Komin frá lækninum. Þetta er barkabólga sem litli snúðurinn er með. Hann gæti fengið svona slæm hóstaköst næstu nætur en svo ætti þetta að læknast að sjálfu sér. Ég er mjög fengin að vera búin að fá þetta á hreint - nú veit ég hvernig ég á að bregðast við ef hann fær annað svona hóstakast.
Nú erum við bara að gera það sem maður gerir þegar maður er veikur..... kúrum og horfum á vídeó :) tökum þennan dag mjög rólega.
Bless í bili,
Sara