Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2003
Nú er sko farið að dimma á morgnana. Fannar var svo fyndinn í morgunn. Hann vaknaði rúmlega sjö og var alveg úthvíldur og rauk fram úr rúminu. Svo stoppaði hann allt í einu, snéri sér við og horfði frekar ringlaður á mig. Svo spurði hann "mamma.... er ekki kominn morgunn" . Það meikaði ekki alveg sens að það skildi vera svona mikið myrkur og að þurfa að kveikja ljósin.... það fannst honum frekar skrítið
KLÓSETTPAPPÍR OG ELDHÚSRÚLLUR: Klósettpappír 48 rúllur á 1500 kr. 72 rúllur á 2200 kr. Eldhúsrúllur: 20 rúllur á 1500 kr. Ég er sem sagt að selja þennan pappír en ég þarf að skila inn fjölda pakkninga fyrir föstudaginn 10. október. Get því komið pappírnum til viðskiptavina eftir þá helgi. Fyrir þá sem hafa áhuga endilega hafið samband, þið getið t.d. hringt í mig eða sent mér e-mail: gsara1977@yahoo.se. Vona að heyra frá sem flestum Annars er nú kominn endir á ágætum degi. Fannar litli fór í pössun til Sigga afa og Sirrýjar ömmu svo ég gæti nú lesið doldið á meðan Hann fer svo aftur til þeirra á morgunn svo ég geti lesið ennþá meira Bless í bili.
Ahhh komið helgarfrí­ - alveg frábært Mætti samviskusöm á húsfund í gærkveldi. Alveg ótrúlegt.... í þessi fjögur ár sem ég hef nú búið hérna er ALLTAF verið að ræða sömu vandamálin.... UMGENGNI Á GÖNGUNUM: börn með mat á göngunum, börn að krota á veggi á göngunum, fólk sem geymir fullt af drasli á göngunum, börn að leika eftir átta á kvöldin á göngunum, börn að rífa póst upp úr póstkössunum o.s.frv. Ekki má heldur gleyma gamla góða vandamálinu þegar fólk keyrir og leggur inni í­ garðinum... alltaf sama sagan. Fólk nennir ekki að ganga auka 20 metra með bónuspokana sína... svo er fólk að kaupa líkamsræktarkort dýrum dómi og vill náttúrulega vera voða slim og flott en neiii.. ekki hægt að ganga auka 20 metra! Við erum að tala um að börnin okkar geti leikið sér í garðinum án þess að eiga á hættu að verða fyrir bíl!!! Nú á sem sagt að reyna að setja skilti við innkeyrsluna - Innakstur bannaður nema fyrir þjónustubifreiðar- og taka þetta hlið alveg í burtu. Annars líst mér mjög vel á...
Hef nú lítið nennt að blogga undanfarna daga enda búið að vera nóg að gera. Ég er nú bara í smá pásu núna vegna þess að sjúklingur minn klukkan eitt afboðaði sig. Það er svo frábær kennslan hérna á Reykjalundi... ég bara gæti ekki verið ánægðari með þetta allt saman.... alveg frábært. Ég hefði aftur á móti ekki vilja lenda hérna á síðasta verknámstímabilinu vegna þess að þetta er ansi strembið og kennarinn okkar reynir að láta okkur "nemagreyin" hafa erfið og flókin tilfelli! Nú erum við Edda að fara á fullt í Bs. verkefnið. Ég er komin með nokkrar rannsóknargreinar sem ég þarf að lesa fyrir helgina en þá ætlum við að hittast og setja allt í 5. gírinn.... enda einungis rúmur mánuður í skil á úrdrætti verkefnissins!! Eins og þið sjáið lesendur góðir þá er ég bara að sjúkraþjálfast þessa dagana og ekkert annað að frétta. Ég vil svo koma á framfæri að ég mun bráðlega selja klósettpappír og eldhúsrúllur á kostnaðarverði - en það er liður í fjáröflun okkar 4. árs nema til ...
Ekki er þetta nú búið að vera neinn frábær dagur! Búin að sitja sveitt yfir einhverri helv... skýrslu í allan dag og hún er ekki enn búin (huh!). Þarf víst að klára hana fyrir morgundaginn Ég verð með minn fyrsta bakleikfimistíma á morgunn (ekki lengur með sundleikfimina).... hmm maginn fer á fullt við tilhugsunina þó svo að ég viti vel að þetta verður allt í lagi (hehe).... ég er bara ekki svona manneskja sem fílar það að vera endalaust í sviðsljósinu, þar sem tuttugu manns standa og horfa á mann og bíða eftir því sem maður segir og gerir Þetta venst þó þegar maður kynnist fólkinu. Annars fórum við Fannar út að hjóla áðan - litli snúðurinn er ekkert búinn að fá að fara út að leika alla helgina, enda veðrið ekki það besta. Við fórum því út og börðumst kröftuglega við rokið í svona 20 mín. og fórum svo heim aftur alveg endurnærð. Hann er orðinn voða klár að hjóla og þarf enga hjálp. Jæja - það er nóg að gera í kvöld! Bæjó
Ok - Helgi fer víst til Svíþjóðar aftur þann 9. nóvember .... ég get kannski smyglað honum með í ferðina
Ég var að fá ömurlegar fréttir - árshátið þjálfa á að vera 7. nóvember, en það er deginum áður en Helgi mun fara aftur til Svíþjóðar Mér finnst að þjálfanefndin eigi að endurskoða þetta og finna annan dag fyrir þessa uppákomu
Rósa bekkjarsystir útvegaði mér kilju eftir sænska rithöfundinn Henning Mankell sem var hér á landi í­ síðustu viku. Hún fékk hann til að árita bókina mí­na og í henni stendur því­ "Till Sara från Henning Mankell" . Bókin er AUÐVITAÐ á sænsku!!! Ég á örugglega eftir að standa mig vel í­ lestrinum - hmmm? " Elskan mí­n! - nú mun ég alla vega æfa mig í­ sænskunni - ætla að vera orðin voða góð þegar við flytjum í­ vor" Bið að heilsa ykkur í bili
Búin að vinna í­ dag og á morgunn á ég frí­. Ástæðan er nú bara sú að það er starfsdagur á leikskólanum hans Fannars og verður því­ lokað. Við Fannar fáum því­ 3 daga helgi - hreint ekki slæmt. Mér hefur fundist ansi strembið á Reykjalundi þessa vikuna. Nú erum við komin með þrjá sjúklinga og farið að gera meiri kröfur til okkar - nemagreyin! En hvað um það, ég fékk ansi skemmtilegan tölvupóst sem ég vil endilega deila með ykkur. Prófið að lesa eftirfarandi texta óhikað. Alveg magnað. Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled. Jæja - tókst þetta??? Alveg ótrúlegt hreint
Gutti og Birna buðu okkur í mat í kvöld - takk kærlega fyrir okkur... alveg frábært hreint. Svo var Birna svo ótrúlega næs að kíkja með mér á bloggið og kenna mér svona nokkra skemmtilega hluti eins og t.d. að setja inn myndir. Svo setti hún líka inn niðurteljara - eins og kannski sum ykkar hafið kannski tekið eftir? - og auðvitað var strax hafin niðurtalning í heimsókn Helga Takk Birna - þú ert algjör engill Á meðan að við vorum að stússast í þessu tók Gutti að sér að ærslast við drenginn sem fílaði það auðvitað í botn.... og vildi nú ekki viðurkenna að hann meiddi sig kannski einu sinni eða tvisvar, svo ekki sé nefnt að Gutti er örugglega allur út í marblettum eftir hamaganginn í litla manninum. Nú er ég orðin sibbin og þarf að lesa doldið Bæjó
Við Fannar byrjuðum daginn á að fara í­ sund í Grafarvoginum. Hann bað um að fara í­ sundlaugina með "myrkurennibrautinni". Rennibrautin er sem sagt lokuð þannig að maður sér ekki neitt inni í­ henni og maður fer þar að auki ansi hratt .... þannig að hún er mjög skemmtileg. Fyrir þá sem ekki hafa prófað hana, endilega skellið ykkur.... ungir sem aldnir :) Eftir sundið brunuðum við suður til Keflaví­kur og heimsóttum tengdó. Þau eru að fara til Krítar í fyrramálið. Við fengum því­ kaffi hjá þeim og óskuðum þeim svo góðrar ferðar. Við hittum einnig Jóa og Böddu með litla Egil Mána og svo auðvitað heimalingana Nonna og Hjördísi . Eftir þá heimsókn gerðum við tilraun til að heimsækja Gunnu ömmu og Hreina afa en þau voru því­ miður ekki heima :( Við erum nefnilega ekki enn farin að sjá þau eftir að við komum heim frá Svíþjóð. Við reynum bara aftur seinna. Fannar var svo mikil dúlla í bílnum á leiðinni. Hann er nýbúinn að fá diskinn "Uppáhaldslögin okkar" (ta...
Ég skemmti mér konuglega í gær. Gunna barnapía passaði Fannar og ég fór til Eddu í alvöru stelpupartý og auðvitað var farið niður í bæ og dansað af krafti :) Rosa gaman. Annars er ég á leið í Smáralindina. Það á að kynna sjúkraþjálfunina á einhverjum "Ísland á iði" dögum sem standa yfir í Smáralindinni þessa helgina og verðum við með bás í vetrargarðinum. Ég tek vaktina milli tvö og fimm í dag.... endilega látið sjá ykkur! Þar verður kynning á faginu, náminu og auðvitað munum við fjórða árs nemar selja okkar fínu stuttermaboli á góðu verði :o) Guðlaug ætlar að vera svo góð að passa Fannar litla á meðan og er hún búin að bjóða honum í bíó á Tuma Þumal. Þangað til næst, Sara
Jæja nú fer aftur að líða að helgarfríi ( aahhh það verður gott! ). Það er alltaf meira og meira að gera á Reykjalundi - byrjuð á fullu með tvo sjúklinga. Þessu fylgir svo skýrslugerðir, teymisfundir, þjálfunarprógrömm o.þ.h. Það er s.s. voða mikið fjör og fara kvöldin oftast í að undirbúa næsta dag. Á morgunn er svo stúdentadagurinn og fáum við því frí eftir hádegi :o) Það verður nú voða gaman.... uhhh þó svo að maður taki nú ekki endilega þátt í hátíðarhöldunum (hehe). Ég er að fara á stelpukvöld til vinkonu minnar annað kvöld og ég á að koma með "skemmtiatriði" ... eða sem sagt eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.... brandari, einhver skemmtileg saga, leikrit, leik (bara eitthvað!)..... einhverjar uppástungur???? Er alveg "dead in the head"!! Bæjó, Sara
Ohh hvað ég er búin að bera löt við þetta. Helgin var nú reyndar frekar "bissí" hjá okkur Fannari. Ég var í matarklúbbnum PP á föstudagskvöldið og þakka ég Ragga og Mundu fyrir frábæran mat. Þetta var rólegt kvöld hjá öllum nema aldursforseta klúbbsins (M....) og undirritaða (sem er jafnfram yngsti meðlimur klúbbsins!) en þær voru að til kl. 03.30 og voru klúbbnum til mikillar sóma :) Á laugardeginum var svo tekið þátt í ljósanótt í Suðurnesjabæ en við Fannar gengum niður í bæ með Jóa, Böddu og fjölskyldu á dagskemmtunina. Um kvöldið fóru svo allir úr Háaleitinu niður í bæ til að fylgjast með þegar kveikt var á berginu og einnig flugeldasýningunni... sem var náttúrulega alveg stórglæsileg :oD Ég ákvað svo bara að keyra heim eftir það enda var ég að fara að hitta menntó vinkonurnar í hádeginu á sunnudeginum. Anna Freyja vinkona var svo grand á því að bjóða okkur í hádegismat en tilefnið var að Ása Guðný var í stuttri heimsókn áður en hún færi til Nepal! Góða ferð Ása G...
Nú er þreytan aðeins farin að segja til sín - svona í miðri vinnuviku! Það tekur smá tíma að komast í vinnu-gírinn aftur eftir að hafa verið í fríi í allt sumar. Þetta tekur líka aðeins á Fannar litla. Hann er sofnaður klukkan átta á kvöldin og sefur samfellt til sjö á morgnana - eða þangað til klukkan hringir. Við mæðginin erum meira að segja búin að færa matartímann til klukkan sex þar sem hann sofnar næstum ofan í matardiskinn ef maturinn er klukkan sjö eða seinna :oD Það verður nóg að gera um helgina. Matarklúbbur okkar Helga verður haldinn á föstudaginn í Kefló.... uhhh ég meina í Reykjanesbæ, hjá Ragga og Mundu. Í þetta sinn mun ég náttúrulega mæta ein - það verður nú verulega skrítið en án efa samt skemmtilegt.... eins og alltaf. Eins gott að muna eftir bókinni!! Ég er búin að tala við tengdó og ætla ég að gista hjá þeim um nóttina og þau ætla að passa Fannar fyrir mig. Svo má náttúrulega ekki gleyma ljósanótt í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið - það er nú eiginlega sk...
Fínn dagur, Fannar fór á leikskólann sinn og ég mætti hress og kát á Reykjalund. Þetta á eftir að vera mjög gaman og erfitt í bland. Fyrsta vikan okkar er, eins og ég hélt, algjör kynningarvika - mikið að muna og læra. Ég mun vera með 5-6 sjúklinga í meðferð ásamt því að þjálfa hópa í sal og í sundlaug. Sem sagt nóg að gera. SMÁ AUGLÝSING :) Ef einhver hefur áhuga á að kaupa: stuttermaboli, síðermaboli, ladyfitt boli, baseball boli, barnaboli (stutterma) þá endilega talið við mig. Við í bekknum erum að selja boli til söfnunar á útskriftarferð næsta vor (tíhí). Ætla nú að aðstoða litla manninn í bað og fara svo í mat til mömmu og pabba :oD Kveðja Sara
Reykjalundur á morgunn, mæting klukkan átta. Ég er doldið kvíðin en ég veit þó að fyrstu dagarnir þar verða rólegir, svona á meðan verið er að setja mann inn í hlutina. Fannar er allur að hressast. Hann var alveg hitalaus í dag og bara nokkuð hress, fékk ekkert hóstakast síðastliðnu nótt. Ef hann verður hitalaust í fyrramálið og nóttin verður góð þá fer hann nú bara á leikskólann og ég kemst í verknámið. Hef svo sem ekkert meira að segja. Kv. Sara