Nú ættu gestirnar að vera komin í loftið - lenda um hálf eitt leytið á Arlanda. Fannar ekkert smá spenntur og er nú þegar búinn að tilkynna að hann vill ekki fara í leikskólann á morgunn.... hann vill fá að vera heima hjá gestunum.... sem hann fær auðvitað :o)
Í gær fór ég að lyfta, seinnipartinn brettum við Helgi svo upp ermarnar og þrifum allt húsið hátt og lágt. Mjög ánægð með það dagsverk en fékk þó smá grindarverki eftir daginn. Ég þarf greinilega að passa mig aðeins því ég fann ekkert til í grindinni á síðustu meðgöngu. Ég ætti að vita hvað ég þarf að gera þar sem ég fékk að kynnast mörgum konum með grindarlos í verknáminu mínu. Ekki misskilja mig.... ég er EKKI komin með grindarlos!!