð og gisti eina nótt. Ýmislegt var nú smakkað á hlaðborðinu sem við höfðum aldrei smakkað fyrr... eins og reyktur áll, hreindýr, nautatunga (ekki smakkaði ég það... borða ekki alveg hvað sem er!) og margt fleira. Auðvitað var líka eldaður góður matur hér á Lövsundsvägen. Helgi sýndi foreldrum sínum listatakta í eldhúsinu og eldaði handa þeim frábæran núðlurétt og bjó þar að auki líka til ótrúlega góða ostaköku. Saran skellti svo bara í einn auman kjúklingarétt eitt kvöldið. Í gærkvöldi eftir að gestirnir voru farnir smelltum við íslensku slátri í pottinn og bjuggum til rófustöppu og borðuðum á okkur gat. Jeminn hvað ...
Við Helgi erum búin að jólastússast undanfarna daga. Tengdó koma á morgunn og þurfti því að vera búið að versla allar jólagjafir sem fara til Íslands áður en þau koma..... sem tókst. Meira að segja búin að pakka öllu voða vel inn og allt reddí (aldrei verið jafn tímanlega með jólagjafir fyrr) Við eigum reyndar eftir að kaupa eina jólagjöf og það er handa Fannari. Vi funderar lite på saken just nu. Vitum ekki alveg hvað við gefum honum þetta árið. Annars er mikil tilhlökkun yfir að fá hjónakornin hingað á morgunn. Fannar vill að sjálfsögðu ekki fara á leikskólann. Hann vill fá að fara með á T-Centralen og taka á móti þeim - sem hann auðvitað mun gera.
Annar í aðventu Fannar er búinn að vera veikur síðan á fimmtudag. Fyrsti hitalausi dagurinn var í gær og nú í þessum skrifuðu orðum er verið að viðra barnið. Helgi og Fannar eru sem sagt í hjólatúr í leit að stórum pollum Allur snjórinn er að mestu farinn og spáir bara hlýju næstu daga. Hann verður nú líklega allur farinn þegar tengdó koma á fimmtudag. Guðný (frænka hans Helga) og Grétar kíktu í smá heimsókn til okkar í gær. Fengu þau kaffi og heimabakaðar smákökur hjá okkur ferlega notalegt að fá þau í heimsókn. Takk fyrir innlitið.
Nú er bara ein vika þangað til að tengdaforeldrar mínir koma í heimsókn til okkar. Við erum öll voða spennt að fá þau hingað. Erum búin að panta borð á jólahlaðborð á Gamla Stan. Ég hef nú barasta aldrei farið á jólahlaðborð þannig að ég er voða spennt. Helgi minn fær frí frá barnamóttökunni í næstu viku þannig að við ætlum að jólast eitthvað saman í næstu viku. Í dag ákvað ég að stússast í pappírsmálum til að fá sænska löggildingu sem sjúkraþjálfari. Það endaði auðvitað með því að ég varð mega pirruð yfir fyrirkomulaginu hérna. Ég þurfti að fara með ákveðin skjöl til lögfræðings og láta "bestyrka" þau. Sem sagt fá einn stimpil og undirskrift frá þessum lögfræðingi um að skjölin væru ekki "fölsuð". Um var að ræða þrjú skjöl og það kostaði sem sagt 150 skr. að "bestyrka" hvert þeirra!!!! 450 skr. fyrir þrjá stimpla og þrjár undirskriftir.... Pirruð en gat ekkert gert í þessu og borgaði þetta bara.... ég hefði líklega átt að gerast lögfræðingur?...