Hitti Eddu í dag - alveg ferlega fínt. Við Fannar tókum lestina niður í bæ og, eftir að við hittum Eddu og litlu frænku hennar sem er að verða tveggja ára, fundum við okkur róló þar sem börnin gátu leikið sér aðeins. Þetta er nú það sem lífið snýst um þessa dagana... að gera eitthvað skemmtilegt fyrir Fannar litla (stóra!). Svo fórum við auðvitað á kaffihús og fengum okkur eitthvað gott að borða eins og tilheyrir þegar maður er í Stokkhólmi Við höfum reyndar ekki fengið glampandi sól síðan við komum hingað - ekki eins og í fyrrasumar - en það er samt voða hlýtt (um 18-20 gráður). Nú bíð ég bara eftir því að geta farið með sundlaugina hans Fannars út í garð (þegar dótið okkar kemur) og leggjast svo í sólbað í nýju garðstólunum okkar og fylgjast með Fannari busla í lauginni
Edda sagði mér að dótið hennar kæmi á morgunn eða hinn. Hún sendi sitt dót af stað 8 dögum á undan okkur þannig að við búumst því við að fá dótið okkar í lok næstu viku. Hlakka mikið til....