Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2005
Helgi er farinn að hressast. Hann varð skyndilega betri eftir að hafa tekið inn lyf við heilahimnubólgu. Við vitum nú samt ekki hvort það hafi verið tilviljun. Það kemur í ljós eftir frí en þá ætlar Helgi að taka próf við heilahimnubólgu. Fannar hefur líka verið að kvarta undan höfuðverk en parasetamól hefur virkað vel á hann. Vonum bara að hann sé ekki að veikjast líka. Viktor var í 5 mánaða skoðun í gær. Hann er orðinn 7650 gr. og 69,2 cm. Hann fékk líka sprautu og var hann því ansi pirraður í gærkvöldi. Nú er hann aftur á móti eins og hann á að sér að vera.... hress og kátur. Á mánudaginn ætlum við á smá flakk. Við erum búin að bóka gistingu í Vimmerby og ætlum við að heimsækja Astrid Lindgrens Värld . Þar ætlum við að eyða tveimur dögum en okkur hefur verið sagt að það veiti ekki af. Kannski fórum við á eitthvað meira flakk eftir það en höfum ekki ákveðið neitt. Svo stefnum við á að halda upp á afmælið hans Fannars helgina á eftir. Á morgun munum við bruna til Uppsala í ...
Úti á pallinum okkar. Fannar með nýju skólatöskuna sína.... hann leggur hana varla frá sér þessa dagana.
Viktor orðinn stór.... finnst ykkur það ekki?
Úti að borða með tengdó
Helgi er svo hrikalega lasinn núna. Annar dagur í veikindum og er hann ekkert betri. Hann er með svo rosalega mikinn hausverk og hita, beinverki og stundum ógleði. Étur verkjatöflur eins og sælgæti en ekkert hjálpar. Fannar var svo heppinn að vera boðinn í heimsókn til Svante. Ég var að rölta með hann yfir og mátti hann ekkert vera að því að kveðja mig :) Nú er Viktor Snær kominn í fangið á mér. Hann er aðeins byrjaður að lemja á lyklaborðið.... finnst það mjög spennandi :) Hann vill skila þessu til ykkar "ðpþlðððððððððððððððlpækkkkkkkkkkkkkkkkk" Kveð að sinni.
Við höfum haft það mjög gott í fríinu enn sem komið er. Veðrið hefur reyndar ekki verið neitt sérstaklega gott.... mest megnis rigning en þó hlýtt (..... örugglega hlýrra en á Íslandi hehe). Það er langt síðan það hefur rignt svona mikið. Erna og Hjörtur fengu því mikla rigningu þegar þau voru hjá okkur.... þrumur og eldingar og læti. Engu að síður var ægilega gaman að fá þau í heimsókn og Viktor sýndi sínar bestu hliðar allan tímann. Í gær skelltum við okkur til Uppsala í heimsókn til Siggu og Inga. Þau buðu okkur í grill um kvöldið. Það rigndi barasta ekkert á okkur og gátum við setið úti allt kvöldið.... þvílíkt notalegt. Fannar og Sölvi náðu vel saman og léku þeir sér allan tímann á litlum leikvelli bakvið húsið þeirra.... þeir höfðu varla tíma til að borða :) Við lögðum ekki af stað heim fyrr en um 22.30. Drengirnir voru því orðnir mjög þreyttir þegar við komum heim. Í dag bauð Katrín og Stefan okkur yfir í kaffi. Helgi hefur náð sér í einhverja leiðinda pest og er því búinn að li...

myndir

Jæja jæja esskurnar mínar! Loksins eru komnar nýjar myndir í albúmið góða. Hér eru allir löngu farnir að sofa og ég enn vakandi..... geisp.... orðin mjöööög þreytt. Tengdó koma á morgun (í dag).... best að drífa sig í bólið. Góða nótt!

sumar sumar sumar

Jájá..... Helgi stendur sig betur en ég með bloggfréttir undanfarið. Ég var meira að segja búin að lofa ykkur myndum en ekkert gerist, usss uss! Lítið af nýjum fréttum svo sem. Fannar er nú hættur á leikskólanum. Við erum búin að dunda okkur heimavið þessa vikuna þar sem Helgi er enn að vinna. Garðurinn hefur mikið verið notaður í veðurblíðunni og kalda vatnið notað óspart til kælingar. Borðum alla vega einn ís yfir daginn - bara alveg eins og sumarfrí eiga að vera. Helgi á bara tvo daga eftir í vinnu og er hann þá kominn í þriggja vikna frí. Tengdó koma svo eftir viku.... við erum auðvitað mjög spennt og teljum niður dagana. Best að hætta núna og sinna drengjunum mínum. Þar til næst......

algjörlega að kafna

Það er svo svakalega heitt þessa dagana. Maður er sveittur allan sólarhringinn. Yfirleitt er það Helgi sem kvartar undan hitanum en nú hefur þetta gjörsamlega snúist við! Veit ekki hvers vegna ?? Í svona veðri þyrfti maður að hafa sundlaug í bakgarðinum svo maður geti skellt sér út í á 15 mín. fresti. Viktor er bara á bleiunni á daginn en er samt sveittur! Honum virðist nú samt ekkert líða illa þannig að þetta er nú allt í lagi. Svo verður maður svo rosalega latur í svona veðri... ég hef því verið ansi löt við hlaupin undanfarna daga en ég dreif mig nú samt áðan. Fór út að hlaupa í 28 stiga hita og þið getið ímyndað ykkur svitabaðið.... ég er enn að svitna eftir hlaupatúrinn ;) Helgi vinnur mikið um þessar mundir. Hann tók eina vakt í vikunni og er svo á næturvakt á morgun. Við ætlum nú samt að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt og erum að spá í að skella okkur í Älvsjö-badet.... staður þar sem hægt er að baða sig og sóla án þess að borga sig inn á svæðið. Mikið af svoleiðis stöðum hér...
Þá er Helgi aftur byrjaður að vinna. Hann vinnur þessa og næstu viku og er þá (sem betur fer) aftur kominn í frí. Fannar er enn á leikskólanum en þetta er síðasta vikan hans.... svo barasta skóli í ágúst. Honum finnst þetta nú ekkert merkilegt og segist hann ætla að heimsækja leikskólann þó hann verði hættur þar :) Viktor er farinn að snúa sér á fullu og liggur hann ekki lengi kyrr á einum stað. Hann vill fá að vera með í öllu og rífur og grípur í allt sem er nálægt honum (uppáhaldið er að rífa í hárið á mér). Á sunnudaginn buðum við vinum okkar í kaffi úti í garði. Það var æðislegt veður og sátum við því úti allan daginn - alveg frábært. Reyndar hefur verið mjög gott veður undanfarið. 25 stiga hiti og heiðskýrt.... næstum of heitt!! Ég er samt ekki að kvarta ;) Ég þarf að drífa mig að setja inn myndir í albúmið... læt ykkur vita þegar ég drattast til þess. Þar til næst - bless bless.

erfið ferð

Við fórum á Gröna Lund í gær. Ofsalega skemmtilegt. Gröna Lund er sem sagt tívolí... nokkuð stórt meira að segja.... í Stokkhólmi. Fannar Már var í essinu sínu... hljóp milli tækjanna og sagðist vilja fara í þau öll. Hann er orðinn 125 cm. drengurinn þannig að hann mátti fara í ansi mörg tæki. Þó ekki þau hrikalegustu þar sem maður þarf að vera a.m.k. 140 cm. Hann fékk að fara einn í mörg tæki en annars tók Helgi það að sér að fara með honum í nokkur. Ég er enn nokkuð sátt við tívolí ferðina sem við fórum í á Spáni síðasta sumar og fann ekki mikla löngun til að fara í tækin hehe ;) ég sá því um Viktor Snæ á meðan. Heimferðin var aftur á móti ekki eins skemmtileg!! Okkur datt í hug að taka smá aukakrók á heimleiðinni..... big mistake klukkan hálf fjögur á vinnudegi!! Við vorum einn og hálfan tíma á leiðinni, föst í klikkaðri umferð og Viktor Snær öskrandi í aftursætinu stóran hluta leiðarinnar. Við meira að segja stoppuðum einu sinni til að skipta á honum og ég gaf honum að drekka til...