Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2004
Nú ættu gestirnar að vera komin í loftið - lenda um hálf eitt leytið á Arlanda. Fannar ekkert smá spenntur og er nú þegar búinn að tilkynna að hann vill ekki fara í leikskólann á morgunn.... hann vill fá að vera heima hjá gestunum.... sem hann fær auðvitað :o) Í gær fór ég að lyfta, seinnipartinn brettum við Helgi svo upp ermarnar og þrifum allt húsið hátt og lágt. Mjög ánægð með það dagsverk en fékk þó smá grindarverki eftir daginn. Ég þarf greinilega að passa mig aðeins því ég fann ekkert til í grindinni á síðustu meðgöngu. Ég ætti að vita hvað ég þarf að gera þar sem ég fékk að kynnast mörgum konum með grindarlos í verknáminu mínu. Ekki misskilja mig.... ég er EKKI komin með grindarlos!!
Allt gengur sinn vanagang á þessum bæ. Ég sit núna og er að bíða eftir heimsókn frá Mío en þeir ætla að koma með fína nýja stólinn okkar og fótapulluna einhvern tímann fyrir klukkan eitt. Bara að vona að þeir komi með réttan lit í þetta skiptið!! Ætlaði að skella í eina köku á meðan ég er að bíða en þá vantar auðvitað hráefni í hana og ekki má ég skjótast út í búð núna ef þeir skildu nú koma akkúrat á meðan. Kristinn - Sigurðar og Sunnu son - var í pössun hjá okkur laugardagsnóttina. Fannar var svo spenntur að fá sinn fyrsta næturgest og var fjörið auðvitað eftir því. Við elduðum meira að segja fyrsta lambalærið á laugardagskvöldið þannig að það var rosa veisla. Á sunnudeginum fór Helgi á kvöldvakt en við Fannar skelltum okkur í sund í Erikstadsbadet með öllu íslendingapakkinu hérna. Brjálað að gera í sundinu - troðfullt af folki og var maður algjörlega búinn með alla orku þegar heim var komið. Fannar samt voða sáttur og sofnaði snemma það kvöldið. Well - í þessum skrifuð...
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!
Jibíííí!! Við Fannar ætlum að koma til Íslands 28. des. og eyða áramótunum þar. Erum reyndar ekki komin með flugmiða heim aftur.... eigum eftir að ákveða þá dagsetningu. Er að vonast til að Helgi fái smá frí og geti komið aðra vikuna í janúar.... það verður víst að koma í ljós seinna.
Núna eru rólegheit hjá okkur Fannari - Helgi er farinn á vakt og verður að vinna fram á miðnætti. Í gær fórum við í partý til Sigurðar og Sunnu. Við pöntuðum indverskan mat.... æðislega góður.... við skötuhjúin tókum því nú bara rólega en þetta var mjög gaman og nokkrir komnir vel í glas þegar við létum okkur hverfa. Helgi fór á laugardaginn og sótti níu kíló af íslenskri ýsu. Við keyptum af fyrirtæki sem heitir Íslandsfiskur - þetta fyrirtæki kemur ca. fjórum sinnum á ári með ýmsar íslenskar vörur til Svíþjóðar og Danmerkur. Alveg brilliant. Nú er frystirinn okkar fullur af íslenskum mat.... fiski og lambakjöti... hehe já við eigum sko tvö stór lambalæri í frystinum en Edda vinkona og pabbi gáfu okkur sitt hvort lærið..... namm namm það verður veisla hjá okkur á næstu dögum. Well best að fara að athuga með kvöldmat handa okkur Fannari.... hann er eitthvað að suða um að fara á McDonalds..... spurning hvort ég slái ekki bara til.....
Nú þurfum við að grípa til róttækra uppeldisaðgerða hér á þessu heimili. Það vill svo til að unglingurinn á heimilinu (heimiliskötturinn) hefur í auknum mæli verið að færa sig upp á skaftið undanfarið. Hann er farinn að taka upp á því að gefa skít í matarskálina sína og fara frekar upp á eldhúsborð til að næla sér í mat! Um daginn nældi hann sér í vænan bita af hráu svínakjöti sem var á leiðinni á grillið hjá okkur - hann dróg bitann að matarskálinni sinni og var voða ánægður með árangurinn. Og rétt áðan heyrði ég hátt smjatt fyrir aftan mig - þá var bara kisi litli kominn upp á borð að slekja upp úr smjördollunni. Sú uppeldisaðferð sem ég notaði var að öskra á köttinn þannig að hann þaut með eldingshraði niður í kjallara og út. Hef ekki séð hann núna í nokkurn tíma..... held hann sé hræddur við mig litla skömmin. Hitt barnið á heimilinu (Fannar) er aftur kominn á leikskólann - hress og kátur. Þetta var sem betur fer bara stutt hitakast sem hann nældi sér í. Nú ófædda barnið á heimi...
Fest, óvæntur glaðningur og 40 stiga hiti Veislan á leikskólanum heppnaðist rosalega vel. Tæplega 140 manns mættu. Mæting var kl. 19.30 og ætluðum við sko ekki að koma of seint (ekki vel liðið hjá Svíanum). Við gengum inn á slaginu og ég var viss um að fáir væru mættir þar sem við vorum svo tímanlega en aldeilis ekki nei.... húsið var troðfullt af fólki!! Eftir fordrykk fengum við taílenskan mat sem var hrikalega sterkur.... svo sterkur að ég fann ekki hvort ég var södd eftir matinn.... fann bara fyrir hrikalegum sviða í munninum. Þegar farið var að tala um skráningu í karókí... og fólk hvatt til að skrá vini sína... létum við okkur hverfa enda bara góður endir á því kvöldi. Við fórum svo til Sigurðar og Sunnu á laugardeginum að sækja litla prinsinn. Þar hafði verið svaka stuð kvöldinu áður... þó svo að Fannar hafi ekki verið neitt rosa spenntur yfir dansiballinu sem var eftir popp-átinu og vídeóstundinni.... hann vildi meina að Sigurður ætti ekki nógu mikið rokk fyrir sig þ...
Þreyta og harðsperrur hafa einkennt þessa viku hjá mér. Er að jafna mig núna og ætla því að demba mér í ræktina á eftir. Í kvöld stendur til að mæta í veislu á leikskólanum sem er haldin fyrir starfsfólk og foreldra. Ættum þar að fá gott að borða, Helgi fær kannski eitthvað gott að drekka og svo verður djammað fram eftir nóttu..... hmmm. Fannar er líka að fara í veislu..... þar sem eingöngu börnum er leyfður aðgangur. Hann ætlar nefnilega að gista hjá Kristni og Kötlu í nótt og þar skilst mér að verði popp, videó og dansiball. Hann er sem sagt svaka spenntur. Guðrún og Jói eru í Köben yfir helgina og lánuðu okkur bílinn sinn á meðan. Við munum því reyna að nota hann vel um helgina... alla vega verður verslað mikið af mat til að fylla frystinn og vonandi finnum við líka upp á einhverju skemmtilegu að gera.
Ég skellti mér í morgunn í líkamsræktina og keypti mér hálfs árs kort - nú bíð ég bara eftir gífurlegum harðsperrum eftir puð dagsins - þær eru strax að koma fram. Ótrúlega frískandi! Litli bumbubúinn er alltaf í fótboltaleik inni í maganum á mér.... Helgi hefur meira að segja fengið að finna hreyfingar. Næsti sónar er eftir eina viku og vonandi mun krílið sýna okkur aðeins meira í það skiptið. Ég hef gert þó nokkrar tilraunir til að ná í þennan sjúkraþjálfara á Huddinge sjukhus en án árangurs. Ég er þar af leiðandi ekki farin að hitta hana enn. Það mun nú vonandi samt gerast á næstu dögum. Ég hef aðeins kíkt á atvinnusíðurnar á netinu og þar er vægast sagt ansi lítið um að velja..... og hvað þá eitthvað tímabundið sem myndi henta mér eins og er. Helgi var annars að byrja að vinna á barnalæknamóttöku í Huddinge og verður þar í 2-3 mánuði (man ekki alveg hversu lengi). Hann mun því ekki geta tekið vaktir á Karólinska sjukhuset á virkum dögum og tekur hann því mun færri va...
Þá erum við búin að fara í sónar. Allt lítur vel út.... þ.e.a.s. það sem hægt var að sjá. Jamm, litla krílið var nefnilega í smá feluleik - snéri með höfuðið niður og hrygginn fram (þ.e. það horfði aftur) - þannig að það var ekki hægt að fá nógu góða mælingu af höfðinu og svo var hryggurinn fyrir hjartanu þannig að erfitt var að sjá það vel. Ég þarf s.s. að mæta aftur eftir eina og hálfa viku. Í gær skellti ég mér í klippingu og lét líka setja ljósar strípur í hárið. Ég lifði af þetta blaður sem fer alltaf fram í stólnum á hárgreiðslustofunni..... stóð mig meira að segja rosalega vel þó ég segi sjálf frá. Nú en alla vega.... ég kom svo heim - orðin ljóshærð og búið að klippa helling af hárinu og Helgi tekur ekki eftir neinu. Ég var svo sem ekkert að kippa mér upp við það (hef sjálf dottið í þessa gryfju!). Sigurður Yngvi kom um kvöldið með krakkana og borðaði með okkur..... og náttúrulega það fyrsta sem hann segir er "vá Sara - þú ert bara aldeilis breytt!" Aumi...