Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2003
Komin frá lækninum. Þetta er barkabólga sem litli snúðurinn er með. Hann gæti fengið svona slæm hóstaköst næstu nætur en svo ætti þetta að læknast að sjálfu sér. Ég er mjög fengin að vera búin að fá þetta á hreint - nú veit ég hvernig ég á að bregðast við ef hann fær annað svona hóstakast. Nú erum við bara að gera það sem maður gerir þegar maður er veikur..... kúrum og horfum á vídeó :) tökum þennan dag mjög rólega. Bless í bili, Sara
Síðastliðin nótt var erfið. Fannar tók upp á því að veikjast svona heiftarlega. Hann vaknaði upp um tvöleytið með geltandi hósta og átti erfitt með að ná andanum. Ég panikaði næstum... en náði samt að sýna ytri ró fyrir barnið! Hringdi upp á bráðamóttöku barna og talaði þar við lækni sem bjóst við að þetta væri barkabólga og sagði mér að fara með Fannar út á svalir þar sem væri kalt loft til að anda að sér. Þá myndi bólgan í öndunarveginum minnka. Litla barnið mitt róaðist við þetta og ég hringdi næst á læknavaktina til að athuga hvort ég gæti fengið lækni heim. Það reyndist svo ekki þörf á því þar sem Fannar róaðist það mikið að hann vildi bara fara að sofa aftur. Ég ætlaði aftur á móti ekki að geta sofnað eftir þetta... ég lá bara og horfði á hann sofa. Klukkan sex vaknaði hann svo aftur og var þá kominn með 39,3 stiga hita. Núna sefur litla greyið. Ég fékk svo tíma fyrir hann hjá lækni á eftir á vaktinni uppi í Domus Medica. Meira seinna.
GÓÐAR FRÉTTIR Helgi er búinn að kaupa miða til Íslands. Hann mun koma föstudaginn 31. október og ætlar hann að vera á landinu í rúma viku, jibíííí­ . Strax byrjuð að telja niður!! Þetta gæti eiginlega ekki verið betra fyrir mig hvað varðar skólann. Ég á nefnilega að skila inn skriflegu yfirliti yfir Bs. verkefnið fyrir 1. nóvember. Það verður því nóg að gera þangað til.
Nú er ég að verða gráhærð á þessari tölvu - eins gott að ég er að fara í klippingu á morgunn... hmm. Ég bara skil ekki hvernig ég kem þessum broskörlum inn í textann!?? Aaarrggg..... nenni ekki meir.
Trúmann er í­ heimsókn hjá Fannari, þeir eru í­ bí­ló og eru að keppast um hvor bí­lanna fer nú hraðast. Fannar er voða kátur þessa dagana. Hann er svo kátur með að hitta alla krakkana á leikskólanum og vinina í húsinu. Hann er ekki fyrr kominn heim af leikskólanum þegar hann biður um að fara til Trúmanns eða Matthildar. Og í gær sat hann skælbrosandi yfir íslenska barnatímanum!! Ég er aðeins að venjast því­ að vera komin í­ grasekkju hlutverkið aftur, var nú doldið döpur svona til að byrja með. Mamma og pabbi eru búin að vera rosa dugleg að bjóða okkur Fannari í­ mat síðan við komum til landsins. Við erum bara búin að borða kvöldmat heima einu sinni!! Takk kærlega fyrir okkur mamma og pabbi ;o) Það verður fí­nt að byrja í­ verknáminu á mánudaginn - þá hættir maður að hangsa þetta og það verður nóg að gera. Svo þarf náttúrulega að fara að byrja á lokaverkefninu - B.s. verkefninu!! Kannski svolítið kvíðin fyrir allri vinnunni sem er framundan en í­ staðinn ætti tí­minn að ve...
Fór með bílinn í viðgerð í morgunn en ég er búin að dreifa góðum slatta af bensíni á götur borgarinnar síðan ég kom aftur til landsins. Annars var tengdapabbi svo góður að laga afturbremsurnar á bílnum áður en við Fannar komum aftur - þessi bíll er náttúrulega bara orðinn gamall! Seljum hann pottþétt næsta vor. Tek jafnvel bara nýja hjólið fram á eftir og fæ mér góðan hjólatúr. Skelli á mig hjálminn og bruna af stað. Það er kominn tími til að fara með það í uppherslu og ætla ég að hjóla í Markið og láta þá skrúfa það fast. Núna er ég búin að læra aðeins meira á þetta blogg og búin að ná mér í teljara hjá teljari.com - svo ég geti nú fylgst með hvort einhver hafi áhuga á að lesa þetta. Þetta er miklu auðveldara en ég hélt. Er samt búin að sitja lengi yfir tölvunni og núna nenni ég ekki meir. Kv. Sara
Jæja jæja þá er ég komin í hóp bloggara. Hingað til hef ég bara fylgst með honum Helga mínum og reynt að læra smávegis af honum - vona að það hafi skilað sér.... kemur í ljós? Við mæðginin erum komin aftur heim frá Svíþjóð, Fannar er byrjaður í leikskólanum aftur og ég byrja í verknáminu á mánudaginn. Allt er að falla í sína rútínu aftur - nema að það vantar náttúrulega húsbóndann á heimilið :( og það er frekar súrt, reyndar hundfúlt. Hmmm... en þetta er nú það sem við vorum búin að ákveða og nú er bara að þrauka - það er nú samt á dagskránni Íslandsferð hjá Helga í byrjun nóvember og vona ég að það gangi eftir. Og svo vonandi jólin líka - það á allt eftir að kom í ljós seinna. Ég er svo spennt að sjá hvort þetta bloggara-dæmi virkar hjá mér og ætla ég því að slútta núna. Bless í bili, Sara