Þá er partítröllið komið aftur til Stokkhólms. Ferðin til Köben var æðisleg en það er auðvitað alltaf gott að koma heim.... sértaklega þegar maður á þrjá flotta stráka sem bíða eftir manni :) Ég var nú búin að plana lengi að fara til Köben en sagði systur minni ekkert um áformin. Ég var því búin að kaupa miða í tíma og var mjög spennt að sjá viðbrögðin hjá þeim. Svo tóku SAS flugmenn upp á því að fara í verkfall.... og auðvitað átti ég pantaðan miða hjá SAS!! Eftir að hafa verið í símanum í klukkutíma að reyna að ná sambandi við SAS (daginn sem ég átti að fljúga) fékk ég óvænt sæti í öðru flugi til Köben. Málið var bara að flugið átti að fara eftir rúman klukkutíma! Ég ákvað sem sagt að taka því tilboði. Í hendingskasti náði ég að klára að pakka og svo keyrði Helgi mig út á flugvöll..... allt tókst þetta og var ég komin til Guðlaugar og Svenna um tvö leytið á miðvikudaginn. Mamma og pabbi komu svo um kvöldið. Við eyddum dögunum í göngutúra um miðborgina, kíktum í "nokkrar" bú...