Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2006
Þá er partítröllið komið aftur til Stokkhólms. Ferðin til Köben var æðisleg en það er auðvitað alltaf gott að koma heim.... sértaklega þegar maður á þrjá flotta stráka sem bíða eftir manni :) Ég var nú búin að plana lengi að fara til Köben en sagði systur minni ekkert um áformin. Ég var því búin að kaupa miða í tíma og var mjög spennt að sjá viðbrögðin hjá þeim. Svo tóku SAS flugmenn upp á því að fara í verkfall.... og auðvitað átti ég pantaðan miða hjá SAS!! Eftir að hafa verið í símanum í klukkutíma að reyna að ná sambandi við SAS (daginn sem ég átti að fljúga) fékk ég óvænt sæti í öðru flugi til Köben. Málið var bara að flugið átti að fara eftir rúman klukkutíma! Ég ákvað sem sagt að taka því tilboði. Í hendingskasti náði ég að klára að pakka og svo keyrði Helgi mig út á flugvöll..... allt tókst þetta og var ég komin til Guðlaugar og Svenna um tvö leytið á miðvikudaginn. Mamma og pabbi komu svo um kvöldið. Við eyddum dögunum í göngutúra um miðborgina, kíktum í "nokkrar" bú...

já - passar þetta??

Partítröll Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera. Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur. Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu. Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er. Hvaða tröll ert þú?

Köben

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar elskurnar mínar. Ég fékk margar kveðjur og er það mér mikils virði. Knús knús :o* Djammið á laugardag tókst alveg frábærlega vel. Ég er núna búin að svala fyllerísfíkn minni í bili og ætla að taka því rólega næstu vikurnar hehe. Við byrjuðum kvöldið á diskóbowling og fórum svo á veitingastað/skemmtistað og fegnum okkur gott að borða. Góður félagsskapur og hreint frábært kvöld - takk fyrir kvöldið stelpur. Nú er ég aftur á móti stödd í Köben. Já - Guðlaug og Svenni voru líka hissa.... mjög hissa. Ég bankaði óvænt upp á hjá þeim klukkan 14 í dag. Þau eru rétt að jafna sig á áfallinu. Það vissu bara örfáir af því að ég ætlaði að skella mér enda algjörlega surprise ferð :) Mamma og pabbi koma svo í kvöld og ætlum við öll að vera hér hjá þeim fram yfir helgi. Nú bíður mín rosa flott súkkulaði kaka og ætla ég ekki að láta bíða eftir mér.
Fannar í lopapeysu af pabba sínum. Geðveikt flottur. Myndin er tekin daginn sem við komum heim frá Íslandi. Það var svo geðveikislega kalt í húsinu og tók það næstum sólarhring að hitna almennilega. Brrrrr. Viktor Snær fékk þetta tryllitæki í jólagjöf frá Gunnu ömmu og Hrein afa. Hann er nú farinn að labba út um allt með bílinn, bakkar sjálfur og snýr við. Svakalega duglegur. Hann er líka aðeins byrjaður að sleppa takinu þegar hann stendur. Jafnvægið þó ekki sérstaklega gott og dettur alltaf beint á rassinn í kjölfarið. Það er nú samt á hreinu að það er ekki svo langt í að drengurinn fari að labba sjálfur. Ég er að fara út á lífið á laugardaginn. Í fyrsta sinn í .... jaa ég bara man ekki hve langan tíma. Væntingarnar eru í hámarki og ætla ég að skemmta mér mjööög vel :) Helgi fór með strákunum á djammið síðasta laugardag en nú er sem sagt komið að okkur stelpunum. Já og svo á ég barasta afmæli bráðum..... gaman gaman :oD

komin heim

Það er æðislegt að vera komin heim. Auðvitað saknar maður áfram allra heima á Íslandi en það er alltaf best að vera heima hjá sér :) Við komum í gær (föstudag), snjór og bjart veður og LOGN. Vorum öll úrvinda eftir ferðalagið.... Fannar sofnaði í sófanum klukkan 19 og svaf til 9 í morgun og Viktor svaf í 3,5 tíma eftir að við komum heim. Við vorum undirbúin því versta í flugvélinni. Áttum alveg eins von á að Viktor yrði mjög óhress en hann var það á leiðinni til Íslands. En hann var svona líka hress í vélinni þrátt fyrir að hafa sofið mjög lítið. Mikill léttir fyrir okkur öll. Í dag skelltum við okkur á skauta. Þ.e.a.s. ég og Fannar. Helgi og Viktor léku sér saman á meðan.... Viktor fékk að skríða um á svellinu og í snjónum og hafði mestan áhuga á að sleikja snjóinn og klakann. Fannar er bara ansi góður á skauta. Dettur ótrúlega sjaldan og þegar hann dettur er það alltaf eitthvað svo mjúklega :) Ég var bara nokkuð klár á svellinu, kom sjálfri mér eiginlega á óvart. Átti vo...

2006

Gleðilegt ár kæru vinir og fjölskylda. Við erum í Kefló. Komum beint úr sveitinni í gær (bústað mömmu og pabba), æðislegt að vera þar. Ætlum að gista hér í Kefló það sem eftir er ferðarinnar enda svo hrikalega stutt eftir eitthvað. Síðasti dagur ársins fór vel fram hjá okkur. Borðuðum okkur stútfull af lambakjöti og öðru gómsætu stöffi. Fannar fékk að skjóta upp helling af sprengjum... hann var reyndar nokkuð smeykur (sem var bara gott :) en fannst þetta allt mjööög spennandi. Ég og Viktor horfðum á öll herlegheitin út um gluggann.... sá stutti vaknaði nefnilega korter í tólv.... svo mikil voru lætin :) Það verður nóg að gera hjá okkur þessa síðustu daga okkar hér. Nokkrar heimsóknir á skyldulistanum, ætlum að vera dugleg að fara í sund og svo náttúrulega að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni. Bless í bili.