Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2004
Hitti Eddu í dag - alveg ferlega fínt. Við Fannar tókum lestina niður í bæ og, eftir að við hittum Eddu og litlu frænku hennar sem er að verða tveggja ára, fundum við okkur róló þar sem börnin gátu leikið sér aðeins. Þetta er nú það sem lífið snýst um þessa dagana... að gera eitthvað skemmtilegt fyrir Fannar litla (stóra!). Svo fórum við auðvitað á kaffihús og fengum okkur eitthvað gott að borða eins og tilheyrir þegar maður er í Stokkhólmi Við höfum reyndar ekki fengið glampandi sól síðan við komum hingað - ekki eins og í fyrrasumar - en það er samt voða hlýtt (um 18-20 gráður). Nú bíð ég bara eftir því að geta farið með sundlaugina hans Fannars út í garð (þegar dótið okkar kemur) og leggjast svo í sólbað í nýju garðstólunum okkar og fylgjast með Fannari busla í lauginni Edda sagði mér að dótið hennar kæmi á morgunn eða hinn. Hún sendi sitt dót af stað 8 dögum á undan okkur þannig að við búumst því við að fá dótið okkar í lok næstu viku. Hlakka mikið til....
Helgi er byrjaður að vinna. Við Fannar erum því búin að reyna að dunda okkur eitthvað í dag. Fórum á róló og Fannar hjólaði um allt á hjólinu sínu. Ég veit að þetta á eftir að verða þreytandi til lengdar þannig að ég hlakka mikið til þegar dótið okkar kemur á staðinn... þá verður sko nóg að gera og Fannar fær dótið sitt. Annars náðum við að versla doldið um helgina. Keyptum okkur eldhússtóla við nýja eldhúsborðið og svo keyptum við líka garðstóla og borð. Alltaf gaman að versla í búið hehe. Fórum svo í dag og troðfylltum frystinn af mat... jamm búið að eyða miklu á síðastliðnum dögum. Jæja, best að slökkva á tölvunni og horfa aðeins á sjónvarpið, góða nótt.
Saran komin til Svíþjóðar Já barasta komin, þurfti náttúrulega að breyta nafninu á síðunni og datt ekkert betra í hug. Við vorum svoooo þreytt eftir ferðalagið en það sáum við best þegar við vöknuðum í morgunn - Fannar búinn að sofa í 14 tíma og við Helgi í 12.... án þess að rumska! Það er langt síðan að ég hef sofið svona lengi í einu. Í dag skelltum við okkur svo niður í bæ að sækja um sænska kennitölu fyrir mig og Fannar, fáum hana eftir ca. 2 vikur og þá getum við sótt um leikskóla fyrir drenginn. Nú held ég að ég verði að kíkja aðeins á drengina - þeir eru að reyna að hreinsa fiskabúrið sem fylgdi með húsinu og vita ekkert hvað þeir eiga að gera.... og ég ekki heldur svo sem ???
Mikið er ég búin að vera einstaklega léleg að blogga undanfarið. Við Helgi erum núna búin að skila íbúðinni og fljúgum við til Svíþjóðar í fyrramálið. Allt þetta pökkunarmál var auðvitað miklu meiri vinna en við gerðum okkur nokkurn tíma grein fyrir en allt hafðist þetta nú á endanum! Síðasta dótið fór niður á höfn í dag. Svo náðum við líka að selja bílinn í dag... já - stór dagur! Bless í bili - næst mun ég blogga frá Svíþjóða :)
Gleðilega þjóðhátíð Við ætlum að taka okkur pásu frá kössunum í dag. Okkur gengur mjög vel að pakka og stefnum við að því að keyra dótið niður á höfn á mánudaginn. Í dag ætlum við nú bara að fá okkur göngutúr niður í miðbæ, leyfa Fannari að leika sér í einhverjum leiktækjum og svoleiðis. Hann fékk gefins fána frá skátunum um daginn og ætlar drengurinn auðvitað að taka hann með sér. Ég er búin að mana Helga í að taka með sér íslenska fánann sem hann keypti um daginn (til að setja utan á húsið í Stokkhólmi). Það hafa komið upp skiptar skoðanir á því hversu hallærislegt þetta er - hehe. Til að verja þetta aðeins þá er þetta algengt í Svíþjóð, þ.e.a.s. að fólk láti fána hanga utan á húsum sínum.
Æm bakk Reyndar komum við til landsins á fimmtudaginn en við rukum beint í útileigu og erum við búin að vera í Þórsmörk alla helgina...... í rigningunni! Þetta var nú samt voða gaman og Fannari fannst ekkert skemmtilegra en að vera blautur ofaní læk. Nú erum við á kafi í kössum - erum eitthvað að vesenast yfir því hvenær við náum að senda dótið okkar. Við vorum að frétta að ef við sendum í þessari viku þá þarf dótið að vera komið niður á höfn á hádegi á morgun!! Nota bene, við erum varla byrjuð að pakka! Well, við sjáum til hvað við gerum... við sendum þá bara dótið í næstu viku. Þá þurfum við bara að bíða í tvær vikur eftir dótinu i Svíþjóð. Næsta laugardag ætlum við að halda kveðju- og útskriftarpartý á Glaumbar þannig að ef þið lesendur góðir viljið mæta og kveðja okkur þá eruð þið velkomin. Þá kveð ég í bili því ég þarf að byrja að pakka.